Aldrei fleiri börn með Covid-19: „Ég held að það þurfi að gera eitthvað áður en við siglum í strand“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2021 19:00 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Aldrei hafa fleiri börn verið í eftirliti Covid-19 göngudeildar Landspítalans en nú og enn annað met var slegið í gær þegar 178 greindust með veiruna innanlands. Sóttvarnalæknir segir að herða þurfi sóttvarnaaðgerðir til að fækka þeim sem greinast með kórónuveiruna. Þeim hefur fjölgað hratt síðustu dagana sem greinst hafa með veiruna. Nú eru 1.359 með kórónuveiruna og í eftirliti hjá Covid-19 göngudeild Landspítalans. Þar af eru 324 börn en mörg þeirra eru ekki bólusett þar sem bóluefni stendur börnunum ellefu ára og yngri ekki til boða. Hertar reglur vegna faraldursins tóku gildi í dag. Nú mega aðeins fimm hundruð manns koma saman og afgreiðslutími vínveitingastaða hefur verið styttur. Þar að auki tók grímuskylda aftur gildi síðustu helgi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að herða þurfir reglurnar frekar til að ná að draga úr útbreiðslu veirunnar. „Ég held að það sé full ástæða til að hafa áhyggjur af þróuninni og þessum veldisvexti sem er í greiningunum og þeirri stöðu sem við sjáum að við erum svona að missa tökin víða á faraldrinum eins og hann er og þá er í raun og veru ekki, að mínu mati, nema um eitt að ræða það er að reyna að herða tökin og reyna að beita þeim ráðum sem við höfum beitt áður til þess að ná smitunum niður í samfélaginu og það verður ekki gert nema með takmörkunum og vissulega geta einstaklingar hjálpað okkur með því að bæta sínar einstaklingsbundnu sóttvarnir en það virðist bara ekki hafa dugað til til þessa,“ segir Þórólfur. Fimmtán liggja nú á Landspítalanum með Covid-19 þar af eru þrír á gjörgæslu. Þá eru þrír með sjúkdóminn á Sjúkrahúsinu á Akureyri en einn þeirra er í öndunarvél. Þórólfur undirbýr nýtt minnisblað til heilbrigðisráðherra. „Mér finnst þróunin vera slæm og ég held að það þurfi að gera eitthvað áður en við siglum í strand.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki hægt að fækka smitum nema með frekari takmörkunum Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af veldisvexti í greiningu kórónuveirusmitaðra undanfarna daga, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Hann segir ekki sé um að annað að ræða en að herða takmarkanir til þess að ná fjölda smitaðra niður. 10. nóvember 2021 11:29 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Þeim hefur fjölgað hratt síðustu dagana sem greinst hafa með veiruna. Nú eru 1.359 með kórónuveiruna og í eftirliti hjá Covid-19 göngudeild Landspítalans. Þar af eru 324 börn en mörg þeirra eru ekki bólusett þar sem bóluefni stendur börnunum ellefu ára og yngri ekki til boða. Hertar reglur vegna faraldursins tóku gildi í dag. Nú mega aðeins fimm hundruð manns koma saman og afgreiðslutími vínveitingastaða hefur verið styttur. Þar að auki tók grímuskylda aftur gildi síðustu helgi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að herða þurfir reglurnar frekar til að ná að draga úr útbreiðslu veirunnar. „Ég held að það sé full ástæða til að hafa áhyggjur af þróuninni og þessum veldisvexti sem er í greiningunum og þeirri stöðu sem við sjáum að við erum svona að missa tökin víða á faraldrinum eins og hann er og þá er í raun og veru ekki, að mínu mati, nema um eitt að ræða það er að reyna að herða tökin og reyna að beita þeim ráðum sem við höfum beitt áður til þess að ná smitunum niður í samfélaginu og það verður ekki gert nema með takmörkunum og vissulega geta einstaklingar hjálpað okkur með því að bæta sínar einstaklingsbundnu sóttvarnir en það virðist bara ekki hafa dugað til til þessa,“ segir Þórólfur. Fimmtán liggja nú á Landspítalanum með Covid-19 þar af eru þrír á gjörgæslu. Þá eru þrír með sjúkdóminn á Sjúkrahúsinu á Akureyri en einn þeirra er í öndunarvél. Þórólfur undirbýr nýtt minnisblað til heilbrigðisráðherra. „Mér finnst þróunin vera slæm og ég held að það þurfi að gera eitthvað áður en við siglum í strand.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki hægt að fækka smitum nema með frekari takmörkunum Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af veldisvexti í greiningu kórónuveirusmitaðra undanfarna daga, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Hann segir ekki sé um að annað að ræða en að herða takmarkanir til þess að ná fjölda smitaðra niður. 10. nóvember 2021 11:29 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Ekki hægt að fækka smitum nema með frekari takmörkunum Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af veldisvexti í greiningu kórónuveirusmitaðra undanfarna daga, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Hann segir ekki sé um að annað að ræða en að herða takmarkanir til þess að ná fjölda smitaðra niður. 10. nóvember 2021 11:29