Atlantsolíu bannað að fullyrða um „cheapest gas stop“ Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2021 14:25 Heildarniðurstaða Neytendastofu var að fullyrðingar Atlantsolíu væru villandi. Getty/Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur bannað tvær fullyrðingar sem notaðar hafa verið í auglýsingum Atlantsolíu þar sem þær eru taldar vera villandi. Fullyrðingarnar sem um ræðir eru annars vegar „cheapest gas stop“ og hins vegar „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“. Í ákvörðun Neytendastofu segir að ábending um fullyrðingarnar hafi borist frá neytendum. Í bréfi stofnunarinnar til Atlantsolíu í ágúst síðastliðinn hafi komið fram að félagið hafi auglýst á flettiskilti við Reykjanesbraut við Innri-Njarðvík þar sem fram kæmi textinn „cheapest gas stop.“ Hin fullyrðingin hafi birst á heimasíðu. Auglýsing Atlantsolíu fór framhjá Atlantsolíu Í svörum Atlantsolíu um „cheapest gas stop“ kom fram að félaginu hafi verið ókunnugt um birtingartíma fullyrðingarinnar og því mögulega með lægsta verðið á þeim tíma. „Í öðru lagi hafi auglýsingin, sem hafði verið unnin af auglýsingastofu, farið framhjá félaginu. Þá geti verið, að í vinnu auglýsingastofunnar, hafi þýðing skolast til og gleymst að vísa til lággjaldastöðva félagsins. Í þriðja lagi hafi félagið ekki haft ásetning til að vera með rangar staðhæfingar og tekið auglýsinguna niður þegar erindi Neytendastofu barst. Varðandi fullyrðingu um „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“ tiltók félagið þrjú atriði. Í fyrsta lagi að fullyrðingin hafi aðeins birst á heimasíðu félagsins. Í öðru lagi að félagið hafi talið það augljóst af auglýsingunni að Atlantsolía byði sitt eigið lægsta verð á þessum tilteknu staðsetningum. Í þriðja og seinasta lagi hafi textinn verið fjarlægður og enginn ásetningur hafi verið til staðar um að vera með rangar eða villandi fullyrðingar,“ segir í ákvörðuninni. Villandi fullyrðingar Neytendastofa taldi fullyrðingarnar villandi og grundvallaðist sú niðurstaða á tveimur sjónarmiðum. „Í fyrsta lagi að ekki voru lögð fram gögn sem sönnuðu fullyrðinguna „cheapest gas stop.“ Í öðru lagi að ekki var fallist á að augljóst væri að með fullyrðingunni „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“ væri einungis átt við eigin verð Atlantsolíu.“ Heildarniðurstaða Neytendastofu var því að fullyrðingarnar væru villandi, en félagið brást strax við bréfum Neytendastofu og tók fullyrðingarnar úr birtingu áður en ákvörðun var tekin í málinu. Því taldi Neytendastofa ekki tilefni til frekari aðgerða. Bensín og olía Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Í ákvörðun Neytendastofu segir að ábending um fullyrðingarnar hafi borist frá neytendum. Í bréfi stofnunarinnar til Atlantsolíu í ágúst síðastliðinn hafi komið fram að félagið hafi auglýst á flettiskilti við Reykjanesbraut við Innri-Njarðvík þar sem fram kæmi textinn „cheapest gas stop.“ Hin fullyrðingin hafi birst á heimasíðu. Auglýsing Atlantsolíu fór framhjá Atlantsolíu Í svörum Atlantsolíu um „cheapest gas stop“ kom fram að félaginu hafi verið ókunnugt um birtingartíma fullyrðingarinnar og því mögulega með lægsta verðið á þeim tíma. „Í öðru lagi hafi auglýsingin, sem hafði verið unnin af auglýsingastofu, farið framhjá félaginu. Þá geti verið, að í vinnu auglýsingastofunnar, hafi þýðing skolast til og gleymst að vísa til lággjaldastöðva félagsins. Í þriðja lagi hafi félagið ekki haft ásetning til að vera með rangar staðhæfingar og tekið auglýsinguna niður þegar erindi Neytendastofu barst. Varðandi fullyrðingu um „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“ tiltók félagið þrjú atriði. Í fyrsta lagi að fullyrðingin hafi aðeins birst á heimasíðu félagsins. Í öðru lagi að félagið hafi talið það augljóst af auglýsingunni að Atlantsolía byði sitt eigið lægsta verð á þessum tilteknu staðsetningum. Í þriðja og seinasta lagi hafi textinn verið fjarlægður og enginn ásetningur hafi verið til staðar um að vera með rangar eða villandi fullyrðingar,“ segir í ákvörðuninni. Villandi fullyrðingar Neytendastofa taldi fullyrðingarnar villandi og grundvallaðist sú niðurstaða á tveimur sjónarmiðum. „Í fyrsta lagi að ekki voru lögð fram gögn sem sönnuðu fullyrðinguna „cheapest gas stop.“ Í öðru lagi að ekki var fallist á að augljóst væri að með fullyrðingunni „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“ væri einungis átt við eigin verð Atlantsolíu.“ Heildarniðurstaða Neytendastofu var því að fullyrðingarnar væru villandi, en félagið brást strax við bréfum Neytendastofu og tók fullyrðingarnar úr birtingu áður en ákvörðun var tekin í málinu. Því taldi Neytendastofa ekki tilefni til frekari aðgerða.
Bensín og olía Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“