Andstæðingar ríkisstjórnar Eþíópíu fylkja liði Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2021 16:50 Átökin í Eþíópíu er sögðu hafa dreifst út um landið en því hafnar ríkisstjórn Abiy Ahmed. AP/Ben Curtis Her Eþíópíu hefur kallað hermenn sem sest hafa í helgan stein aftur til starfa. Það var gert eftir að hópur fylkinga landsins sem eru andvíg ríkisstjórn Abiy Ahmed, forsætisráðherra, fylktu liði og vilja koma honum frá völdum. Bandalag þetta inniheldur meðal annars Frelsisfylkinguna í Tigray-héraði, sem hefur barist við stjórnarher Eþíópíu í rúmt ár. Aðrar fylkingar eru einnig með vopnaðar sveitir en ekki er víst hve margar og hve fjölmennar þær sveitir eru, samkvæmt frétt Reuters. Á þessu ári sem átökin hafa staðið yfir hafa þau að mestu farið fram í Tigray í norðurhluta Eþíópíu. Þau hafa þó verið að dreifast um landið og hefur ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi. Fregnir hafa borist af uppreisnarmönnum nálgast höfuðborg landsins en ríkisstjórn Abiy Ahmed hefur beðið íbúa Addis Ababa um að skrá byssur sínar og vera tilbúna til að verja heimili sín. Frá því þegar forsvarsmenn níu fylkinga í Eþíópíu tilkynntu bandalag gegn ríkisstjórn landsins í dag.AP/Gemunu Amarasinghe Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sakaði í vikunni allar stríðandi fylkingar í Eþíópíu um ýmis ódæði og mögulega glæpi gegn mannkyninu. Sjá einnig: Sameinuðu þjóðirnar saka allar stríðandi fylkingar um morð og nauðganir Í samtali við Reuters segir einn forsvarsmanna þessa nýja bandalags að markmiðið sé að koma Abiy Ahmed frá völdum og mynda nýja ríkisstjórn og halda kosningar. Þetta þurfi að gerast eins fljótt og mögulegt sé. AP fréttaveitan segir meðlimi bandalagsins einnig vilja verja stjórnarskrá landsins frá 1995 og þá sérstaklega þann hluta hennar þar sem kveðið er á um sjálfsstjórnarrétt héraða Eþíópíu. Átökin í Eþíópíu hófust fyrir ári síðan. Stjórnarher landsins réðst þá til atlögu gegn Frelsisfylkingunni í Tigray, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður þar til Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra landsins árið 2018. Ráðamenn víðsvegar að hafa kallað eftir því að vopnahléi verði komið á í Eþíópu. DW hefur eftir þýskum þingmanni að Eþíópíu sé í hættu á að leysast upp og átökin þar geti haft gífurlegar afleiðingar fyrir alla Afríku. Evrópusambandið er meðal þeirra sem hefur kallað eftir vopnahléi en það hafa Bandaríkin gert einnig. Sérstakur erindreki Bandaríkjanna er í Kampala að reyna að stilla til friðar. Sendiráð Bandaríkjanna hefur beðið bandaríska ríkisborgara um að yfirgefa Eþíópíu hið snarasta. Eþíópía Hernaður Tengdar fréttir Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41 Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Lýsa yfir vopnahléi til að tryggja uppskeruna Stjórnvöld í Tigray héraði í Eþíópíu hafa flúið höfuðborgina Mekelle undan sókn uppreisnarmanna og landstjórnin hefur lýst yfir vopnahléi á svæðinu. 29. júní 2021 06:38 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Bandalag þetta inniheldur meðal annars Frelsisfylkinguna í Tigray-héraði, sem hefur barist við stjórnarher Eþíópíu í rúmt ár. Aðrar fylkingar eru einnig með vopnaðar sveitir en ekki er víst hve margar og hve fjölmennar þær sveitir eru, samkvæmt frétt Reuters. Á þessu ári sem átökin hafa staðið yfir hafa þau að mestu farið fram í Tigray í norðurhluta Eþíópíu. Þau hafa þó verið að dreifast um landið og hefur ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi. Fregnir hafa borist af uppreisnarmönnum nálgast höfuðborg landsins en ríkisstjórn Abiy Ahmed hefur beðið íbúa Addis Ababa um að skrá byssur sínar og vera tilbúna til að verja heimili sín. Frá því þegar forsvarsmenn níu fylkinga í Eþíópíu tilkynntu bandalag gegn ríkisstjórn landsins í dag.AP/Gemunu Amarasinghe Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sakaði í vikunni allar stríðandi fylkingar í Eþíópíu um ýmis ódæði og mögulega glæpi gegn mannkyninu. Sjá einnig: Sameinuðu þjóðirnar saka allar stríðandi fylkingar um morð og nauðganir Í samtali við Reuters segir einn forsvarsmanna þessa nýja bandalags að markmiðið sé að koma Abiy Ahmed frá völdum og mynda nýja ríkisstjórn og halda kosningar. Þetta þurfi að gerast eins fljótt og mögulegt sé. AP fréttaveitan segir meðlimi bandalagsins einnig vilja verja stjórnarskrá landsins frá 1995 og þá sérstaklega þann hluta hennar þar sem kveðið er á um sjálfsstjórnarrétt héraða Eþíópíu. Átökin í Eþíópíu hófust fyrir ári síðan. Stjórnarher landsins réðst þá til atlögu gegn Frelsisfylkingunni í Tigray, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður þar til Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra landsins árið 2018. Ráðamenn víðsvegar að hafa kallað eftir því að vopnahléi verði komið á í Eþíópu. DW hefur eftir þýskum þingmanni að Eþíópíu sé í hættu á að leysast upp og átökin þar geti haft gífurlegar afleiðingar fyrir alla Afríku. Evrópusambandið er meðal þeirra sem hefur kallað eftir vopnahléi en það hafa Bandaríkin gert einnig. Sérstakur erindreki Bandaríkjanna er í Kampala að reyna að stilla til friðar. Sendiráð Bandaríkjanna hefur beðið bandaríska ríkisborgara um að yfirgefa Eþíópíu hið snarasta.
Eþíópía Hernaður Tengdar fréttir Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41 Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Lýsa yfir vopnahléi til að tryggja uppskeruna Stjórnvöld í Tigray héraði í Eþíópíu hafa flúið höfuðborgina Mekelle undan sókn uppreisnarmanna og landstjórnin hefur lýst yfir vopnahléi á svæðinu. 29. júní 2021 06:38 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41
Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20
Lýsa yfir vopnahléi til að tryggja uppskeruna Stjórnvöld í Tigray héraði í Eþíópíu hafa flúið höfuðborgina Mekelle undan sókn uppreisnarmanna og landstjórnin hefur lýst yfir vopnahléi á svæðinu. 29. júní 2021 06:38