Ætlaði að hætta eftir leikinn gegn Englandi: „Fór að hágrenja í klefanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2021 13:31 Hannes Þór Halldórsson lék sinn síðasta landsleik í september. vísir/vilhelm Hannes Þór Halldórsson ætlaði að hætta með landsliðinu síðasta haust. Hann ákvað hins vegar að reyna að hjálpa landsliðinu að komast á eitt stórmót í viðbót. Eftir leikinn gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli í september greindi Hannes frá því að hann hefði spilað sinn síðasta landsleik. Hann ætlaði hins vegar að hætta í landsliðinu fyrir ári síðan, eftir að Ísland komst ekki á EM 2020. Mikið hefur gengið á í kringum íslenska landsliðið að undanförnu vegna ásakana um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna þess. Hannes hefði að sjálfsögðu kosið að hætta við aðrar aðstæður, en hann hefði hætt sama hvernig staðan hefði verið. „Auðvitað hefði ég viljað að þetta hefði verið öðruvísi. Ég held að allir séu sammála um það. Þetta er mjög leiðinlegt staða sem er komin upp og vond. Ef maður hefði teiknað það upp hefði það verið allt annað. En þessi staða er komin upp og var komin upp þarna og ég gat engu breytt um það,“ sagði Hannes. „Þannig að mér fannst minn tími vera kominn með landsliðinu og ég held að það hefði gerst hvort sem allt hefði verið frábært eða eins og þetta var þarna.“ Hannes var nánast búinn að ákveða í landsliðinu síðasta haust. Hann beygði nánast af í viðtali eftir leikinn gegn Englandi á Wembley í Þjóðadeildinni sem honum fannst líklegt að yrði hans síðasti landsleikur. „Ég var næstum því búinn að taka þá ákvörðun að hætta eftir að duttum út á móti Ungverjum í umspilinu á hræðilegan hátt. Svo spiluðum við tvo leiki í viðbót. Ég kom inn á móti Englendingum og spilaði þar minn 74. landsleik sem þýddi að ég jafnaði landsleikjamet Birkis Kristinssonar, vinar míns. Ég hafði horft á það sem markmið lengi og gat alveg sætt mig við að það væri fínt enda fór ég að grenja eftir viðtalið og hélt að þetta væri búið. Ég fór aðeins að gráta í þessu viðtali og fór svo að hágrenja inni í klefanum eftir leik. Ég réði ekki við mig,“ sagði Hannes en umrætt viðtal má sjá hér fyrir neðan. Hann ákvað hins vegar að taka enn einn slaginn með landsliðinu eftir að dregið var í riðla fyrir undankeppni HM enda möguleikarnir á að komast á þriðja stórmótið góðir. „Maður sá að þetta var riðill þar sem við áttum að taka 2. sætið í. Það voru allir enn með. Þjálfararnir heyrðu í mér og ég ætlaði ekki að sitja heima ef við myndum ná 2. sætinu og komast á HM. Ég ákvað að taka slaginn. Svo þróuðust málin eins og þau þróuðust, bæði innan vallar og utan,“ sagði Hannes. „Miðað við allt fannst mér kominn tími á þetta, á mig. Mér fannst neistinn ekki vera eins mikill og svo eigum við frábæra markverði sem er kominn tími á. Það er óþarfi að hafa mig að þvælast fyrir þeim.“ Hannes lék 77 landsleiki og er leikjahæsti markvörður í sögu íslenska landsliðsins. Hann lék alla leiki Íslands á EM 2016 og HM 2018. HM 2022 í Katar Einkalífið Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Sjá meira
Eftir leikinn gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli í september greindi Hannes frá því að hann hefði spilað sinn síðasta landsleik. Hann ætlaði hins vegar að hætta í landsliðinu fyrir ári síðan, eftir að Ísland komst ekki á EM 2020. Mikið hefur gengið á í kringum íslenska landsliðið að undanförnu vegna ásakana um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna þess. Hannes hefði að sjálfsögðu kosið að hætta við aðrar aðstæður, en hann hefði hætt sama hvernig staðan hefði verið. „Auðvitað hefði ég viljað að þetta hefði verið öðruvísi. Ég held að allir séu sammála um það. Þetta er mjög leiðinlegt staða sem er komin upp og vond. Ef maður hefði teiknað það upp hefði það verið allt annað. En þessi staða er komin upp og var komin upp þarna og ég gat engu breytt um það,“ sagði Hannes. „Þannig að mér fannst minn tími vera kominn með landsliðinu og ég held að það hefði gerst hvort sem allt hefði verið frábært eða eins og þetta var þarna.“ Hannes var nánast búinn að ákveða í landsliðinu síðasta haust. Hann beygði nánast af í viðtali eftir leikinn gegn Englandi á Wembley í Þjóðadeildinni sem honum fannst líklegt að yrði hans síðasti landsleikur. „Ég var næstum því búinn að taka þá ákvörðun að hætta eftir að duttum út á móti Ungverjum í umspilinu á hræðilegan hátt. Svo spiluðum við tvo leiki í viðbót. Ég kom inn á móti Englendingum og spilaði þar minn 74. landsleik sem þýddi að ég jafnaði landsleikjamet Birkis Kristinssonar, vinar míns. Ég hafði horft á það sem markmið lengi og gat alveg sætt mig við að það væri fínt enda fór ég að grenja eftir viðtalið og hélt að þetta væri búið. Ég fór aðeins að gráta í þessu viðtali og fór svo að hágrenja inni í klefanum eftir leik. Ég réði ekki við mig,“ sagði Hannes en umrætt viðtal má sjá hér fyrir neðan. Hann ákvað hins vegar að taka enn einn slaginn með landsliðinu eftir að dregið var í riðla fyrir undankeppni HM enda möguleikarnir á að komast á þriðja stórmótið góðir. „Maður sá að þetta var riðill þar sem við áttum að taka 2. sætið í. Það voru allir enn með. Þjálfararnir heyrðu í mér og ég ætlaði ekki að sitja heima ef við myndum ná 2. sætinu og komast á HM. Ég ákvað að taka slaginn. Svo þróuðust málin eins og þau þróuðust, bæði innan vallar og utan,“ sagði Hannes. „Miðað við allt fannst mér kominn tími á þetta, á mig. Mér fannst neistinn ekki vera eins mikill og svo eigum við frábæra markverði sem er kominn tími á. Það er óþarfi að hafa mig að þvælast fyrir þeim.“ Hannes lék 77 landsleiki og er leikjahæsti markvörður í sögu íslenska landsliðsins. Hann lék alla leiki Íslands á EM 2016 og HM 2018.
HM 2022 í Katar Einkalífið Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Sjá meira