Banatilræði við forsætisráðherra Írak misheppnaðist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 08:01 Mustafa al-Khadimi lifði af banatilræði sem gert var gegn honum í morgun. AP Photo/Khalid Mohammed, File Mustafa al-Kadhimi forsætisráðherra Íraks lifði af banatilræði sem gert var gegn honum á heimili hans í morgun. Sjö öryggisverðir slösuðust í árásinni en notast var við tvo vopnaða dróna í henni. Þetta staðfestu tveir opinberir írakskir starfsmenn í samtali við fréttastofu AP í morgun. Talið er að árásin tengist deilum írakskra stjórnvalda og íranskra vígahópa, sem hafa neitað að samþykkja niðurstöður þingkosninga sem fóru fram í síðasta mánuði. Samkvæmt heimildum var notast við tvo vopnaða dróna við banatilræðið og spjótum beint að heimili Kadhimis í Baghdad. „Það er í lagi með mig og ég er núna með fjölskyldunni minni. Guði sé lof,“ tísti forsætisráðherrann stuttu eftir árásina. *Hann kallaði jafnframt eftir því að fólk héldi ró sinni, „fyrir Írak.“ Öryggissveitir standa vörð fyrir utan græna svæðið.AP Photo/Hadi Mizban Seinna í morgun mætti hann svo í sjónvarpsviðtal og virtist rólegur. Ítrekaði hann þar að „heigulslegar drónaárásir byggðu hvorki upp föðurlönd né framtíð.“ Í yfirlýsingu frá yfirvöldum kemur fram að drónarnir hafi verið hlaðnir sprengiefni og hafi þeim verið beint að heimili Kadhimis. Heimili hans er á svokölluðu grænu svæði, hverfi þar sem stjórnmálamenn búa, sendiráð eru og ríkisskrifstofur. Íbúar í nágrenninu heyrðu sprenginguna og strax eftir hana byssuskot. Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni en í frétt AP er það tekið fram að mikil spenna hafi verið milli öryggissveita og vígahópa íranskra shía múslima frá því að þingkosningar fóru fram í Írak. Stuðningsmenn írönsku vígasveitana hafi undanfarinn mánuð haldið til fyrir utan hliðin að græna svæðinu og neita að samþykkja niðurstöður þingkosninganna, en þar misstu þeir tvo þriðju af þeim þingsætum sem þeir áður höfðu. Írak Tengdar fréttir Gengið til kosninga eftir sleitulaus mótmæli Kjörstaðir voru opnaðir í Írak í morgun eftir háværa kröfu mótmælenda um að flýta þingkosningum vegna spillingar í landinu. Kosningar áttu að fara fram á næsta ári en eftir sleitulaus og ofbeldisfull fjöldamótmæli allt frá árinu 2019 var þeim flýtt um sex mánuði. 10. október 2021 16:46 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Þetta staðfestu tveir opinberir írakskir starfsmenn í samtali við fréttastofu AP í morgun. Talið er að árásin tengist deilum írakskra stjórnvalda og íranskra vígahópa, sem hafa neitað að samþykkja niðurstöður þingkosninga sem fóru fram í síðasta mánuði. Samkvæmt heimildum var notast við tvo vopnaða dróna við banatilræðið og spjótum beint að heimili Kadhimis í Baghdad. „Það er í lagi með mig og ég er núna með fjölskyldunni minni. Guði sé lof,“ tísti forsætisráðherrann stuttu eftir árásina. *Hann kallaði jafnframt eftir því að fólk héldi ró sinni, „fyrir Írak.“ Öryggissveitir standa vörð fyrir utan græna svæðið.AP Photo/Hadi Mizban Seinna í morgun mætti hann svo í sjónvarpsviðtal og virtist rólegur. Ítrekaði hann þar að „heigulslegar drónaárásir byggðu hvorki upp föðurlönd né framtíð.“ Í yfirlýsingu frá yfirvöldum kemur fram að drónarnir hafi verið hlaðnir sprengiefni og hafi þeim verið beint að heimili Kadhimis. Heimili hans er á svokölluðu grænu svæði, hverfi þar sem stjórnmálamenn búa, sendiráð eru og ríkisskrifstofur. Íbúar í nágrenninu heyrðu sprenginguna og strax eftir hana byssuskot. Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni en í frétt AP er það tekið fram að mikil spenna hafi verið milli öryggissveita og vígahópa íranskra shía múslima frá því að þingkosningar fóru fram í Írak. Stuðningsmenn írönsku vígasveitana hafi undanfarinn mánuð haldið til fyrir utan hliðin að græna svæðinu og neita að samþykkja niðurstöður þingkosninganna, en þar misstu þeir tvo þriðju af þeim þingsætum sem þeir áður höfðu.
Írak Tengdar fréttir Gengið til kosninga eftir sleitulaus mótmæli Kjörstaðir voru opnaðir í Írak í morgun eftir háværa kröfu mótmælenda um að flýta þingkosningum vegna spillingar í landinu. Kosningar áttu að fara fram á næsta ári en eftir sleitulaus og ofbeldisfull fjöldamótmæli allt frá árinu 2019 var þeim flýtt um sex mánuði. 10. október 2021 16:46 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Gengið til kosninga eftir sleitulaus mótmæli Kjörstaðir voru opnaðir í Írak í morgun eftir háværa kröfu mótmælenda um að flýta þingkosningum vegna spillingar í landinu. Kosningar áttu að fara fram á næsta ári en eftir sleitulaus og ofbeldisfull fjöldamótmæli allt frá árinu 2019 var þeim flýtt um sex mánuði. 10. október 2021 16:46