Erlent

Þrír alvarlega særðir eftir stunguárás um borð í hraðlest

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Miðlum ber ekki saman um fjölda særðra en BBC segir að minnsta kosti þrjá hafa særst alvarlega í árásinni.
Miðlum ber ekki saman um fjölda særðra en BBC segir að minnsta kosti þrjá hafa særst alvarlega í árásinni. epa/Bauernfeind

Þrír eru alvarlega særðir eftir hnífaárás sem átti sér stað um borð í hraðlest í Þýskalandi. Lögregla hefur handtekið meintan árásarmann, 27 ára sýrlenskan mann. Ekki liggur fyrir hvað honum gekk til.

Árásin átti sér stað á leiðinni frá Regensburg til Nuremberg.

Þrátt fyrir að fólkið sé alvarlega slasað er það ekki talið í lífshættu. Nokkur hundruð manns voru um borði í lestinni þegar árásin átti sér stað og lestin var rýmd.

Lestin var stöðvuð á lestarstöð í Seubersdorf, um 70 kílómetra suður af Nuremberg. Þar var maðurinn handtekinn. Samkvæmt Bild kom hann til Þýskalands árið 2014 og átti við andleg vandamál að stríða.

Aðeins mánuðir eru liðnir frá því að þrjár konur voru stungnar til bana af sómölskum innflytjanda í borginni Würzburg. Svipaðar árásir hafa aukið á sundrung meðal þýsku þjóðarinnar þegar kemur að málefnum flóttafólks, þar sem sumir gerendanna komu til landsins í flóttamannkrísunni árið 2015. Þá var um 900 þúsund manns hleypt inn í landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×