Þorsteinn nefndi nokkra leikmenn sem eru á jaðri landsliðshópsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2021 14:03 Fanndís Friðriksdóttir gæti snúið aftur í landsliðið. vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segist hafa úr mörgum góðum leikmönnum að velja. Á blaðamannafundi í dag nefndi hann nokkra leikmenn sem eru á mörkum þess að komast í landsliðshópinn. Hópur kvennalandsliðsins fyrir síðustu leiki þess á þessu ári var tilkynntur í dag. Einn nýliði er í hópnum, Ída Marín Hermannsdóttir úr Val. Á blaðamannafundinum þar sem Þorsteinn fór yfir valið á landsliðshópnum var hann spurður út í Barbáru Sól Gísladóttur, leikmann Brøndby, sem hefur ekki verið valinn í landsliðið í haust. „Hún hefur verið aðeins frá en ég á von á því að hún spili um helgina. Ég ætlaði meira að segja að fara á leik hjá henni um síðustu helgi en þá var hún frá vegna höfuðhöggs,“ sagði Þorsteinn og nefndi svo nokkra aðra leikmenn sem hann fylgist vel með. „Það eru leikmenn sem maður hefur klárlega áhuga á að skoða. Ég get talið upp nokkra leikmenn sem hafa verið virkilega góðir að undanförnu. Barbára, Ásta Árna er kominn til baka eftir barnsburð, Fanndís Friðriks líka. Það er spurning hvort maður kíkir á þær ef þær halda áfram að banka á dyrnar. Svo getum við talað um Mist og Örnu Sif.“ Stór hópur góðra leikmanna Þorsteinn segir að hann hafi valið 33 leikmenn í landsliðið síðan hann tók við því fyrir ári og sú tala eigi væntanlega eftir að hækka. „Það er slatti af leikmönnum sem maður hefur ekki valið hingað til. Eins og ég hef sagt áður, við höfum úr stórum hópi góðra leikmanna að velja og það er samkeppni um þetta.“ Allir leikmennirnir sem Þorsteinn taldi upp hafa leikið landsleiki, mismarga þó. Fanndís Friðriksdóttir er sjöunda leikjahæst í sögu landsliðsins með 109 leiki. Í þeim hefur hún skorað sautján mörk. Barbára Sól hefur leikið tvo landsleiki, Ásta Eir Árnadóttir átta, Mist Edvarsdóttir þrettán og Arna Sif Ásgrímsdóttir tólf. Getur þrýst á sæti í landsliðshópnum Fanndís eignaðist sitt fyrsta barn í febrúar. Hún kom inn í lið Vals á miðju tímabili og lék tólf leiki í Pepsi Max-deildinni. Í þeim skoraði hún fjögur mörk og gaf sex stoðsendingar. „Að sjálfsögðu skoða ég alla góða leikmenn sem ég tel að geti nýst okkur,“ sagði Þorsteinn er hann var spurður út í Fanndísi á blaðamannafundinum í dag. „Ef Fanndís kemst í sitt besta form þrýstir hún vel á það að koma í hópinn.“ Þorsteinn þekkir Fanndísi vel en hún lék undir hans stjórn hjá Breiðabliki á árunum 2015-17. Tímabilið 2015 skoraði hún nítján mörk fyrir Blika, sem urðu Íslandsmeistarar, var markahæst í Pepsi-deildinni og valin besti leikmaður Íslandsmótsins. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Sjá meira
Hópur kvennalandsliðsins fyrir síðustu leiki þess á þessu ári var tilkynntur í dag. Einn nýliði er í hópnum, Ída Marín Hermannsdóttir úr Val. Á blaðamannafundinum þar sem Þorsteinn fór yfir valið á landsliðshópnum var hann spurður út í Barbáru Sól Gísladóttur, leikmann Brøndby, sem hefur ekki verið valinn í landsliðið í haust. „Hún hefur verið aðeins frá en ég á von á því að hún spili um helgina. Ég ætlaði meira að segja að fara á leik hjá henni um síðustu helgi en þá var hún frá vegna höfuðhöggs,“ sagði Þorsteinn og nefndi svo nokkra aðra leikmenn sem hann fylgist vel með. „Það eru leikmenn sem maður hefur klárlega áhuga á að skoða. Ég get talið upp nokkra leikmenn sem hafa verið virkilega góðir að undanförnu. Barbára, Ásta Árna er kominn til baka eftir barnsburð, Fanndís Friðriks líka. Það er spurning hvort maður kíkir á þær ef þær halda áfram að banka á dyrnar. Svo getum við talað um Mist og Örnu Sif.“ Stór hópur góðra leikmanna Þorsteinn segir að hann hafi valið 33 leikmenn í landsliðið síðan hann tók við því fyrir ári og sú tala eigi væntanlega eftir að hækka. „Það er slatti af leikmönnum sem maður hefur ekki valið hingað til. Eins og ég hef sagt áður, við höfum úr stórum hópi góðra leikmanna að velja og það er samkeppni um þetta.“ Allir leikmennirnir sem Þorsteinn taldi upp hafa leikið landsleiki, mismarga þó. Fanndís Friðriksdóttir er sjöunda leikjahæst í sögu landsliðsins með 109 leiki. Í þeim hefur hún skorað sautján mörk. Barbára Sól hefur leikið tvo landsleiki, Ásta Eir Árnadóttir átta, Mist Edvarsdóttir þrettán og Arna Sif Ásgrímsdóttir tólf. Getur þrýst á sæti í landsliðshópnum Fanndís eignaðist sitt fyrsta barn í febrúar. Hún kom inn í lið Vals á miðju tímabili og lék tólf leiki í Pepsi Max-deildinni. Í þeim skoraði hún fjögur mörk og gaf sex stoðsendingar. „Að sjálfsögðu skoða ég alla góða leikmenn sem ég tel að geti nýst okkur,“ sagði Þorsteinn er hann var spurður út í Fanndísi á blaðamannafundinum í dag. „Ef Fanndís kemst í sitt besta form þrýstir hún vel á það að koma í hópinn.“ Þorsteinn þekkir Fanndísi vel en hún lék undir hans stjórn hjá Breiðabliki á árunum 2015-17. Tímabilið 2015 skoraði hún nítján mörk fyrir Blika, sem urðu Íslandsmeistarar, var markahæst í Pepsi-deildinni og valin besti leikmaður Íslandsmótsins.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Sjá meira