Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Ungverjaland 58-115 | Íslenska liðið sá aldrei til sólar Atli Arason skrifar 14. nóvember 2021 22:50 Úr leik kvöldsins. Vísir/Bára Dröfn Ísland mátti þola stórt tap gegn Ungverjalandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni EM 2023 í körfubolta kvenna í kvöld. Liðið stóð í Rúmeníu í Búkarest á fimmtudaginn var en mátti þola stórt tap í kvöld, lokatölur 58-115. Leikurinn fór fremur jafnt af stað þar sem bæði lið skiptast á að setja stig á töfluna. Reka Lelik er þó öflug í sóknarleik Ungverja en hún gerir fimm af fyrstu sjö stigum Ungverjalands til að koma þeim í þriggja stiga forystu eftir rúman tveggja mínútna leik, forystu sem þær ungversku gáfu aldrei eftir. Þessi munur hélst nokkurn veginn út allan fyrsta leikhluta. Forskot Ungverjalands sveiflaðist milli 2-5 stiga áður en þær ungversku bættu í. 13 stigum munaði þegar tæp mínúta var eftir af fyrsta leikhluta, 15-28 en síðustu fimm stig leikhlutans voru íslensk, Ungverjar unnu því fyrsta leikhluta með 8 stigum, 20-28. Annar leikhluti var eign gestanna frá Ungverjalandi. Hægt og rólega byggðu þær upp forskotið og refsuðu Íslendingum fyrir alla þá töpuðu bolta sem við virtumst á tímabili vera að safna. Munurinn var fljótlega orðinn 18 stig, 21-37, eftir einungis þrjár mínútur af örðum leikhluta áður en íslenska liðið tók við sér og leikurinn var nokkuð jafn til hálfleiks, 18 stig Íslands gegn 22 frá Ungverjum. Staðan var því 37-59 þegar liðin fóru inn í hálfleikshlé. Eftir fyrri hálfleikinn var í raun aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda, spurningin var í raun og veru hversu stór hann myndi verða en innbyrðis stigaskor gæti skipt Ungverja miklu máli að riðlakeppninni lokinni. Gestirnir héldu áfram að bæta í og settu 12 stig í röð áður en Ísland gerði fyrstu stigin sín í síðari hálfleik þegar rúmar 3 mínútur voru liðnar inn í þriðja leikhluta. Íslenska liðið hélt áfram að safna töpuðum boltum og Ungverjar refsuðu við nánast hvert tækifæri. Gestirnir unnu þriðja leikhluta með 12 stigum 13-25 og fóru með 34 stiga forskot í loka fjórðunginn. Stærsti leikhluta sigur Ungverja kom hins vegar í síðasta leikhlutanum. Þær héldu áfram að spila á sínu allra besta liði á meðan það íslenska dreifði mínútunum á milli leikmanna. Emma Sóldís og Elisabeth Ægis fengu til að mynda fyrstu mínúturnar sínar með landsliðinu í fjórða leikhluta. Það var augljóst að Ungverjar ætluðu að vinna þetta eins stórt og hægt var. Norbert Szekely, þjálfari Ungverjalands, undirstrikaði það alveg þegar hann tók leikhlé þegar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum, í stöðunni 58-112, til að stilla upp í kerfi fyrir þriggja stiga tilraun. Það gekk eftir og Ungverjaland vann afar sannfærandi 57 stiga sigur, 58-115. Af hverju vann Ungverjaland? Ungverjar voru einfaldlega einu númeri of stórar fyrir okkur. Þær voru betri á öllum sviðum leiksins. Ungverjar voru með 57% skotnýtingu gegn 32% hjá Íslandi. Gestirnir tóku 51 fráköst gegn 27 hjá heimakonum. 26 tapaðir íslenskir boltar gegn 19 hjá Ungverjum vegur einnig þungt gegn liði sem bæði hittir betur og rífur niður fleiri fráköst. Hverjar stóðu upp úr? Ceysha Goree var stigahæst Ungverja með 27 stig. Reka Lelik og Bernadett Hatar voru þó bestar í þessum leik með 30 framlagspunkta báðar. Lelik með 21 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar og Hatar með 18 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Í íslenska liðinu var Sara Rún Hinriksdóttir stigahæst með 15 stig en Sara tók einnig 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hvað gerist næst? Næsti landsleikjagluggi er eftir rúmt ár þegar liðið leikur við Spán þann 24. nóvember 2022. „Okkar töpuðu boltar skiluðu of mörgum stigum fyrir þær“ Embla Kristínardóttir, leikmaður Íslands.Vísir/Bára Dröfn Embla Kristínardóttir var með sjö stig og þrjú fráköst í dag. Þrátt fyrir stórt tap í leiknum þá reyndi Embla að horfa á það jákvæða í viðtali við Vísi eftir leik. „Það er ómetanlegt að spila hérna í Ólafssal, heiðraður salur Ólafs. Geggjað að spila landsleik hérna en að leiknum sjálfum þá er leiðinlegt að tapa svona stórt. Það er samt búið að vera ótrúlega gaman að æfa og spila með þessum stelpum. Við gerðum allt sem við gátum en þetta er kannski ekki alveg sá munur sem er á liðunum,“ sagði Embla. „Okkar töpuðu boltar skiluðu of mörgum stigum fyrir þær. Þær voru að stoppa og skora á okkur strax með allt of mikið af auðveldum körfum.“ Ungverjar eru með rosalega gott lið, lið sem er mögulega aðeins of gott yfir það íslenska. „Þær komu hérna seinast og töpuðu fyrir okkur. Við reynum kannski að lifa á því aðeins lengur þrátt fyrir að hafa tapað stórt í dag. Þær eru með risa inn í teig, þær eru með kana, þær eru með euro league leikmenn, allir leikmenn þeirra eru að spila pro,“ svaraði Embla, aðspurð út í getu ungverska liðsins. „Þær eru með mun meiri hæð en við“ Dagný Lísa Davíðsdóttir skorar eitt af þremur stigum sínum í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Íslands, var óánægð að tapa svona stórt og telur að liðið hefði getað spilað betur en það sýndi í kvöld þó svo að andstæðingurinn hafi mögulega verið of stór biti fyrir þær. „Þetta er bara svekkjandi. Við lögðum upp með marga hluti sem bara gengu ekki eftir. Þetta er gríðarlega sterkt lið en maður vonaðist kannski eftir því að geta gert aðeins meira á móti þeim,“ sagði Dagný í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hún bætti við, „þær eru ansi stór biti en að mörgu leyti þá hefðum við kannski getað spilað aðeins betur en við gerðum.“ Gífurlegur hæðar munur var kannski það helsta sem munaði á liðunum tveimur en íslenska liðið þurfti að hafa ansi góðar gætur á stóru leikmönnum Ungverjalands sem varð til þess að glufur opnuðust fyrir aðra leikmenn hjá Ungverjum til að skjóta að vild. „Við erum með rosa mikinn mismunun í póstinum en þær eru með mun meiri hæð en við. Þetta er einhver hæð sem við sjáum bara ekkert á Íslandi. Þær eru með leikmann sem er yfir tveimur metrum á hæð. Ofan á það eru þær með þrjá leikmenn yfir 190. Þetta er eitthvað sem við eigum erfitt með að keppa á móti. Við reynum að pressa þær inn í teig og tvöfalda á þær en þær voru að hitta rosalega vel úr skotunum sínum í dag,“ svaraði Dagný, aðspurð að muninum á milli liðanna. „Þær hittu illa á móti Spáni og við vorum að vonast til þess að þær myndu eiga svipaðan dag fyrir utan þriggja stiga línuna á móti okkur. Þær voru að hitta í dag og voru svolítið að finna skotin sín, þá er erfitt að vera að tvöfalda á þær inn í póstinum og ætla að stoppa þessa stóru hjá þeim þegar þær eru líka að hitta fyrir utan.“ „Þær eru rosalega hæfileikaríkar og það erfitt að stöðva öll þessi vopn sem þær eru með.“ Dagný spilaði báða leikina í fyrsta landsliðsverkefni sínu. Dagný er afar ánægð með þennan landsliðshóp og ætlar að gera sitt besta til að halda sér í honum. „Þetta er rosalega gaman. Eitthvað sem maður hefur stefnt að mjög lengi. Það er gaman að fá að vera partur af hópnum og fá að eyða tíma með þeim. Þetta eru stelpur sem maður er aðallega að spila á móti þó maður hefur verið með mörgum þeirra í yngri landsliðunum. Það er æðislegt að fá að vera partur af þessu og bara vonandi að maður geti verið með í næstu verkefnum,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir að lokum. EM 2023 í körfubolta
Ísland mátti þola stórt tap gegn Ungverjalandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni EM 2023 í körfubolta kvenna í kvöld. Liðið stóð í Rúmeníu í Búkarest á fimmtudaginn var en mátti þola stórt tap í kvöld, lokatölur 58-115. Leikurinn fór fremur jafnt af stað þar sem bæði lið skiptast á að setja stig á töfluna. Reka Lelik er þó öflug í sóknarleik Ungverja en hún gerir fimm af fyrstu sjö stigum Ungverjalands til að koma þeim í þriggja stiga forystu eftir rúman tveggja mínútna leik, forystu sem þær ungversku gáfu aldrei eftir. Þessi munur hélst nokkurn veginn út allan fyrsta leikhluta. Forskot Ungverjalands sveiflaðist milli 2-5 stiga áður en þær ungversku bættu í. 13 stigum munaði þegar tæp mínúta var eftir af fyrsta leikhluta, 15-28 en síðustu fimm stig leikhlutans voru íslensk, Ungverjar unnu því fyrsta leikhluta með 8 stigum, 20-28. Annar leikhluti var eign gestanna frá Ungverjalandi. Hægt og rólega byggðu þær upp forskotið og refsuðu Íslendingum fyrir alla þá töpuðu bolta sem við virtumst á tímabili vera að safna. Munurinn var fljótlega orðinn 18 stig, 21-37, eftir einungis þrjár mínútur af örðum leikhluta áður en íslenska liðið tók við sér og leikurinn var nokkuð jafn til hálfleiks, 18 stig Íslands gegn 22 frá Ungverjum. Staðan var því 37-59 þegar liðin fóru inn í hálfleikshlé. Eftir fyrri hálfleikinn var í raun aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda, spurningin var í raun og veru hversu stór hann myndi verða en innbyrðis stigaskor gæti skipt Ungverja miklu máli að riðlakeppninni lokinni. Gestirnir héldu áfram að bæta í og settu 12 stig í röð áður en Ísland gerði fyrstu stigin sín í síðari hálfleik þegar rúmar 3 mínútur voru liðnar inn í þriðja leikhluta. Íslenska liðið hélt áfram að safna töpuðum boltum og Ungverjar refsuðu við nánast hvert tækifæri. Gestirnir unnu þriðja leikhluta með 12 stigum 13-25 og fóru með 34 stiga forskot í loka fjórðunginn. Stærsti leikhluta sigur Ungverja kom hins vegar í síðasta leikhlutanum. Þær héldu áfram að spila á sínu allra besta liði á meðan það íslenska dreifði mínútunum á milli leikmanna. Emma Sóldís og Elisabeth Ægis fengu til að mynda fyrstu mínúturnar sínar með landsliðinu í fjórða leikhluta. Það var augljóst að Ungverjar ætluðu að vinna þetta eins stórt og hægt var. Norbert Szekely, þjálfari Ungverjalands, undirstrikaði það alveg þegar hann tók leikhlé þegar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum, í stöðunni 58-112, til að stilla upp í kerfi fyrir þriggja stiga tilraun. Það gekk eftir og Ungverjaland vann afar sannfærandi 57 stiga sigur, 58-115. Af hverju vann Ungverjaland? Ungverjar voru einfaldlega einu númeri of stórar fyrir okkur. Þær voru betri á öllum sviðum leiksins. Ungverjar voru með 57% skotnýtingu gegn 32% hjá Íslandi. Gestirnir tóku 51 fráköst gegn 27 hjá heimakonum. 26 tapaðir íslenskir boltar gegn 19 hjá Ungverjum vegur einnig þungt gegn liði sem bæði hittir betur og rífur niður fleiri fráköst. Hverjar stóðu upp úr? Ceysha Goree var stigahæst Ungverja með 27 stig. Reka Lelik og Bernadett Hatar voru þó bestar í þessum leik með 30 framlagspunkta báðar. Lelik með 21 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar og Hatar með 18 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Í íslenska liðinu var Sara Rún Hinriksdóttir stigahæst með 15 stig en Sara tók einnig 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hvað gerist næst? Næsti landsleikjagluggi er eftir rúmt ár þegar liðið leikur við Spán þann 24. nóvember 2022. „Okkar töpuðu boltar skiluðu of mörgum stigum fyrir þær“ Embla Kristínardóttir, leikmaður Íslands.Vísir/Bára Dröfn Embla Kristínardóttir var með sjö stig og þrjú fráköst í dag. Þrátt fyrir stórt tap í leiknum þá reyndi Embla að horfa á það jákvæða í viðtali við Vísi eftir leik. „Það er ómetanlegt að spila hérna í Ólafssal, heiðraður salur Ólafs. Geggjað að spila landsleik hérna en að leiknum sjálfum þá er leiðinlegt að tapa svona stórt. Það er samt búið að vera ótrúlega gaman að æfa og spila með þessum stelpum. Við gerðum allt sem við gátum en þetta er kannski ekki alveg sá munur sem er á liðunum,“ sagði Embla. „Okkar töpuðu boltar skiluðu of mörgum stigum fyrir þær. Þær voru að stoppa og skora á okkur strax með allt of mikið af auðveldum körfum.“ Ungverjar eru með rosalega gott lið, lið sem er mögulega aðeins of gott yfir það íslenska. „Þær komu hérna seinast og töpuðu fyrir okkur. Við reynum kannski að lifa á því aðeins lengur þrátt fyrir að hafa tapað stórt í dag. Þær eru með risa inn í teig, þær eru með kana, þær eru með euro league leikmenn, allir leikmenn þeirra eru að spila pro,“ svaraði Embla, aðspurð út í getu ungverska liðsins. „Þær eru með mun meiri hæð en við“ Dagný Lísa Davíðsdóttir skorar eitt af þremur stigum sínum í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Íslands, var óánægð að tapa svona stórt og telur að liðið hefði getað spilað betur en það sýndi í kvöld þó svo að andstæðingurinn hafi mögulega verið of stór biti fyrir þær. „Þetta er bara svekkjandi. Við lögðum upp með marga hluti sem bara gengu ekki eftir. Þetta er gríðarlega sterkt lið en maður vonaðist kannski eftir því að geta gert aðeins meira á móti þeim,“ sagði Dagný í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hún bætti við, „þær eru ansi stór biti en að mörgu leyti þá hefðum við kannski getað spilað aðeins betur en við gerðum.“ Gífurlegur hæðar munur var kannski það helsta sem munaði á liðunum tveimur en íslenska liðið þurfti að hafa ansi góðar gætur á stóru leikmönnum Ungverjalands sem varð til þess að glufur opnuðust fyrir aðra leikmenn hjá Ungverjum til að skjóta að vild. „Við erum með rosa mikinn mismunun í póstinum en þær eru með mun meiri hæð en við. Þetta er einhver hæð sem við sjáum bara ekkert á Íslandi. Þær eru með leikmann sem er yfir tveimur metrum á hæð. Ofan á það eru þær með þrjá leikmenn yfir 190. Þetta er eitthvað sem við eigum erfitt með að keppa á móti. Við reynum að pressa þær inn í teig og tvöfalda á þær en þær voru að hitta rosalega vel úr skotunum sínum í dag,“ svaraði Dagný, aðspurð að muninum á milli liðanna. „Þær hittu illa á móti Spáni og við vorum að vonast til þess að þær myndu eiga svipaðan dag fyrir utan þriggja stiga línuna á móti okkur. Þær voru að hitta í dag og voru svolítið að finna skotin sín, þá er erfitt að vera að tvöfalda á þær inn í póstinum og ætla að stoppa þessa stóru hjá þeim þegar þær eru líka að hitta fyrir utan.“ „Þær eru rosalega hæfileikaríkar og það erfitt að stöðva öll þessi vopn sem þær eru með.“ Dagný spilaði báða leikina í fyrsta landsliðsverkefni sínu. Dagný er afar ánægð með þennan landsliðshóp og ætlar að gera sitt besta til að halda sér í honum. „Þetta er rosalega gaman. Eitthvað sem maður hefur stefnt að mjög lengi. Það er gaman að fá að vera partur af hópnum og fá að eyða tíma með þeim. Þetta eru stelpur sem maður er aðallega að spila á móti þó maður hefur verið með mörgum þeirra í yngri landsliðunum. Það er æðislegt að fá að vera partur af þessu og bara vonandi að maður geti verið með í næstu verkefnum,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti