Útspil Play í Litháen grafi undan íslenskri hátæknistétt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. nóvember 2021 21:01 Jakob Tryggvason segir að sátt hafi náðst við atvinnulífið um að byggja upp stétt hátæknimenntaðs fólks á Íslandi. Því sé leiðinlegt að sjá þegar fyrirtæki grafi undan henni. vísir/sigurjón Alþýðusambandið fordæmir flugfélagið Play fyrir að opna starfsstöð í Litháen og Félag tæknifólks segir það hræðilega þróun að íslensk fyrirtæki opni starfsstöðvar erlendis til að ráða til sín ódýrara vinnuafl í hátæknistörf. Það grafi undan þróun stéttarinnar á Íslandi. Play tilkynnti það í síðustu viku að félagið myndi opna útibú í Litháen í næsta mánuði. Skýringar stjórnenda lággjaldaflugfélagsins á þessu eru meðal annars þær að þar sé mun auðveldara að sækja hæft starfsfólk í hátæknistörf eins og til dæmis forritara. Ódýr afsökun En er rétt fullyrðing að erfitt sé að fá slíkt fólk í vinnu á Íslandi? „Ég held það sé bara klárlega hægt að segja að hún er það ekki. Stéttin er til, það er mikil fjölgun, mikil uppbygging,“ segir Jakob Tryggvason, formaður Félags tæknifólks. „Stéttin er hins vegar tiltölulega ung og illa þroskuð hér heima á Íslandi og þess vegna verður þetta ódýr afsökun sem er hægt að fela sig á bak við.“ Þetta er þróun sem þekkist hjá fleiri íslenskum fyrirtækjum en Icelandair opnaði starfsstöð í Eistlandi fyrir þremur árum og þá hefur Alþýðusambandið einnig gagnrýnt sjávarútvegsfyrirtæki harðlega fyrir að færa óunninn afla úr landi og verka hann þar til að lækka launakostnað. Jakob segir að sátt hafi náðst við atvinnulífið um að byggja upp stétt hátæknimenntaðs fólks og forritara á Íslandi en þetta grafi undan því starfi. „Það klárlega gerir það. Klárlega gerir það og gæti verið dálítið hættulegt. Ef mikið verður af þessu þá fer svoldið að brotna undan þessum stoðum sem við höfum hérna heima. Og það er ekki góður leikur,“ segir hann. Hann talar þannig um að hálfgerður vítahringur sé að myndast; íslensk fyrirtæki fari með starfsemi sína úr landi og ráði erlent tæknimenntað vinnuafl og á meðan tapi íslenska stéttin þeirri reynslu og uppbyggingu sem væri í boði. Það er svo þetta reynsluleysi sem fyrirtækin nota til að réttlæta flutning úr landi. Play stórhættulegt að mati ASÍ Stjórnendur Play hafa einnig sagt að það sé mun ódýrara að reka starfsstöð í Litháen. Forseti Alþýðusambandsins (ASÍ) gagnrýndi Play fyrir þetta útspil félagsins í dag. Birgir Jónsson og Drífa Snædal hafa tekist á um stöðu flugfélagsins á íslenskum vinnumarkaði frá því að það var stofnað.vísir/vilhelm „Það sem við gagnrýnum er að sjálfsögðu að íslensk flugfélög og íslensk fyrirtæki yfir höfuð og njóta þeirra hlunninda sem í því felst að vera íslenskt fyrirtæki, að þau skuli leita allra launa til að lækka launakostnað og Play hefur farið fremst í flokki þar með afskaplega grófum hætti að lækka launakostnað og byggir hreinlega sitt viðskiptamódel á því,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við fréttastofu. ASÍ hefur látið mikið í sér heyra frá stofnun Play og gekk Drífa svo langt í dag að kalla fyrirtækið "stórhættulegt íslensku láglaunafólki" í færslu á Facebook. Og félagið hefur alls ekki látið af hvatningu sinni til fólks að sniðganga Play: „Sú ályktun bæði miðstjórnar og formannafundar Alþýðusambands Íslands að hvetja fólk til að sniðganga Play, bæði farþega og fjárfesta. Það hefur ekki verið tilefni til að endurskoða hana.“ Play Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Litháen Vinnumarkaður Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Play tilkynnti það í síðustu viku að félagið myndi opna útibú í Litháen í næsta mánuði. Skýringar stjórnenda lággjaldaflugfélagsins á þessu eru meðal annars þær að þar sé mun auðveldara að sækja hæft starfsfólk í hátæknistörf eins og til dæmis forritara. Ódýr afsökun En er rétt fullyrðing að erfitt sé að fá slíkt fólk í vinnu á Íslandi? „Ég held það sé bara klárlega hægt að segja að hún er það ekki. Stéttin er til, það er mikil fjölgun, mikil uppbygging,“ segir Jakob Tryggvason, formaður Félags tæknifólks. „Stéttin er hins vegar tiltölulega ung og illa þroskuð hér heima á Íslandi og þess vegna verður þetta ódýr afsökun sem er hægt að fela sig á bak við.“ Þetta er þróun sem þekkist hjá fleiri íslenskum fyrirtækjum en Icelandair opnaði starfsstöð í Eistlandi fyrir þremur árum og þá hefur Alþýðusambandið einnig gagnrýnt sjávarútvegsfyrirtæki harðlega fyrir að færa óunninn afla úr landi og verka hann þar til að lækka launakostnað. Jakob segir að sátt hafi náðst við atvinnulífið um að byggja upp stétt hátæknimenntaðs fólks og forritara á Íslandi en þetta grafi undan því starfi. „Það klárlega gerir það. Klárlega gerir það og gæti verið dálítið hættulegt. Ef mikið verður af þessu þá fer svoldið að brotna undan þessum stoðum sem við höfum hérna heima. Og það er ekki góður leikur,“ segir hann. Hann talar þannig um að hálfgerður vítahringur sé að myndast; íslensk fyrirtæki fari með starfsemi sína úr landi og ráði erlent tæknimenntað vinnuafl og á meðan tapi íslenska stéttin þeirri reynslu og uppbyggingu sem væri í boði. Það er svo þetta reynsluleysi sem fyrirtækin nota til að réttlæta flutning úr landi. Play stórhættulegt að mati ASÍ Stjórnendur Play hafa einnig sagt að það sé mun ódýrara að reka starfsstöð í Litháen. Forseti Alþýðusambandsins (ASÍ) gagnrýndi Play fyrir þetta útspil félagsins í dag. Birgir Jónsson og Drífa Snædal hafa tekist á um stöðu flugfélagsins á íslenskum vinnumarkaði frá því að það var stofnað.vísir/vilhelm „Það sem við gagnrýnum er að sjálfsögðu að íslensk flugfélög og íslensk fyrirtæki yfir höfuð og njóta þeirra hlunninda sem í því felst að vera íslenskt fyrirtæki, að þau skuli leita allra launa til að lækka launakostnað og Play hefur farið fremst í flokki þar með afskaplega grófum hætti að lækka launakostnað og byggir hreinlega sitt viðskiptamódel á því,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við fréttastofu. ASÍ hefur látið mikið í sér heyra frá stofnun Play og gekk Drífa svo langt í dag að kalla fyrirtækið "stórhættulegt íslensku láglaunafólki" í færslu á Facebook. Og félagið hefur alls ekki látið af hvatningu sinni til fólks að sniðganga Play: „Sú ályktun bæði miðstjórnar og formannafundar Alþýðusambands Íslands að hvetja fólk til að sniðganga Play, bæði farþega og fjárfesta. Það hefur ekki verið tilefni til að endurskoða hana.“
Play Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Litháen Vinnumarkaður Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira