Beta getur endurtekið afrekið þrátt fyrir áfallið um síðustu helgi Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2021 19:01 Elísabet Gunnarsdóttir náði risastórum áfanga þegar hún kom Kristianstad í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð og nú gæti hún endurtekið leikinn. Mynd/@_OBOSDamallsv Landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir geta kvatt Kristianstad sem „Meistaradeildarlið“ eftir morgundaginn. Til að svo megi verða má ekkert út af bregða. Kristianstad, sem leikið hefur undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur frá árinu 2009, náði sínum besta árangri frá upphafi í fyrra þegar liðið endaði í 3. sæti. Það skilaði liðinu sínum fyrstu leikjum í Meistaradeild Evrópu í sögu félagsins. Nú getur Kristianstad endurtekið leikinn en til þess þarf liðið að vinna Piteå í hádeginu á morgun, í kuldanum norðarlega í Svíþjóð. Þá fer fram lokaumferðin í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård hafa fyrir löngu tryggt sér meistaratitilinn og ljóst er að Häcken, lið Diljár Ýrar Zomers, endar í 2. sæti. Fjögur lið eiga hins vegar enn möguleika á að enda í 3. sæti. Barátta fjögurra liða um sætið Kristianstad er í 3. sætinu þrátt fyrir afar óvænt tap gegn föllnu botnliði Växjö, 1-0, í síðasta leik. Eskilstuna er einnig með 32 stig en með tveimur mörkum verri markatölu en Kristianstad, þökk sé 3-1 tapi Eskilstuna gegn Rosengård á mánudaginn. Eskilstuna á erfiðan leik við Häcken á morgun. Ef að bæði Eskilstuna og Kristianstad tapa mun væntanlega sigurliðið í leik Örebro og Vittsjö, sem sitja í 5. og 6. sæti, ná 3. sætinu. Að keppnistímabilinu loknu mun Sif flytja til Íslands og finna sér hér íslenskt félag til að spila fyrir. Björn Sigurbjörnsson, maður Sifjar, hefur verið aðstoðarþjálfari Kristianstad um árabil en er að taka við Selfossi. Sveindís fer hins vegar til Þýskalands en hún hefur verið á láni hjá Kristianstad frá stórliðinu Wolfsburg á þessu fyrsta ári sínu í atvinnumennsku. Elísabet hefur hins vegar skrifað undir samning um að þjálfa Kristianstad áfram á næsta ári. Sænski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Sjá meira
Kristianstad, sem leikið hefur undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur frá árinu 2009, náði sínum besta árangri frá upphafi í fyrra þegar liðið endaði í 3. sæti. Það skilaði liðinu sínum fyrstu leikjum í Meistaradeild Evrópu í sögu félagsins. Nú getur Kristianstad endurtekið leikinn en til þess þarf liðið að vinna Piteå í hádeginu á morgun, í kuldanum norðarlega í Svíþjóð. Þá fer fram lokaumferðin í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård hafa fyrir löngu tryggt sér meistaratitilinn og ljóst er að Häcken, lið Diljár Ýrar Zomers, endar í 2. sæti. Fjögur lið eiga hins vegar enn möguleika á að enda í 3. sæti. Barátta fjögurra liða um sætið Kristianstad er í 3. sætinu þrátt fyrir afar óvænt tap gegn föllnu botnliði Växjö, 1-0, í síðasta leik. Eskilstuna er einnig með 32 stig en með tveimur mörkum verri markatölu en Kristianstad, þökk sé 3-1 tapi Eskilstuna gegn Rosengård á mánudaginn. Eskilstuna á erfiðan leik við Häcken á morgun. Ef að bæði Eskilstuna og Kristianstad tapa mun væntanlega sigurliðið í leik Örebro og Vittsjö, sem sitja í 5. og 6. sæti, ná 3. sætinu. Að keppnistímabilinu loknu mun Sif flytja til Íslands og finna sér hér íslenskt félag til að spila fyrir. Björn Sigurbjörnsson, maður Sifjar, hefur verið aðstoðarþjálfari Kristianstad um árabil en er að taka við Selfossi. Sveindís fer hins vegar til Þýskalands en hún hefur verið á láni hjá Kristianstad frá stórliðinu Wolfsburg á þessu fyrsta ári sínu í atvinnumennsku. Elísabet hefur hins vegar skrifað undir samning um að þjálfa Kristianstad áfram á næsta ári.
Sænski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Sjá meira