Fulltrúadeildin samþykkti innviðafrumvarp Bidens Þorgils Jónsson skrifar 6. nóvember 2021 08:52 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, fagnar hér með félögum sínum á gólfi þingsalarins eftir að málið var í höfn í nótt. Mynd/AP Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt frumvarp um meiriháttar innviðauppbyggingu og samgönguumbætur. Verður um 1.000 milljörðum varið í það verkefni á komandi áratug. Er þetta talinn áfangasigur fyrir Joe Biden forseta, en þetta er annað af tveimur lykilmálum forsetans, sem hefur lent í vandræðum með að sannfæra félaga sína í Demókrataflokknum. Frumvarpið var samþykkt með 228 atkvæðum gegn 206. Þrettán repúblikanar greiddu atkvæði með frumvarpinu, en sex demókratar gegn málinu, þar sem þeim fannst það ekki ganga nógu langt. AP og Guardian segja frá. Fulltrúadeildin samþykkti einnig að veita næsta lykilmáli Bidens brautargengi yfir á lokaatkvæðagreiðslu síðar í þessum mánuði. Þar er um að ræða stærðarinnar pakka með margs konar félagslegum umbótum, sem og aðgerðum í loftslagsmálum. Gerir frumvarpið ráð fyrir að verja 1.850 milljörðum dala í það verkefni á næstu tíu árum. „Í kvöld tókum við, sem þjóð, risastórt framfaraskref,“ sagði Biden í tilkynningu eftir að málið var í höfn. Brýndi hann sitt fólk til að klára bæði frumvörpin sem fyrst. „Margar kynslóðir inn í framtíðina mun fólk horfa til baka og sjá að það var hér sem Bandaríkin urðu hlutskörpust í keppninni um 21. öldina.“ Demókratar á vinstri væng flokksins hafa hingað til haldið afgreiðslu málanna í eins konar gíslingu þar sem þau vildu að frumvörpin tvö yrðu samþykkt saman, en ekki í sitthvoru lagi. Leggja þau áherslu á félagslega- og loftslagspakkann, en miðjusæknari flokkssystkin þeirra vildu klára innviðapakkann fyrst og hafa áhyggjur af kostnaði við hitt málið. Biden náði samkomulagi við bæði flokksbrotin þannig að vinstri vængurinn hleypti innviðapakkanum í gegn í nótt, en miðjufólkið lofaði að samþykkja félaglega frumvarpið síðar í þessum mánuði að því gefnu að úttekt á kostnaði við það væri ekki umfram fyrirheit forsetans. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden keikur þrátt fyrir kosningahremmingar demókrata Joe Biden Bandaríkjaforseti segir enga ástæðu til að örvænta þó að samflokksfólk hans í Demókrataflokknum hafi átt misjöfnu gengi að fagna í kosningum sem fóru fram í vikunni. 5. nóvember 2021 06:00 Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. 29. október 2021 11:56 Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58 Demókratar í þröngri stöðu fá liðsauka frá repúblikönum Hópur repúblikana sem er andsnúinn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, ætlar að lýsa yfir stuðningi við nokkra sitjandi þingmenn demókrata sem sjá fram á erfiðan endurkjörsslag í þingkosningum á næsta ári. 14. október 2021 14:33 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Frumvarpið var samþykkt með 228 atkvæðum gegn 206. Þrettán repúblikanar greiddu atkvæði með frumvarpinu, en sex demókratar gegn málinu, þar sem þeim fannst það ekki ganga nógu langt. AP og Guardian segja frá. Fulltrúadeildin samþykkti einnig að veita næsta lykilmáli Bidens brautargengi yfir á lokaatkvæðagreiðslu síðar í þessum mánuði. Þar er um að ræða stærðarinnar pakka með margs konar félagslegum umbótum, sem og aðgerðum í loftslagsmálum. Gerir frumvarpið ráð fyrir að verja 1.850 milljörðum dala í það verkefni á næstu tíu árum. „Í kvöld tókum við, sem þjóð, risastórt framfaraskref,“ sagði Biden í tilkynningu eftir að málið var í höfn. Brýndi hann sitt fólk til að klára bæði frumvörpin sem fyrst. „Margar kynslóðir inn í framtíðina mun fólk horfa til baka og sjá að það var hér sem Bandaríkin urðu hlutskörpust í keppninni um 21. öldina.“ Demókratar á vinstri væng flokksins hafa hingað til haldið afgreiðslu málanna í eins konar gíslingu þar sem þau vildu að frumvörpin tvö yrðu samþykkt saman, en ekki í sitthvoru lagi. Leggja þau áherslu á félagslega- og loftslagspakkann, en miðjusæknari flokkssystkin þeirra vildu klára innviðapakkann fyrst og hafa áhyggjur af kostnaði við hitt málið. Biden náði samkomulagi við bæði flokksbrotin þannig að vinstri vængurinn hleypti innviðapakkanum í gegn í nótt, en miðjufólkið lofaði að samþykkja félaglega frumvarpið síðar í þessum mánuði að því gefnu að úttekt á kostnaði við það væri ekki umfram fyrirheit forsetans.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden keikur þrátt fyrir kosningahremmingar demókrata Joe Biden Bandaríkjaforseti segir enga ástæðu til að örvænta þó að samflokksfólk hans í Demókrataflokknum hafi átt misjöfnu gengi að fagna í kosningum sem fóru fram í vikunni. 5. nóvember 2021 06:00 Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. 29. október 2021 11:56 Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58 Demókratar í þröngri stöðu fá liðsauka frá repúblikönum Hópur repúblikana sem er andsnúinn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, ætlar að lýsa yfir stuðningi við nokkra sitjandi þingmenn demókrata sem sjá fram á erfiðan endurkjörsslag í þingkosningum á næsta ári. 14. október 2021 14:33 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Biden keikur þrátt fyrir kosningahremmingar demókrata Joe Biden Bandaríkjaforseti segir enga ástæðu til að örvænta þó að samflokksfólk hans í Demókrataflokknum hafi átt misjöfnu gengi að fagna í kosningum sem fóru fram í vikunni. 5. nóvember 2021 06:00
Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. 29. október 2021 11:56
Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58
Demókratar í þröngri stöðu fá liðsauka frá repúblikönum Hópur repúblikana sem er andsnúinn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, ætlar að lýsa yfir stuðningi við nokkra sitjandi þingmenn demókrata sem sjá fram á erfiðan endurkjörsslag í þingkosningum á næsta ári. 14. október 2021 14:33