Stefnir í yfirburðasigur Ortega í „látbragðskosningum“ Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2021 10:24 Veggmynd af Daniel Ortega í höfuðborginni Managva. Hann var marxískur skæruliðaforingi sem tók þátt í steypa einræðisherra landsins á 8. áratugnum. Sem forseti hefur hann sankað að sér völdum og fjölskylda hans hefur grætt á tá og fingri. AP/Andres Nunes Fyrstu tölur í forsetakosningunum í Níkaragva benda til stórsigurs Daniels Ortega forseta. Hann lét handtaka flesta mótframbjóðendur sínar fyrir kosningarnar og hefur Bandaríkjastjórn lýst kosningunum sem látbragðsleik. Yfirkjörstjórn Níkaragva segir að Ortega hafi fengið um 75 prósent atkvæða þegar um helmingur þeirra hefur verið talinn. Því bendir allt til þess að Ortega nái endurkjöri til fjórða kjörtímabils síns sem forseti. Enginn forseti hefur setið lengur á valdastóli í Rómönsku Ameríku. Ortega var fyrst forseti frá 1986 til 1990 en náði aftur kjöri árið 2007. Aðeins fimm lítt þekktir fulltrúar smáflokka fengu að bjóða sig fram gegn Ortega. Flokkarnir eru jafnframt í bandalagi með Sandínistahreyfingu Ortega. Mánuðina fyrir kosningarnar voru allir helstu leiðtoga stjórnarandstöðunnar handteknir og sakaðir um ýmsa glæpi. Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá Evrópusambandinu og Sambandi Ameríkuríkja fengu ekki að fylgjast með kosningunum og þá var erlendum blaðamönnum vísað frá landinu. Ortega var ekki beinlínis veglyndur þegar hann lýsti yfir sigri. Hann lýsti innlendum andstæðingum sínum sem „djöflum“. Hvorki frjálsar né sanngjarnar kosningar Í yfirlýsingu sem Joe Biden Bandaríkjaforseti sendi frá sér áður en greint var frá fyrstu tölum í Níkaragva sakaði hann Ortega og eiginkonu hans, Rosario Murillo, um að hafa skipulagt „látbragðskosningar sem voru hvorki frjálsar né sanngjarnar“. Bandarískir ráðamenn íhuga nú að leggja frekari viðskiptaþvinganir á Níkaragva og endurskoða aðild landsins á fríverslunarsamningi í heimshlutanum. Biden krafðist þess að Ortega endurreisti lýðræði í landinu og sleppti stjórnarandstöðuleiðtogum úr haldi. Í millitíðinni muni Bandaríkjastjórn veita stjórn Ortega aðhald með efnahagslegum og diplómatískum leiðum. Reuters-fréttastofan segir að þúsundir landsmanna hafi flúið Níkaragva frá því að Ortega barði niður mótmæli gegn stjórn hans árið 2018. Talið er öryggissveitir hans hafi drepið um þrjú hundruð manns. Níkaragva Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Yfirkjörstjórn Níkaragva segir að Ortega hafi fengið um 75 prósent atkvæða þegar um helmingur þeirra hefur verið talinn. Því bendir allt til þess að Ortega nái endurkjöri til fjórða kjörtímabils síns sem forseti. Enginn forseti hefur setið lengur á valdastóli í Rómönsku Ameríku. Ortega var fyrst forseti frá 1986 til 1990 en náði aftur kjöri árið 2007. Aðeins fimm lítt þekktir fulltrúar smáflokka fengu að bjóða sig fram gegn Ortega. Flokkarnir eru jafnframt í bandalagi með Sandínistahreyfingu Ortega. Mánuðina fyrir kosningarnar voru allir helstu leiðtoga stjórnarandstöðunnar handteknir og sakaðir um ýmsa glæpi. Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá Evrópusambandinu og Sambandi Ameríkuríkja fengu ekki að fylgjast með kosningunum og þá var erlendum blaðamönnum vísað frá landinu. Ortega var ekki beinlínis veglyndur þegar hann lýsti yfir sigri. Hann lýsti innlendum andstæðingum sínum sem „djöflum“. Hvorki frjálsar né sanngjarnar kosningar Í yfirlýsingu sem Joe Biden Bandaríkjaforseti sendi frá sér áður en greint var frá fyrstu tölum í Níkaragva sakaði hann Ortega og eiginkonu hans, Rosario Murillo, um að hafa skipulagt „látbragðskosningar sem voru hvorki frjálsar né sanngjarnar“. Bandarískir ráðamenn íhuga nú að leggja frekari viðskiptaþvinganir á Níkaragva og endurskoða aðild landsins á fríverslunarsamningi í heimshlutanum. Biden krafðist þess að Ortega endurreisti lýðræði í landinu og sleppti stjórnarandstöðuleiðtogum úr haldi. Í millitíðinni muni Bandaríkjastjórn veita stjórn Ortega aðhald með efnahagslegum og diplómatískum leiðum. Reuters-fréttastofan segir að þúsundir landsmanna hafi flúið Níkaragva frá því að Ortega barði niður mótmæli gegn stjórn hans árið 2018. Talið er öryggissveitir hans hafi drepið um þrjú hundruð manns.
Níkaragva Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira