„Datt ekki í hug að þetta myndi gerast aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2021 08:00 Pétur Theodór Árnason átti magnað sumar með Gróttu í Lengjudeildinni. Svo gott að Breiðablik keypti hann og bauð honum þriggja ára samning. vísir/vilhelm „Mig langar að halda áfram,“ segir framherjinn Pétur Theodór Árnason. Hann var rétt búinn að æfa með Breiðabliki í viku þegar hann varð fyrir enn einu áfallinu á sínum ferli. Pétur, sem er 26 ára Seltirningur, sleit krossband í hné á æfingu Blika á mánudaginn. Þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem Pétur slítur krossband í sama hné. „Þetta er ótrúlega mikið sjokk. Ég var nánast hættur að hugsa um þennan möguleika og datt ekki í hug að þetta myndi gerast aftur. Þegar þetta gerðist var verkurinn mjög mikill en maður var samt að hugsa um eitthvað allt annað en þann verk,“ segir Pétur. Pétur skoraði 23 mörk í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og var nálægt því að setja markamet í deildinni. Eftir að hafa spilað með Gróttu allan sinn feril, fyrir utan nokkra leiki með Kríu eftir að hann sleit krossband tvisvar 2013 og 2014, var hins vegar komið að því að fara í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar og Evrópuleiki með Breiðabliki næsta sumar. Á því verður bið. Aldrei í betra líkamlegu standi „Ég held að ég hafi aldrei verið í betra líkamlegu standi en núna þannig að þetta kemur bara mjög mikið á óvart. Ég var virkilega spenntur fyrir þessu verkefni hjá Breiðabliki og það er grautfúlt að byrja þetta svona,“ segir Pétur og bætir við: „Ég var strax handviss um að þetta yrði niðurstaðan þegar ég meiddist. Ég fer svo í aðgerð eftir um þrjár vikur, þegar bólga í hnénu er farin. Læknirinn sagði að ég yrði svo í minnsta lagi níu mánuði að jafna mig.“ Pétur lék með Gróttu í Pepsi Max-deildinni sumarið 2020 eftir að hafa afar óvænt komist með liðinu upp í efstu deild ári fyrr.vísir/hag Og Pétur segir meiðslin enn alvarlegri en ella þar sem um endurtekið efni sé að ræða: „Læknirinn sagði já að þetta yrði ekkert betra. Það er mjög erfitt þegar þetta er að gerast í þriðja skipti og það gæti hægt á endurkomunni, en það er mjög misjafnt.“ Langar að komast út úr þessu þó að það verði erfitt Pétur segist fá góðan stuðning frá þjálfarateymi og öðrum hjá Breiðabliki en aðalþjálfarann, Óskar Hrafn Þorvaldsson, þekkir Pétur vel frá því hjá Gróttu. „Ég fæ eitthvað prógramm svo ég geti mætt og sinnt mínum æfingum, og svo verðum við bara að sjá hvað gerist. Ég fæ mjög mikinn stuðning frá öllum; sjúkraþjálfaranum, Óskari og öllum í þjálfarateyminu, svo ég er í mjög góðum málum,“ segir Pétur. En kemur það til greina að takkaskórnir fari á hilluna? „Þetta er allt nýbúið að gerast en nei, í raun ekki. Mig langar að halda áfram. Ég er samningsbundinn og langar að spila fyrir Breiðablik, og að komast út úr þessu þó að það verði erfitt.“ Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Pétur, sem er 26 ára Seltirningur, sleit krossband í hné á æfingu Blika á mánudaginn. Þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem Pétur slítur krossband í sama hné. „Þetta er ótrúlega mikið sjokk. Ég var nánast hættur að hugsa um þennan möguleika og datt ekki í hug að þetta myndi gerast aftur. Þegar þetta gerðist var verkurinn mjög mikill en maður var samt að hugsa um eitthvað allt annað en þann verk,“ segir Pétur. Pétur skoraði 23 mörk í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og var nálægt því að setja markamet í deildinni. Eftir að hafa spilað með Gróttu allan sinn feril, fyrir utan nokkra leiki með Kríu eftir að hann sleit krossband tvisvar 2013 og 2014, var hins vegar komið að því að fara í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar og Evrópuleiki með Breiðabliki næsta sumar. Á því verður bið. Aldrei í betra líkamlegu standi „Ég held að ég hafi aldrei verið í betra líkamlegu standi en núna þannig að þetta kemur bara mjög mikið á óvart. Ég var virkilega spenntur fyrir þessu verkefni hjá Breiðabliki og það er grautfúlt að byrja þetta svona,“ segir Pétur og bætir við: „Ég var strax handviss um að þetta yrði niðurstaðan þegar ég meiddist. Ég fer svo í aðgerð eftir um þrjár vikur, þegar bólga í hnénu er farin. Læknirinn sagði að ég yrði svo í minnsta lagi níu mánuði að jafna mig.“ Pétur lék með Gróttu í Pepsi Max-deildinni sumarið 2020 eftir að hafa afar óvænt komist með liðinu upp í efstu deild ári fyrr.vísir/hag Og Pétur segir meiðslin enn alvarlegri en ella þar sem um endurtekið efni sé að ræða: „Læknirinn sagði já að þetta yrði ekkert betra. Það er mjög erfitt þegar þetta er að gerast í þriðja skipti og það gæti hægt á endurkomunni, en það er mjög misjafnt.“ Langar að komast út úr þessu þó að það verði erfitt Pétur segist fá góðan stuðning frá þjálfarateymi og öðrum hjá Breiðabliki en aðalþjálfarann, Óskar Hrafn Þorvaldsson, þekkir Pétur vel frá því hjá Gróttu. „Ég fæ eitthvað prógramm svo ég geti mætt og sinnt mínum æfingum, og svo verðum við bara að sjá hvað gerist. Ég fæ mjög mikinn stuðning frá öllum; sjúkraþjálfaranum, Óskari og öllum í þjálfarateyminu, svo ég er í mjög góðum málum,“ segir Pétur. En kemur það til greina að takkaskórnir fari á hilluna? „Þetta er allt nýbúið að gerast en nei, í raun ekki. Mig langar að halda áfram. Ég er samningsbundinn og langar að spila fyrir Breiðablik, og að komast út úr þessu þó að það verði erfitt.“
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira