GDRN, fullu nafni Guðrún Eyfjörð , tilkynnti á Instagram að hún gæti því miður ekki spilað á Iceland Airwaves á laugardag þar sem hún hefði greinst með Covid.
„Mér þykir ofboðslega sárt að geta ekki verið með því ég hef verið svo spennt að fá að spila aftur fyrir ykkur, en vona að ég fái að sjá ykkur á næsta ári.“
Hátt í hundrað einstaklingar greinast nú smitaðir á dag hér á landi. 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 938 eru í einangrun og 1.195 í sóttkví. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í morgun liggja sextán sjúklingar á Landspítala með Covid-19, þar af eitt ungbarn. Fjórir eru á gjörgæslu og þrír í öndunarvél.
