Segir að samtölin við landsliðsmenn verði á óformlegum nótum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2021 11:01 Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörinn formaður KSÍ í byrjun október. vísir/hulda margrét Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ, líst vel á þær tillögur sem starfshópur sambandsins lagði til um breytingar „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“ innan KSÍ. Hún segir að samtöl sín við leikmenn karlalandsliðsins á næstu dögum verði á óformlegu nótunum. Í síðustu viku skilaði starfshópurinn sem KSÍ setti á laggirnar í haust skýrslu sinni um breytingar á störfum sambandsins í ýmsum málum. Í skýrslunni eru lagðar fram fjórar tillögur til að breyta vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ. Einnig eru lagðar fram nokkrar leiðir til að ná markmiði hverrar tillögu. „Við erum mjög þakklátt fyrir þessa vinnu og tillögur. Við í stjórninni ætlum að fara yfir þær og vinna með þær,“ sagði Vanda í samtali við Vísi. Skýrslu starfshópsins má lesa með því að smella hér. Í skýrslunni er lagt til að siðareglur KSÍ verði uppfærðar. Einnig er mælt með því að sér grein um ofbeldi verði bætt við siðareglurnar. Þessi vinna er komin vel á veg. „Þetta er þegar í gangi. Við settum þetta strax í gang. Þetta var eitt af því fyrsta sem við í nýju stjórninni gerðum,“ sagði Vanda og bætti við að gömlu siðareglurnar væru komnar til ára sinna. „Þær eru frá 2010 ef ég man rétt og það var kominn tími á að endurskoða þær.“ Starfshópurinn hvatti til þess að KSÍ léti landsliðsfólk sitt skrifa undir samning sem tekur mið af siðareglum. Starfshópur á vegum ÍSÍ skoðar nú gerð slíkra samninga. „Ég veit að þetta er partur af vinnu þessa starfshóps. Það er verið að gera reglur fyrir alla íþróttahreyfinguna, ekki bara fyrir KSÍ,“ sagði Vanda. Hún fór út til Rúmeníu í morgun til móts við karlalandsliðið. Það mætir Rúmenum í Búkarest annað kvöld og Norður-Makedóníumönnum í Skopje á sunnudaginn. Þetta eru síðustu leikir íslenska liðsins í undankeppni HM 2022. Þetta er fyrsta landsliðsferð Vöndu og hún hefur sagst ætla að nýta tækifæri og ræða við leikmenn landsliðsins. Þær samræður verða þó frekar á óformlegum nótum og Vanda ítrekar að fótboltinn verði í fyrsta sæti. „Í fyrsta lagi er þetta landsliðsferð. Þeir eru að spila landsleiki og landsliðsþjálfararnir stjórna. En ég ætla bara að fylgjast með, vera á æfingum og fundum. Ég er auðvitað gamall þjálfari og hef svo gaman að þessum hluta. Ég held að þetta verði meira á óformlegum nótum að þessu sinni,“ sagði Vanda. „Ég hef sagt það, og stend við það, að það sé samtal við landsliðsfólkið og það finni að það geti leitað til okkar ef það er eitthvað. Við erum í þessu saman. Það verður svo gaman að fylgjast með þessu efnilega liði á næstu árum.“ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vilja að allir leikmenn í landsliðum og meistaraflokkum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota Starfshópurinn sem vann að breytingum á vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ leggur til að leikmenn í meistaraflokkum og landsliðum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. 5. nóvember 2021 12:37 Starfshópurinn hvetur KSÍ eindregið til að gera samninga við landsliðsfólk Starfshópurinn sem Knattspyrnusamband Íslands setti á laggirnar í storminum í haust hefur nú lokið vinnu sinni og skilað til KSÍ tillögum „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“. 4. nóvember 2021 14:30 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Sjá meira
Í síðustu viku skilaði starfshópurinn sem KSÍ setti á laggirnar í haust skýrslu sinni um breytingar á störfum sambandsins í ýmsum málum. Í skýrslunni eru lagðar fram fjórar tillögur til að breyta vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ. Einnig eru lagðar fram nokkrar leiðir til að ná markmiði hverrar tillögu. „Við erum mjög þakklátt fyrir þessa vinnu og tillögur. Við í stjórninni ætlum að fara yfir þær og vinna með þær,“ sagði Vanda í samtali við Vísi. Skýrslu starfshópsins má lesa með því að smella hér. Í skýrslunni er lagt til að siðareglur KSÍ verði uppfærðar. Einnig er mælt með því að sér grein um ofbeldi verði bætt við siðareglurnar. Þessi vinna er komin vel á veg. „Þetta er þegar í gangi. Við settum þetta strax í gang. Þetta var eitt af því fyrsta sem við í nýju stjórninni gerðum,“ sagði Vanda og bætti við að gömlu siðareglurnar væru komnar til ára sinna. „Þær eru frá 2010 ef ég man rétt og það var kominn tími á að endurskoða þær.“ Starfshópurinn hvatti til þess að KSÍ léti landsliðsfólk sitt skrifa undir samning sem tekur mið af siðareglum. Starfshópur á vegum ÍSÍ skoðar nú gerð slíkra samninga. „Ég veit að þetta er partur af vinnu þessa starfshóps. Það er verið að gera reglur fyrir alla íþróttahreyfinguna, ekki bara fyrir KSÍ,“ sagði Vanda. Hún fór út til Rúmeníu í morgun til móts við karlalandsliðið. Það mætir Rúmenum í Búkarest annað kvöld og Norður-Makedóníumönnum í Skopje á sunnudaginn. Þetta eru síðustu leikir íslenska liðsins í undankeppni HM 2022. Þetta er fyrsta landsliðsferð Vöndu og hún hefur sagst ætla að nýta tækifæri og ræða við leikmenn landsliðsins. Þær samræður verða þó frekar á óformlegum nótum og Vanda ítrekar að fótboltinn verði í fyrsta sæti. „Í fyrsta lagi er þetta landsliðsferð. Þeir eru að spila landsleiki og landsliðsþjálfararnir stjórna. En ég ætla bara að fylgjast með, vera á æfingum og fundum. Ég er auðvitað gamall þjálfari og hef svo gaman að þessum hluta. Ég held að þetta verði meira á óformlegum nótum að þessu sinni,“ sagði Vanda. „Ég hef sagt það, og stend við það, að það sé samtal við landsliðsfólkið og það finni að það geti leitað til okkar ef það er eitthvað. Við erum í þessu saman. Það verður svo gaman að fylgjast með þessu efnilega liði á næstu árum.“
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vilja að allir leikmenn í landsliðum og meistaraflokkum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota Starfshópurinn sem vann að breytingum á vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ leggur til að leikmenn í meistaraflokkum og landsliðum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. 5. nóvember 2021 12:37 Starfshópurinn hvetur KSÍ eindregið til að gera samninga við landsliðsfólk Starfshópurinn sem Knattspyrnusamband Íslands setti á laggirnar í storminum í haust hefur nú lokið vinnu sinni og skilað til KSÍ tillögum „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“. 4. nóvember 2021 14:30 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Sjá meira
Vilja að allir leikmenn í landsliðum og meistaraflokkum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota Starfshópurinn sem vann að breytingum á vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ leggur til að leikmenn í meistaraflokkum og landsliðum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. 5. nóvember 2021 12:37
Starfshópurinn hvetur KSÍ eindregið til að gera samninga við landsliðsfólk Starfshópurinn sem Knattspyrnusamband Íslands setti á laggirnar í storminum í haust hefur nú lokið vinnu sinni og skilað til KSÍ tillögum „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“. 4. nóvember 2021 14:30
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti