Fjórir eru á gjörgæslu og þrír þeirra í öndunarvél en einn er sömuleiðis í hjarta- og lungnavél. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítala en meðalaldur inniliggjandi sjúklinga er nú 50 ár. Þrettán voru inniliggjandi á spítalanum á mánudag og tveir á gjörgæslu, báðir í öndunarvél.
937 sjúklingar, þar af 224 börn, eru á Covid-göngudeild spítalans. Voru 72 fullorðnir og 21 barn nýskráðir þar í gær. Frá upphafi fjórðu bylgjunnar þann 30. júní hafa verið 157 innlagnir vegna Covid-19 á Landspítala.
Óvissustig er áfram í gildi á spítalanum, sem er fyrsta af þremur viðbragðsstigum Landspítala. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda innanlandssmita í gær en von er á því að tölurnar verði birtar fyrir klukkan 13 í dag.
Fréttin hefur verið uppfærð.