Vestri byrjaði leikinn betur og leiddu með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta. Baldur var ánægður með viðbrögð síns liðs.
„Þeir komu sterkir til leiks og hitta eiginlega úr öllum skotum í fyrsta leikhluta. Svo náum við stoppum allar 30 mínúturnar eftir það.“
Tindastóll fékk 27 stig frá bekknum sínum í kvöld, þar af 18 stig frá Pétri Rúnari Birgissyni, leikmanni Tindastóls. Baldur Þór var ánægður með það framlag og bætti við að „það þarf að vera með breidd í þessari deild. Toppliðin í gegn um árin eru vanalega með 7-8 háklassa spilara þannig að það þurfa líka að vera góðir menn á bekknum.“
Að lokum sagðist Baldur Þór vera fyrst og fremst ánægður með að sigra leikinn.
„Þetta er einn af þessum leikjum sem að maður fer inn í og vill sigur alveg sama hvernig hann kemur og það er ánægjulegt að ná að klára það.“