Ræningi fjögurra ára stúlku færður í hámarksöryggisfangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 11:02 Lögreglumenn að störfum við húsið þar sem Cleo Smith fannst heil á húfi á miðvikudag. AP/Richard Wainwright/AAP Karlmaður sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku, úr tjaldi foreldra hennar fyrir tæpum þremur vikum var færður í hámarksöryggisfangelsi í Perth í Ástralíu í dag. Hann hefur reynt að valda sér skaða í fangelsi. Lögregluþjónar fundu Cleo Smith á heimili 36 ára gamals manns í bænum Carnarvon í Vestur-Ástralíu á miðvikudag. Þá voru átján daga liðnir frá því að hún hvarf af tjaldsvæði í Macleod um hundrað kílómetra norðan við Carnarvon. Dómsmálaráðuneyti Ástralíu greindi frá því í dag að maðurinn hefði verið fluttur í hámarksöryggisfangelsi. Sjónvarpsmyndir sýndu lögreglumenn flytja manninn hlekkjaðan og berfættan úr lögreglubíl í flugvél eftir að hann var handtekinn í Carnarvon á miðvikudag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Maðurinn heitir Terry Kelly og var ákærður fyrir ránið á Cleo í gær. Hann kom stuttlega fyrir dómara í Carnarvon í gær en dómari neitaði honum um lausn gegn tryggingu. Grunsemdir eru sagðar hafa vaknað á meðal nágranna Kelly þegar þeir sáu hann kaupa bleyjur en þeir vissu ekki til þess að hann ætti barn. Kelly er sagður hafa valdið sjálfum sér skaða í fangelsi en að hann sé ekki alvarlega sár. Foreldrar Cleo þökkuðu lögreglu og þeim sem komu að umfangsmikilli leit að dóttur þeirra í dag. Óskuðu þeir eftir því að friðhelgi einkalífs þeirra yrði virt í framhaldinu. Hvarf Cleo vakti gríðarleg athygli í Ástralíu og víða um heim. „Við erum svo þakklát að litla stúlkan okkar sé komin aftur í fangið á okkur og að fjölskyldan sé heil aftur,“ sagði fjölskyldan í yfirlýsingu. AP-fréttastofan hefur eftir Cameron Blaine, einum rannsóknarlögreglumannanna sem fundu Cleo, að hún virðist í ótrúlega góðu jafnvægi eftir ránið. „Ég er viss um að þetta hefur haft áhrif en að sjá hana hegða sér svo eðlilega fyrir fjögurra ára gamla telpu og að njóta samvista litlu systur sinnar og fjölskyldu var gott að sjá,“ segir Blaine sem heimsótti Cleo og fjölskyldu í Carnarvon. Um fimm þúsund manns búa í Carnarvon. Húsið sem Cleo fannst í er í innan við tíu mínútna akstursfjarlægð frá heimili hennar. Kelly er þó ekki sagður hafa þekkt til fjölskyldu Cleo. Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Lögregla segir ákæru væntanlega í máli stúlkunnar sem var numin á brott Lögregluyfivöld í Vestur-Ástralíu gera ráð fyrir að maður sem er grunaður um að hafa numið hina fjögurra ára Cleo Smith á brott frá fjölskyldu sinni og haldið fanginni á heimili sínu í tvær vikur verði ákærður innan tíðar. 4. nóvember 2021 08:14 Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. 2. nóvember 2021 22:03 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Lögregluþjónar fundu Cleo Smith á heimili 36 ára gamals manns í bænum Carnarvon í Vestur-Ástralíu á miðvikudag. Þá voru átján daga liðnir frá því að hún hvarf af tjaldsvæði í Macleod um hundrað kílómetra norðan við Carnarvon. Dómsmálaráðuneyti Ástralíu greindi frá því í dag að maðurinn hefði verið fluttur í hámarksöryggisfangelsi. Sjónvarpsmyndir sýndu lögreglumenn flytja manninn hlekkjaðan og berfættan úr lögreglubíl í flugvél eftir að hann var handtekinn í Carnarvon á miðvikudag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Maðurinn heitir Terry Kelly og var ákærður fyrir ránið á Cleo í gær. Hann kom stuttlega fyrir dómara í Carnarvon í gær en dómari neitaði honum um lausn gegn tryggingu. Grunsemdir eru sagðar hafa vaknað á meðal nágranna Kelly þegar þeir sáu hann kaupa bleyjur en þeir vissu ekki til þess að hann ætti barn. Kelly er sagður hafa valdið sjálfum sér skaða í fangelsi en að hann sé ekki alvarlega sár. Foreldrar Cleo þökkuðu lögreglu og þeim sem komu að umfangsmikilli leit að dóttur þeirra í dag. Óskuðu þeir eftir því að friðhelgi einkalífs þeirra yrði virt í framhaldinu. Hvarf Cleo vakti gríðarleg athygli í Ástralíu og víða um heim. „Við erum svo þakklát að litla stúlkan okkar sé komin aftur í fangið á okkur og að fjölskyldan sé heil aftur,“ sagði fjölskyldan í yfirlýsingu. AP-fréttastofan hefur eftir Cameron Blaine, einum rannsóknarlögreglumannanna sem fundu Cleo, að hún virðist í ótrúlega góðu jafnvægi eftir ránið. „Ég er viss um að þetta hefur haft áhrif en að sjá hana hegða sér svo eðlilega fyrir fjögurra ára gamla telpu og að njóta samvista litlu systur sinnar og fjölskyldu var gott að sjá,“ segir Blaine sem heimsótti Cleo og fjölskyldu í Carnarvon. Um fimm þúsund manns búa í Carnarvon. Húsið sem Cleo fannst í er í innan við tíu mínútna akstursfjarlægð frá heimili hennar. Kelly er þó ekki sagður hafa þekkt til fjölskyldu Cleo.
Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Lögregla segir ákæru væntanlega í máli stúlkunnar sem var numin á brott Lögregluyfivöld í Vestur-Ástralíu gera ráð fyrir að maður sem er grunaður um að hafa numið hina fjögurra ára Cleo Smith á brott frá fjölskyldu sinni og haldið fanginni á heimili sínu í tvær vikur verði ákærður innan tíðar. 4. nóvember 2021 08:14 Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. 2. nóvember 2021 22:03 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Lögregla segir ákæru væntanlega í máli stúlkunnar sem var numin á brott Lögregluyfivöld í Vestur-Ástralíu gera ráð fyrir að maður sem er grunaður um að hafa numið hina fjögurra ára Cleo Smith á brott frá fjölskyldu sinni og haldið fanginni á heimili sínu í tvær vikur verði ákærður innan tíðar. 4. nóvember 2021 08:14
Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. 2. nóvember 2021 22:03