Fótbolti

Amanda og Ingibjörg spiluðu í tapi Vålerenga | Sandviken meistari

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Amanda Andradóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir spila saman hjá Vålerenga.
Amanda Andradóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir spila saman hjá Vålerenga. Facebook/@valerengadamerfotball

Íslensku landsliðsmennirnir Amanda Andradóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir byrjuðu báðar í dag þegar að lið þeirra Vålerenga tapaði fyrir Stabæk á heimavelli, 0-1. Úrslitin réðust í norsku deildinni því Sandviken þurfti einungis einn sigur til þess að tryggja sér titilinn og hann kom í dag.

Amanda byrjaði leikinn í holunni fyrir aftan framherjann en var tekin af velli í hálfleik. Ingibjörg spilaði hinsvegar allan leikinn í hjarta varnarinnar þegar að Vålerenga tapaði í næst síðustu umferðinni í norsku úrvalsdeildinni. Það var hin frábæra Zara Jonsson sem skoraði eina mark leiksins á 3. mínútu leiksins.

Stóra fréttin í norska boltanum var samt sú að Sandviken tryggði sér titilinn. Þær eru með 49 stig á toppnum, fjórum fleiri en Rosenborg sem er í öðru sæti. Sandviken mætti í dag liði Klepp, sem er langneðst í deildinni og sigurinn var algert formsatriði en Sandviken vann leikinn 8-0 þar sem Maria Brochmann skoraði fimm mörk.

Síðasta umferð norsku deildarinnar fer fram um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×