„Eitthvað næs við að koma heim“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 13:30 Nanna Bryndís og Ragnar kíktu á Ívar Guðmunds fyrr í dag og ræddu það sem þau eru að gera þessa dagana. bylgjan Hljómsveitin Of Monsters and Men heldur ferna tónleika í næstu viku í Gamla bíó. Þau hafa verið á Íslandi síðustu mánuði vegna Covid-19 en þau voru á tónleikaferðalagi þegar faraldurinn hófst. „Við vorum að ferðast með þriðju plötuna okkar. Við náðum samt alveg sex mánuðum eða eitthvað“ sagði Nanna Bryndís Hilmarsdóttir í viðtali hjá Ívari Guðmunds á Bylgjunni í dag. Hljómsveitin hafði heimsótt Ameríku, Evrópu og Asíu áður en heimsfaraldurinn fór af stað. Þau gerðu auðvitað ráð fyrir að komast fljótlega aftur af stað á tónleikaferðalagið en það fór þó ekki þannig. „Svo erum við bara búin að vera á Íslandi,“ segir Ragnar Þórhallsson. „Það var eitthvað næs við að koma heim og vera bara á Íslandi og fá aðeins tíma. Við erum alltaf á flakki.“ Ragnar segir að það hafi verið gott að stoppa og líta aðeins til baka. Eins og við sögðum frá hér á Vísi er hljómsveitin að gefa út afmælisútgáfu af sinni fyrstu breiðskífu, í tilefni að því að tíu ár eru liðin frá útgáfunni. Á plötunni má finna tvö áður óútgefin lög. „Þetta eru lög sem eru búin að vera með okkur síðan áður en við gerðum fyrstu plötuna, við tókum þátt í Músíktilraunum með þessum lögum“ útskýrir Ragnar. Hljómsveitin vinnur nú að nýrri plötu og stefnir á að fara í upptökuver á næsta ári. „Við erum ekki alveg í dvala.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þar tala þau meðal annars um upphafið, afmælisplötuna og tónleikaröðina í næstu viku. Tónlist Bylgjan Músíktilraunir Tengdar fréttir Gefa út afmælisútgáfu af fyrstu plötunni með tveimur aukalögum Það eru liðin tíu ár síðan Of Monsters and Men sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, My Head Is an Animal. Af því tilefni er komin út sérstök afmælisútgáfa af plötunni. 2. nóvember 2021 16:31 Of Monsters and Men heldur afmælistónleika á Íslandi Hljómsveitin Of Monsters and Men mun fagna 10 ára afmæli plötunnar My Head is an Animal með tónleikum í Gamla bíó í næsta mánuði. Þá mun hljómsveitin einnig gefa út sérstaka afmælisútgáfu plötunnar. 12. október 2021 11:22 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Við vorum að ferðast með þriðju plötuna okkar. Við náðum samt alveg sex mánuðum eða eitthvað“ sagði Nanna Bryndís Hilmarsdóttir í viðtali hjá Ívari Guðmunds á Bylgjunni í dag. Hljómsveitin hafði heimsótt Ameríku, Evrópu og Asíu áður en heimsfaraldurinn fór af stað. Þau gerðu auðvitað ráð fyrir að komast fljótlega aftur af stað á tónleikaferðalagið en það fór þó ekki þannig. „Svo erum við bara búin að vera á Íslandi,“ segir Ragnar Þórhallsson. „Það var eitthvað næs við að koma heim og vera bara á Íslandi og fá aðeins tíma. Við erum alltaf á flakki.“ Ragnar segir að það hafi verið gott að stoppa og líta aðeins til baka. Eins og við sögðum frá hér á Vísi er hljómsveitin að gefa út afmælisútgáfu af sinni fyrstu breiðskífu, í tilefni að því að tíu ár eru liðin frá útgáfunni. Á plötunni má finna tvö áður óútgefin lög. „Þetta eru lög sem eru búin að vera með okkur síðan áður en við gerðum fyrstu plötuna, við tókum þátt í Músíktilraunum með þessum lögum“ útskýrir Ragnar. Hljómsveitin vinnur nú að nýrri plötu og stefnir á að fara í upptökuver á næsta ári. „Við erum ekki alveg í dvala.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þar tala þau meðal annars um upphafið, afmælisplötuna og tónleikaröðina í næstu viku.
Tónlist Bylgjan Músíktilraunir Tengdar fréttir Gefa út afmælisútgáfu af fyrstu plötunni með tveimur aukalögum Það eru liðin tíu ár síðan Of Monsters and Men sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, My Head Is an Animal. Af því tilefni er komin út sérstök afmælisútgáfa af plötunni. 2. nóvember 2021 16:31 Of Monsters and Men heldur afmælistónleika á Íslandi Hljómsveitin Of Monsters and Men mun fagna 10 ára afmæli plötunnar My Head is an Animal með tónleikum í Gamla bíó í næsta mánuði. Þá mun hljómsveitin einnig gefa út sérstaka afmælisútgáfu plötunnar. 12. október 2021 11:22 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Gefa út afmælisútgáfu af fyrstu plötunni með tveimur aukalögum Það eru liðin tíu ár síðan Of Monsters and Men sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, My Head Is an Animal. Af því tilefni er komin út sérstök afmælisútgáfa af plötunni. 2. nóvember 2021 16:31
Of Monsters and Men heldur afmælistónleika á Íslandi Hljómsveitin Of Monsters and Men mun fagna 10 ára afmæli plötunnar My Head is an Animal með tónleikum í Gamla bíó í næsta mánuði. Þá mun hljómsveitin einnig gefa út sérstaka afmælisútgáfu plötunnar. 12. október 2021 11:22
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög