Segja Måneskin herma eftir sér: „Verið frumlegri“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 17:38 Hljómsveitarmeðlimir I Cugini di Campagna eru síður en svo sáttir með búningaval Måneskin á tónleikum Rolling Stones í Las Vegas á laugardag. Instagram/I Cuginni di Campagna Ítölsk glampopp hljómsveit, sem var stofnuð á áttunda áratugi síðustu aldar, hefur sakað hljómsveitina Måneskin um að herma eftir búningum hennar. Sveitin gagnrýnir að nýliðarnir hafi klæðst glimmerbúningum sem sýndu Bandaríska fánann þegar þeir opnuðu fyrir Rolling Stones á tónleikum í Las Vegas. Ivano Michetti, gítarleikari ítölsku sveitarinnar I Cugini di Campagna, sagði Måneskin nýta sér áttunda áratugs tískuna til að fá athygli og hvatti hljómsveitina til að vera frumlegri. Måneskin, eins og margir muna líklegast eftir, sigraði Eurovision söngvakeppnina í Rotterdam í maí fyrir hönd Ítalíu og hefur síðan þá notið mikilla vinsælda. Sveitin er nú á ferðalagi um Bandaríkin og hitaði upp fyrir Rolling Stones á tónleikum þeirra í Las Vegas á laugardag. Greinilegt er að rokkgoðsögnin Mick Jagger var hæstánægður með frammistöðu Måneskin en hann tísti að loknum tónleikum: Frábært kvöld í Vegas með Måneskin. Great night in Vegas with @thisismaneskin pic.twitter.com/CJCyk7RXka— Mick Jagger (@MickJagger) November 8, 2021 Michetti var hins vegar síður en svo sáttur með hljómsveitina og sagðist ekki hafa getað slakað á eftir að honum var bent á búninga meðlima Måneskin. „Ég fór og skoðaði hvað væri eiginlega í gangi og komst að því að meðlimir Måneskin voru klæddir eins og við á áttunda áratugnum,“ sagði Michetti í samtali við La Stampa. View this post on Instagram A post shared by (@i_cugini_di_campagna_official) Hljómsveitin I Cugini di Campagna, sem er enn starfandi, deildi mynd á Instagram þar sem Nick Luciani, söngvari sveitarinnar, er klæddur í glimmerbúning með stjörnum og röndum badnaríska fánans og svo mynd til hliðar af Damiano David, söngvara Måneskin, í svipuðum búningi. „Måneskin hitaði upp í Bandaríkjunum fyrir Rolling Stones og HERMDU eftir fötum I Cugini di Campagna,“ skrifaði sveitin við myndina sem hún deildi á Instagram. „HÆTTIÐ AÐ HERMA EFTIR FÖTUNUM OKKAR.“ Tónlist Ítalía Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Ivano Michetti, gítarleikari ítölsku sveitarinnar I Cugini di Campagna, sagði Måneskin nýta sér áttunda áratugs tískuna til að fá athygli og hvatti hljómsveitina til að vera frumlegri. Måneskin, eins og margir muna líklegast eftir, sigraði Eurovision söngvakeppnina í Rotterdam í maí fyrir hönd Ítalíu og hefur síðan þá notið mikilla vinsælda. Sveitin er nú á ferðalagi um Bandaríkin og hitaði upp fyrir Rolling Stones á tónleikum þeirra í Las Vegas á laugardag. Greinilegt er að rokkgoðsögnin Mick Jagger var hæstánægður með frammistöðu Måneskin en hann tísti að loknum tónleikum: Frábært kvöld í Vegas með Måneskin. Great night in Vegas with @thisismaneskin pic.twitter.com/CJCyk7RXka— Mick Jagger (@MickJagger) November 8, 2021 Michetti var hins vegar síður en svo sáttur með hljómsveitina og sagðist ekki hafa getað slakað á eftir að honum var bent á búninga meðlima Måneskin. „Ég fór og skoðaði hvað væri eiginlega í gangi og komst að því að meðlimir Måneskin voru klæddir eins og við á áttunda áratugnum,“ sagði Michetti í samtali við La Stampa. View this post on Instagram A post shared by (@i_cugini_di_campagna_official) Hljómsveitin I Cugini di Campagna, sem er enn starfandi, deildi mynd á Instagram þar sem Nick Luciani, söngvari sveitarinnar, er klæddur í glimmerbúning með stjörnum og röndum badnaríska fánans og svo mynd til hliðar af Damiano David, söngvara Måneskin, í svipuðum búningi. „Måneskin hitaði upp í Bandaríkjunum fyrir Rolling Stones og HERMDU eftir fötum I Cugini di Campagna,“ skrifaði sveitin við myndina sem hún deildi á Instagram. „HÆTTIÐ AÐ HERMA EFTIR FÖTUNUM OKKAR.“
Tónlist Ítalía Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira