„Ég er ekki tilbúin til að smitast. Ég vil frekar halda jól með fjölskyldunni“ Þorgils Jónsson skrifar 4. nóvember 2021 21:30 Viðmælendur fréttastofu á Akranesi segjast skilja að þar þurfi að herða á ráðstöfnunum vegna Covid-bylgju þar í bæ. Mynd/Stöð2 Skagamenn og -konur virðast taka sprengingu í Covid-tilfellum í bænum með stóískri ró og æðruleysi ef marka má bæjarbúa sem fréttastofa hitti á förnum vegi í dag. Eins og fram hefur komið í fréttum greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. Fæstir viðmælenda eru sérlega spenntir fyrir hertari aðgerðum, en átta sig á nauðsyn þeirra. „Það er ekkert gott að það sé skellt í lás, en þetta er nauðsynlegt“, sagði Pétur Jóhannsson og bætti við að Íslendingar væru alltof kærulausir. „Ég er nýkominn frá Spáni og þar er fólk að pæla miklu, miklu meira í Covid en hér.“ Klippa: Viðtal við Skagafólk Jón Gunnar Ingibergsson sagði allir bæjarbúar þekktu einhvern sem væri smitaður eða í sóttkví, en fólk viti hvað þurfi að gera. „Það er leiðinlegt að fara aftur í gamla ástandið, en það er eitthvað sem þarf að gera. Græja þetta. Koma lífinu á réttan kjöl aftur.“ „Ég er allavegana sátt við það að það sé skellt í lás,“ sagði Fjóla Guðmundsdóttir, en dóttir hennar er á sjúkrahúsi með Covid. „Ég er ekki tilbúin til að smitast. Ég vil frekar halda jól með fjölskyldunni.“ Framhaldsskólanemarnir Fjölnir Jóhannesson og Karl Þórir Þórsson tóku fréttum um lokun skóla með besta móti. „Ég fæ að vera heima. Það er næs“, sagði Fjölnir og Karl Þórir bætti við „Fótboltaæfingar falla niður, en annars er þetta magnað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Tengdar fréttir „Mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður“ Smituðum einstaklingum fjölgar nú hratt á Akranesi og hefur bæjaráð gripið til þess ráðs að fella niður alla starfsemi í skólum á morgun. Lágmarksstarfsemi verður á öðrum stofnunum bæjarins. Bæjarstjóri segir að um sé að ræða nauðsynlega aðgerð. 4. nóvember 2021 12:15 Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær að því er Lögreglan á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fréttum greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. Fæstir viðmælenda eru sérlega spenntir fyrir hertari aðgerðum, en átta sig á nauðsyn þeirra. „Það er ekkert gott að það sé skellt í lás, en þetta er nauðsynlegt“, sagði Pétur Jóhannsson og bætti við að Íslendingar væru alltof kærulausir. „Ég er nýkominn frá Spáni og þar er fólk að pæla miklu, miklu meira í Covid en hér.“ Klippa: Viðtal við Skagafólk Jón Gunnar Ingibergsson sagði allir bæjarbúar þekktu einhvern sem væri smitaður eða í sóttkví, en fólk viti hvað þurfi að gera. „Það er leiðinlegt að fara aftur í gamla ástandið, en það er eitthvað sem þarf að gera. Græja þetta. Koma lífinu á réttan kjöl aftur.“ „Ég er allavegana sátt við það að það sé skellt í lás,“ sagði Fjóla Guðmundsdóttir, en dóttir hennar er á sjúkrahúsi með Covid. „Ég er ekki tilbúin til að smitast. Ég vil frekar halda jól með fjölskyldunni.“ Framhaldsskólanemarnir Fjölnir Jóhannesson og Karl Þórir Þórsson tóku fréttum um lokun skóla með besta móti. „Ég fæ að vera heima. Það er næs“, sagði Fjölnir og Karl Þórir bætti við „Fótboltaæfingar falla niður, en annars er þetta magnað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Tengdar fréttir „Mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður“ Smituðum einstaklingum fjölgar nú hratt á Akranesi og hefur bæjaráð gripið til þess ráðs að fella niður alla starfsemi í skólum á morgun. Lágmarksstarfsemi verður á öðrum stofnunum bæjarins. Bæjarstjóri segir að um sé að ræða nauðsynlega aðgerð. 4. nóvember 2021 12:15 Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær að því er Lögreglan á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
„Mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður“ Smituðum einstaklingum fjölgar nú hratt á Akranesi og hefur bæjaráð gripið til þess ráðs að fella niður alla starfsemi í skólum á morgun. Lágmarksstarfsemi verður á öðrum stofnunum bæjarins. Bæjarstjóri segir að um sé að ræða nauðsynlega aðgerð. 4. nóvember 2021 12:15
Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær að því er Lögreglan á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51