Samkvæmt upplýingum frá slökkviliðsstjóra Houston varð fjöldi fólks undir á tónleikum sem hófust rétt eftir klukkan níu í gærkvöldi að staðartíma. Voru þá fimmtíu þúsund staddir á tónleikunum og virðist vera sem hópurinn hafi í sameiningu farið að færa sig nær sviðinu, sem gerði það að verkum að ofsahræðsla greip um sig og einhverjir urðu undir.
„Mannmergðin fór að þrýsta sér í átt að sviðinu og ofsahræðsla greip um sig,“ segir Samuel Pena, slökkviliðsstjóri í Houston, í samtali við ABC News í Houston.

Svo virðist sem tónlistaaðdáendur hafi hópast saman og brotist inn á tónleikasvæðið fyrr um daginn og hafi meðal annars tekið stjórn á öryggishliði inn á tónleikana. Mikil ringulreið hafi þá gripið um sig meðal öryggisvarða tónlistarhátíðarinnar og ástandið verið slæmt allt kvöldið.
Mycah Matfield, blaðamaður ABC,varð vitni að þessu og vakti athygli á á Twitter.
As we were arriving to the Astroworld Festival at NRG Park right at 2:00, a stampede burst through the gates. Hundreds of people destroyed the VIP security entrance, bypassing the checkpoint. People were trampled. Some were detained.
— Mycah Hatfield (@MycahABC13) November 5, 2021
(Excuse any language you may hear) pic.twitter.com/d0m2rjqAAk
Það var svo ekki fyrr en mörgum klukkustundum síðar sem fólkið varð undir á tónleikunum.
Ekki er greint frá því í frétt ABC á hvaða tónleikum slysið varð en meðal þeirra sem spila á hátíðinni í ár eru tónlistarmenn á borð við stórstjörnurnar Travis Scott, stofnandi hátíðarinnar, SZA, Bad Bunny, Tame Impala, 21 Savage, Young Thug og YSL og Earth Wind& Fire.