Segjast hafa reynt að ná sáttum en án árangurs Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. nóvember 2021 15:20 Málið verður dómtekið fyrir héraðsdómi eftir tvær vikur. Lögmaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir að samtökin hafi reynt að ná sáttum við starfsmann sem lagði fram kvörtun á hendur yfirmönnum sínum vegna eineltis - en án árangurs. Félagið telji sig hafa gert upp við starfsmanninn með sanngirni og réttum hætti. Starfsmaðurinn krefst þess að félagið greiði honum sjötíu og fimm milljónir króna. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, SSF, hafi lagt fram kvörtun vegna eineltis yfirmanna sinna. Maðurinn lýsti ítrekuðum svívirðingum á hendur sér og sagði yfirmenn sína hafa sýnt af sér ógnandi tilburði og lýsti því hvernig hann hafi stundum nánast lamast af hræðslu. Maðurinn hefur stefnt SSF þar sem hann krefst þess að félagið greiði sér 75 milljónir króna; tæplega 56 milljónir fyrir ógreitt orlof, ógreidda yfirvinnu og kostnað vegna lögmannskostnaðar, ellefu milljónir í skaðabætur og átta milljónir í miskabætur. Lögmaður mannsins sagði í samtali við fréttastofu að eineltið hafi um tíma breyst í ofbeldi og að nú sé maðurinn óvinnufær og sé með vottorð bæði frá lækni og sálfræðingi þess efnis. SSF vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en Oddur Ástráðsson, lögmaður félagsins, segir í samtali við fréttastofu að reynt hafi verið að ná sáttum við starfsmanninn. Það hafi hins vegar ekki borið árangur. Þá telji félagið sig hafa gert upp við hann, bæði með sanngirni og réttum hætti, en að öðru leyti verði að leysa málið fyrir dómstólum. Höskuldur Þórhallsson, lögmaður mannsins, segir málið svipa til Eflingarmálsins. „Þetta mál er að vissu leyti líkt Eflingarmálinu þar sem það eru starfsmenn sem kvarta yfir slæmum vinnuaðstæðum og leita úrlausna á því og fara í rauninni réttar boðleiðir, munurinn hins vegar er sá að í því tilfelli þá axlaði formaðurinn ábyrgð og sagði af sér en í tilviki umbjóðanda míns var honum sagt upp störfum í miðju veikindaleyfi,“ segir Höskuldur. Aðalmeðferð í málinu fer fram eftir tvær vikur. Vinnumarkaður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, SSF, hafi lagt fram kvörtun vegna eineltis yfirmanna sinna. Maðurinn lýsti ítrekuðum svívirðingum á hendur sér og sagði yfirmenn sína hafa sýnt af sér ógnandi tilburði og lýsti því hvernig hann hafi stundum nánast lamast af hræðslu. Maðurinn hefur stefnt SSF þar sem hann krefst þess að félagið greiði sér 75 milljónir króna; tæplega 56 milljónir fyrir ógreitt orlof, ógreidda yfirvinnu og kostnað vegna lögmannskostnaðar, ellefu milljónir í skaðabætur og átta milljónir í miskabætur. Lögmaður mannsins sagði í samtali við fréttastofu að eineltið hafi um tíma breyst í ofbeldi og að nú sé maðurinn óvinnufær og sé með vottorð bæði frá lækni og sálfræðingi þess efnis. SSF vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en Oddur Ástráðsson, lögmaður félagsins, segir í samtali við fréttastofu að reynt hafi verið að ná sáttum við starfsmanninn. Það hafi hins vegar ekki borið árangur. Þá telji félagið sig hafa gert upp við hann, bæði með sanngirni og réttum hætti, en að öðru leyti verði að leysa málið fyrir dómstólum. Höskuldur Þórhallsson, lögmaður mannsins, segir málið svipa til Eflingarmálsins. „Þetta mál er að vissu leyti líkt Eflingarmálinu þar sem það eru starfsmenn sem kvarta yfir slæmum vinnuaðstæðum og leita úrlausna á því og fara í rauninni réttar boðleiðir, munurinn hins vegar er sá að í því tilfelli þá axlaði formaðurinn ábyrgð og sagði af sér en í tilviki umbjóðanda míns var honum sagt upp störfum í miðju veikindaleyfi,“ segir Höskuldur. Aðalmeðferð í málinu fer fram eftir tvær vikur.
Vinnumarkaður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira