Aðgerðum frestað vegna fjölgunar tilfella Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. nóvember 2021 12:00 Theódór Skúli Sigurðsson barna, svæfingar og gjörgæslulæknir segir gríðarlegt álag á gjörgæsludeildum spítalans. Vísir Gjörgæslulæknir á Landspítalanum segir gríðarlegt álag fyrir á gjörgæsludeildum. Þá hafi þurft að fresta stórum aðgerðum vegna fjölgunar innlagna á gjörgæslu vegna Covid-19. Alls greindust 176 með kórónuveiruna innanlands í gær og var rúmur helmingur utan sóttkvíar. 82 af þeim sem greindust í gær voru í sóttkví. 91 er fullbólusettur, bólusetning er hafin hjá sjö og sjötíu eru óbólusettir. Á vefnum Covid.is segir að tuttugu séu nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Theódór Skúli Sigurðsson barna, svæfingar og gjörgæslulæknir segir gríðarlegt álag á gjörgæsludeildum spítalans. „Þessa viku og síðustu höfum við verið að fresta stærri aðgerðum eins og hjartaaðgerðum og aðgerðum sem krefjast innlagnar á gjörgæsludeild eftir uppskurð. En ef það er minnsta svigrúm tökum við inn aðgerðir sem þarf að gera,“ segir hann. Hann segir að fólk þurfi enn og aftur að hlaupa aðeins hraðar. „Starfsfólkið á gjörgæslum er að taka mikið af aukavöktum og tvöfaldar vaktir þannig að það eru allir að reyna að láta hlutina ganga upp,“ segir hann. Theódór segir að umgangspestir hafi verið að leggjast þungt á ung börn. Komi til alvarlegra veikinda sé lítið svigrúm á gjörgæsludeildum. „Litlu börnin okkar eru líka að veikjast og fá umgangsspestir. Þau fá stundum öndunarfærasýkingar og lungnabólgu í kjölfarið. Gjörgæslur eru sá staðir sem þau fara á verði þau alvarlega veik. Við höfum í haust verið að fá inn börn sem eru með alvarlegar öndunarfærasýkingar og börn sem þurfa að fara í öndunarvél. Ástandið getur því fljótt orðið mjög viðkvæmt,“ segir hann. Theódór segir spítalann hafa verið yfirfullan í mörg ár og beinir orðum sínum til stjórnvalda. „Það er mikilvægt að stjórnmálamenn hafi í huga að það er langvarandi erfitt ástand á Landspítalanum. Það þarf að hafa í huga við allar ákvarðanir vegna Covid-19 að svigrúm spítalans til að taka við aukaálagi er mjög lítið,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólk er að reyna að fá sóttkví stytta hjá börnum Helmingi fleiri hafa leitað á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins nú í haust samanborið við haustið 2019. Deildir hafa fyllst og álagið verið mikið. 11. nóvember 2021 22:01 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Alls greindust 176 með kórónuveiruna innanlands í gær og var rúmur helmingur utan sóttkvíar. 82 af þeim sem greindust í gær voru í sóttkví. 91 er fullbólusettur, bólusetning er hafin hjá sjö og sjötíu eru óbólusettir. Á vefnum Covid.is segir að tuttugu séu nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Theódór Skúli Sigurðsson barna, svæfingar og gjörgæslulæknir segir gríðarlegt álag á gjörgæsludeildum spítalans. „Þessa viku og síðustu höfum við verið að fresta stærri aðgerðum eins og hjartaaðgerðum og aðgerðum sem krefjast innlagnar á gjörgæsludeild eftir uppskurð. En ef það er minnsta svigrúm tökum við inn aðgerðir sem þarf að gera,“ segir hann. Hann segir að fólk þurfi enn og aftur að hlaupa aðeins hraðar. „Starfsfólkið á gjörgæslum er að taka mikið af aukavöktum og tvöfaldar vaktir þannig að það eru allir að reyna að láta hlutina ganga upp,“ segir hann. Theódór segir að umgangspestir hafi verið að leggjast þungt á ung börn. Komi til alvarlegra veikinda sé lítið svigrúm á gjörgæsludeildum. „Litlu börnin okkar eru líka að veikjast og fá umgangsspestir. Þau fá stundum öndunarfærasýkingar og lungnabólgu í kjölfarið. Gjörgæslur eru sá staðir sem þau fara á verði þau alvarlega veik. Við höfum í haust verið að fá inn börn sem eru með alvarlegar öndunarfærasýkingar og börn sem þurfa að fara í öndunarvél. Ástandið getur því fljótt orðið mjög viðkvæmt,“ segir hann. Theódór segir spítalann hafa verið yfirfullan í mörg ár og beinir orðum sínum til stjórnvalda. „Það er mikilvægt að stjórnmálamenn hafi í huga að það er langvarandi erfitt ástand á Landspítalanum. Það þarf að hafa í huga við allar ákvarðanir vegna Covid-19 að svigrúm spítalans til að taka við aukaálagi er mjög lítið,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólk er að reyna að fá sóttkví stytta hjá börnum Helmingi fleiri hafa leitað á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins nú í haust samanborið við haustið 2019. Deildir hafa fyllst og álagið verið mikið. 11. nóvember 2021 22:01 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Fólk er að reyna að fá sóttkví stytta hjá börnum Helmingi fleiri hafa leitað á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins nú í haust samanborið við haustið 2019. Deildir hafa fyllst og álagið verið mikið. 11. nóvember 2021 22:01