Gefa út afmælisútgáfu af fyrstu plötunni með tveimur aukalögum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 16:31 Hljómsveitin Of Monsters and Men gaf út sína fyrstu breiðskífu fyrir tíu árum síðan. Aðsent Það eru liðin tíu ár síðan Of Monsters and Men sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, My Head Is an Animal. Af því tilefni er komin út sérstök afmælisútgáfa af plötunni. Afmælisútgáfan byggir á upprunalegu íslensku útgáfunni sem hafði annan lagalista en sú útgáfa sem kom út á heimsvísu. Að auki eru tvö ný áður óútkomin lög. My Head Is an Animal (10th Anniversary Edition) er komin út á streymisveitum en vegleg vínyl útgáfa plötunnar kemur út á næsta ári. Myndbandið við lagið „Phantom“ má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Eins og áður sagði eru tvö ný lög á þessari afmælisútgáfu. Það eru lögin „Phantom“ og „Sugar In a Bowl“. Þó svo lögin séu ný hljóðrituð og hafi ekki komið út áður þá eru þau ekki ný fyrir hljómsveitinni. „Phantom“ var fyrst flutt á Músíktilraunum árið 2010 og má því ætla að það sé eitt þeirra laga sem tryggði þeim sigur þar. Þá var „Sugar In a Bowl“ einnig samið fyrir meira en tíu árum síðan en aldrei hljóðritað. Til að fagna þessum marka áfanga ætla Of Monsters and Men að halda tónleika í Gamla Bíói dagana 9. - 12. nóvember. Um er að ræða einstakan viðburð þar sem aðdáendum Of Monsters and Men gefst færi á að sjá sveitina á litlum en einum flottasta tónleikastað landsins. Það er ekki á hverjum degi sem Of Monsters and Men spilar á svo litlum tónleikastöðum en það var einmitt í Gamla Bíói sem sveitin spilaði á Músíktilraunum og hélt síðar útgáfutónleikana fyrir My Head Is an Animal. Sveitin mun flytja My Head Is an Animal í heild sinni ásamt vel valin lög af öðrum plötum. Upphitun verður í höndum Lay Low (9. nóv), Mugison (10. nóv), Salóme Katrín (11. nóv) og Supersport (12. nóv). Enn má nálgast miða á aukatónleikana í Gamla Bíói á Tix.is Tónlist Of Monsters and Men Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Afmælisútgáfan byggir á upprunalegu íslensku útgáfunni sem hafði annan lagalista en sú útgáfa sem kom út á heimsvísu. Að auki eru tvö ný áður óútkomin lög. My Head Is an Animal (10th Anniversary Edition) er komin út á streymisveitum en vegleg vínyl útgáfa plötunnar kemur út á næsta ári. Myndbandið við lagið „Phantom“ má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Eins og áður sagði eru tvö ný lög á þessari afmælisútgáfu. Það eru lögin „Phantom“ og „Sugar In a Bowl“. Þó svo lögin séu ný hljóðrituð og hafi ekki komið út áður þá eru þau ekki ný fyrir hljómsveitinni. „Phantom“ var fyrst flutt á Músíktilraunum árið 2010 og má því ætla að það sé eitt þeirra laga sem tryggði þeim sigur þar. Þá var „Sugar In a Bowl“ einnig samið fyrir meira en tíu árum síðan en aldrei hljóðritað. Til að fagna þessum marka áfanga ætla Of Monsters and Men að halda tónleika í Gamla Bíói dagana 9. - 12. nóvember. Um er að ræða einstakan viðburð þar sem aðdáendum Of Monsters and Men gefst færi á að sjá sveitina á litlum en einum flottasta tónleikastað landsins. Það er ekki á hverjum degi sem Of Monsters and Men spilar á svo litlum tónleikastöðum en það var einmitt í Gamla Bíói sem sveitin spilaði á Músíktilraunum og hélt síðar útgáfutónleikana fyrir My Head Is an Animal. Sveitin mun flytja My Head Is an Animal í heild sinni ásamt vel valin lög af öðrum plötum. Upphitun verður í höndum Lay Low (9. nóv), Mugison (10. nóv), Salóme Katrín (11. nóv) og Supersport (12. nóv). Enn má nálgast miða á aukatónleikana í Gamla Bíói á Tix.is
Tónlist Of Monsters and Men Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira