Grunar að kuldi gæti valdið fölskum jákvæðum hraðprófum Kjartan Kjartansson skrifar 3. nóvember 2021 20:29 Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Aðsend Borið hefur á því að fólk sem hefur farið í hraðpróf fyrir Covid-19 á Selfossi fái falska jákvæða niðurstöðu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir getgátur um að kuldi á sýnatökustað gæti verið ástæðan. Mikið álag hefur verið á heilbrigðisstofnunina undanfarna daga þar sem margir eru í sóttkví eftir að smit greindust í skólum á svæðinu. Langar bílaraðir hafa myndast fyrir utan bílakjallara Krónunnar á Selfossi þar sem sýnataka fer fram. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segist hafa áhyggjur af fölskum jákvæðum niðurstöðum úr hraðprófum. Nokkuð sé um að þeir sem greinast smitaðir af Covid-19 í hraðprófi fái svo neikvæða niðurstöðu í nákvæmara PCR-prófi. Starfsfólk stofnunarinnar hafi tilgátur um að of kalt hafi verið í bílakjallaranum fyrir hraðprófin. „Það eru ákveðnar leiðbeiningar um að það megi ekki fara niður fyrir ákveðið hitastig en í gær held ég að það hafi bara verið ekki meira en fjórar gráður þarna í kjallaranum. Við erum með getgátur um að þetta gæti verið ástæðan,“ sagði Díana í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Brugðist hefur verið við með því að útvega tíu feta langan gám fyrir sýnatökuna sem verður komið fyrir í Krónukjallaranum í hádeginu á morgun. Þar á að vera hægt að halda stofuhita. Díana sagðist ekki hafa tölur um hversu algengt það væri að fólk fengi falska jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi. Í hennar huga væri þó betra að prófin gæfu falska jákvæða niðurstöðu en falska neikvæða. „Fólk færi svo bara út í samfélagið og væri með Covid. Þó að það sé ekki gott þegar prófin eru ekki næm þá er í raun betra að það sé í þessa átt heldur en hina áttina,“ sagði hún. Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Mikið álag hefur verið á heilbrigðisstofnunina undanfarna daga þar sem margir eru í sóttkví eftir að smit greindust í skólum á svæðinu. Langar bílaraðir hafa myndast fyrir utan bílakjallara Krónunnar á Selfossi þar sem sýnataka fer fram. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segist hafa áhyggjur af fölskum jákvæðum niðurstöðum úr hraðprófum. Nokkuð sé um að þeir sem greinast smitaðir af Covid-19 í hraðprófi fái svo neikvæða niðurstöðu í nákvæmara PCR-prófi. Starfsfólk stofnunarinnar hafi tilgátur um að of kalt hafi verið í bílakjallaranum fyrir hraðprófin. „Það eru ákveðnar leiðbeiningar um að það megi ekki fara niður fyrir ákveðið hitastig en í gær held ég að það hafi bara verið ekki meira en fjórar gráður þarna í kjallaranum. Við erum með getgátur um að þetta gæti verið ástæðan,“ sagði Díana í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Brugðist hefur verið við með því að útvega tíu feta langan gám fyrir sýnatökuna sem verður komið fyrir í Krónukjallaranum í hádeginu á morgun. Þar á að vera hægt að halda stofuhita. Díana sagðist ekki hafa tölur um hversu algengt það væri að fólk fengi falska jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi. Í hennar huga væri þó betra að prófin gæfu falska jákvæða niðurstöðu en falska neikvæða. „Fólk færi svo bara út í samfélagið og væri með Covid. Þó að það sé ekki gott þegar prófin eru ekki næm þá er í raun betra að það sé í þessa átt heldur en hina áttina,“ sagði hún.
Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira