„Datt ekki í hug að þetta myndi gerast aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2021 08:00 Pétur Theodór Árnason átti magnað sumar með Gróttu í Lengjudeildinni. Svo gott að Breiðablik keypti hann og bauð honum þriggja ára samning. vísir/vilhelm „Mig langar að halda áfram,“ segir framherjinn Pétur Theodór Árnason. Hann var rétt búinn að æfa með Breiðabliki í viku þegar hann varð fyrir enn einu áfallinu á sínum ferli. Pétur, sem er 26 ára Seltirningur, sleit krossband í hné á æfingu Blika á mánudaginn. Þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem Pétur slítur krossband í sama hné. „Þetta er ótrúlega mikið sjokk. Ég var nánast hættur að hugsa um þennan möguleika og datt ekki í hug að þetta myndi gerast aftur. Þegar þetta gerðist var verkurinn mjög mikill en maður var samt að hugsa um eitthvað allt annað en þann verk,“ segir Pétur. Pétur skoraði 23 mörk í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og var nálægt því að setja markamet í deildinni. Eftir að hafa spilað með Gróttu allan sinn feril, fyrir utan nokkra leiki með Kríu eftir að hann sleit krossband tvisvar 2013 og 2014, var hins vegar komið að því að fara í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar og Evrópuleiki með Breiðabliki næsta sumar. Á því verður bið. Aldrei í betra líkamlegu standi „Ég held að ég hafi aldrei verið í betra líkamlegu standi en núna þannig að þetta kemur bara mjög mikið á óvart. Ég var virkilega spenntur fyrir þessu verkefni hjá Breiðabliki og það er grautfúlt að byrja þetta svona,“ segir Pétur og bætir við: „Ég var strax handviss um að þetta yrði niðurstaðan þegar ég meiddist. Ég fer svo í aðgerð eftir um þrjár vikur, þegar bólga í hnénu er farin. Læknirinn sagði að ég yrði svo í minnsta lagi níu mánuði að jafna mig.“ Pétur lék með Gróttu í Pepsi Max-deildinni sumarið 2020 eftir að hafa afar óvænt komist með liðinu upp í efstu deild ári fyrr.vísir/hag Og Pétur segir meiðslin enn alvarlegri en ella þar sem um endurtekið efni sé að ræða: „Læknirinn sagði já að þetta yrði ekkert betra. Það er mjög erfitt þegar þetta er að gerast í þriðja skipti og það gæti hægt á endurkomunni, en það er mjög misjafnt.“ Langar að komast út úr þessu þó að það verði erfitt Pétur segist fá góðan stuðning frá þjálfarateymi og öðrum hjá Breiðabliki en aðalþjálfarann, Óskar Hrafn Þorvaldsson, þekkir Pétur vel frá því hjá Gróttu. „Ég fæ eitthvað prógramm svo ég geti mætt og sinnt mínum æfingum, og svo verðum við bara að sjá hvað gerist. Ég fæ mjög mikinn stuðning frá öllum; sjúkraþjálfaranum, Óskari og öllum í þjálfarateyminu, svo ég er í mjög góðum málum,“ segir Pétur. En kemur það til greina að takkaskórnir fari á hilluna? „Þetta er allt nýbúið að gerast en nei, í raun ekki. Mig langar að halda áfram. Ég er samningsbundinn og langar að spila fyrir Breiðablik, og að komast út úr þessu þó að það verði erfitt.“ Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Pétur, sem er 26 ára Seltirningur, sleit krossband í hné á æfingu Blika á mánudaginn. Þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem Pétur slítur krossband í sama hné. „Þetta er ótrúlega mikið sjokk. Ég var nánast hættur að hugsa um þennan möguleika og datt ekki í hug að þetta myndi gerast aftur. Þegar þetta gerðist var verkurinn mjög mikill en maður var samt að hugsa um eitthvað allt annað en þann verk,“ segir Pétur. Pétur skoraði 23 mörk í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og var nálægt því að setja markamet í deildinni. Eftir að hafa spilað með Gróttu allan sinn feril, fyrir utan nokkra leiki með Kríu eftir að hann sleit krossband tvisvar 2013 og 2014, var hins vegar komið að því að fara í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar og Evrópuleiki með Breiðabliki næsta sumar. Á því verður bið. Aldrei í betra líkamlegu standi „Ég held að ég hafi aldrei verið í betra líkamlegu standi en núna þannig að þetta kemur bara mjög mikið á óvart. Ég var virkilega spenntur fyrir þessu verkefni hjá Breiðabliki og það er grautfúlt að byrja þetta svona,“ segir Pétur og bætir við: „Ég var strax handviss um að þetta yrði niðurstaðan þegar ég meiddist. Ég fer svo í aðgerð eftir um þrjár vikur, þegar bólga í hnénu er farin. Læknirinn sagði að ég yrði svo í minnsta lagi níu mánuði að jafna mig.“ Pétur lék með Gróttu í Pepsi Max-deildinni sumarið 2020 eftir að hafa afar óvænt komist með liðinu upp í efstu deild ári fyrr.vísir/hag Og Pétur segir meiðslin enn alvarlegri en ella þar sem um endurtekið efni sé að ræða: „Læknirinn sagði já að þetta yrði ekkert betra. Það er mjög erfitt þegar þetta er að gerast í þriðja skipti og það gæti hægt á endurkomunni, en það er mjög misjafnt.“ Langar að komast út úr þessu þó að það verði erfitt Pétur segist fá góðan stuðning frá þjálfarateymi og öðrum hjá Breiðabliki en aðalþjálfarann, Óskar Hrafn Þorvaldsson, þekkir Pétur vel frá því hjá Gróttu. „Ég fæ eitthvað prógramm svo ég geti mætt og sinnt mínum æfingum, og svo verðum við bara að sjá hvað gerist. Ég fæ mjög mikinn stuðning frá öllum; sjúkraþjálfaranum, Óskari og öllum í þjálfarateyminu, svo ég er í mjög góðum málum,“ segir Pétur. En kemur það til greina að takkaskórnir fari á hilluna? „Þetta er allt nýbúið að gerast en nei, í raun ekki. Mig langar að halda áfram. Ég er samningsbundinn og langar að spila fyrir Breiðablik, og að komast út úr þessu þó að það verði erfitt.“
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira