Vilja að allir leikmenn í landsliðum og meistaraflokkum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2021 12:37 Gustað hefur hressilega um KSÍ undanfarnar vikur. vísir/vilhelm Starfshópurinn sem vann að breytingum á vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ leggur til að leikmenn í meistaraflokkum og landsliðum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. Starfshópurinn, sem Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir leiddi, hefur lokið vinnu sinni og skýrsla hans var birt í gær. Í honum eru lagðar fram fjórar tillögur til að breyta vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ. Undir hverri tillögu eru nokkrar leiðir lagðar fram til að ná markmiðinu. Fyrsta tillagan í skýrslu starfshópsins er að uppfæra siðareglur og samninga. Þar skal skýrt kveðið á um ofbeldismál. Hópurinn leggur til fjórar leiðir til að ná því markmiði. Ein þeirra er að leikmannasamningar innihaldi ákvæði varðandi ofbeldisbrot. Hluti af því er að leikmenn meistaraflokka og landsliða skuldbindi sig til að upplýsa um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. Hinar leiðirnar eru í fyrsta lagi að uppfæra siðareglur KSÍ og bæta inn sér grein um ofbeldi í þeim. Í öðru lagi að samningur sem landsliðsfólk skrifi undir taki mið af þeim siðareglum. Og í þriðja lagi að starfsfólk og aðrir sem sinna trúnaðarstörfum fyrir KSÍ skrifi undir siðareglurnar. Leiðirnar til uppfæra siðareglur og samninga þar sem skýrt skal kveðið á um ofbeldismál 1.1. Uppfæra siðareglur KSÍ -Bæta við sér grein um ofbeldi í siðareglurnar og opna kæru- og ábendingaleiðir fyrir öll sem starfa á vettvangi KSÍ varðandi brot á siðareglum 1.2. Samningur fyrir landsliðsfólk sem tekur mið af siðareglum -Starfshópur á vegum ÍSÍ er að skoða gerð slíkra samninga. Knattspyrnusambandið er hvatt eindregið til að nýta slíka samninga þegar þeir verða tilbúnir fyrir sitt landsliðsfólk 1.3. Leikmannasamningar innihalda ákvæði varðandi ofbeldisbrot, m.a. að leikmenn skuldabinda sig til að upplýsa um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota -Á við um samninga leikmanna í meistaraflokkum og landsliðum. 1.4. Starfsfólk og fólk sem sinnir trúnaðarstörfum fyrir KSÍ skrifar undir siðareglur -Setja siðareglur inn í samninga við starfsfólk og þjálfara KSÍ. Öll sem sinna einhverjum trúnaðarstörfum fyrir KSÍ skulu skrifa undir siðareglur þegar þau hefja störf. Einnig skulu þau sem þegar sinna slíkum störfum skrifa undir siðareglur. Lesa má skýrslu starfshópsins með því að smella hér. Starfshópur ÍSÍ skoðar nú gerð samninga sem landsliðsfólk þarf að skrifa undir. Starfshópur KSÍ hvetur eindregið til þess að sambandið nýti slíka samninga þegar þeir eru klárir og að þeir taki mið af siðareglum KSÍ. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Starfshópurinn, sem Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir leiddi, hefur lokið vinnu sinni og skýrsla hans var birt í gær. Í honum eru lagðar fram fjórar tillögur til að breyta vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ. Undir hverri tillögu eru nokkrar leiðir lagðar fram til að ná markmiðinu. Fyrsta tillagan í skýrslu starfshópsins er að uppfæra siðareglur og samninga. Þar skal skýrt kveðið á um ofbeldismál. Hópurinn leggur til fjórar leiðir til að ná því markmiði. Ein þeirra er að leikmannasamningar innihaldi ákvæði varðandi ofbeldisbrot. Hluti af því er að leikmenn meistaraflokka og landsliða skuldbindi sig til að upplýsa um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. Hinar leiðirnar eru í fyrsta lagi að uppfæra siðareglur KSÍ og bæta inn sér grein um ofbeldi í þeim. Í öðru lagi að samningur sem landsliðsfólk skrifi undir taki mið af þeim siðareglum. Og í þriðja lagi að starfsfólk og aðrir sem sinna trúnaðarstörfum fyrir KSÍ skrifi undir siðareglurnar. Leiðirnar til uppfæra siðareglur og samninga þar sem skýrt skal kveðið á um ofbeldismál 1.1. Uppfæra siðareglur KSÍ -Bæta við sér grein um ofbeldi í siðareglurnar og opna kæru- og ábendingaleiðir fyrir öll sem starfa á vettvangi KSÍ varðandi brot á siðareglum 1.2. Samningur fyrir landsliðsfólk sem tekur mið af siðareglum -Starfshópur á vegum ÍSÍ er að skoða gerð slíkra samninga. Knattspyrnusambandið er hvatt eindregið til að nýta slíka samninga þegar þeir verða tilbúnir fyrir sitt landsliðsfólk 1.3. Leikmannasamningar innihalda ákvæði varðandi ofbeldisbrot, m.a. að leikmenn skuldabinda sig til að upplýsa um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota -Á við um samninga leikmanna í meistaraflokkum og landsliðum. 1.4. Starfsfólk og fólk sem sinnir trúnaðarstörfum fyrir KSÍ skrifar undir siðareglur -Setja siðareglur inn í samninga við starfsfólk og þjálfara KSÍ. Öll sem sinna einhverjum trúnaðarstörfum fyrir KSÍ skulu skrifa undir siðareglur þegar þau hefja störf. Einnig skulu þau sem þegar sinna slíkum störfum skrifa undir siðareglur. Lesa má skýrslu starfshópsins með því að smella hér. Starfshópur ÍSÍ skoðar nú gerð samninga sem landsliðsfólk þarf að skrifa undir. Starfshópur KSÍ hvetur eindregið til þess að sambandið nýti slíka samninga þegar þeir eru klárir og að þeir taki mið af siðareglum KSÍ.
1.1. Uppfæra siðareglur KSÍ -Bæta við sér grein um ofbeldi í siðareglurnar og opna kæru- og ábendingaleiðir fyrir öll sem starfa á vettvangi KSÍ varðandi brot á siðareglum 1.2. Samningur fyrir landsliðsfólk sem tekur mið af siðareglum -Starfshópur á vegum ÍSÍ er að skoða gerð slíkra samninga. Knattspyrnusambandið er hvatt eindregið til að nýta slíka samninga þegar þeir verða tilbúnir fyrir sitt landsliðsfólk 1.3. Leikmannasamningar innihalda ákvæði varðandi ofbeldisbrot, m.a. að leikmenn skuldabinda sig til að upplýsa um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota -Á við um samninga leikmanna í meistaraflokkum og landsliðum. 1.4. Starfsfólk og fólk sem sinnir trúnaðarstörfum fyrir KSÍ skrifar undir siðareglur -Setja siðareglur inn í samninga við starfsfólk og þjálfara KSÍ. Öll sem sinna einhverjum trúnaðarstörfum fyrir KSÍ skulu skrifa undir siðareglur þegar þau hefja störf. Einnig skulu þau sem þegar sinna slíkum störfum skrifa undir siðareglur.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira