Fólk streymir enn í hraðpróf þrátt fyrir undanþágu Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2021 13:30 Ríflega tvö þúsund manns hafa mætt í hraðpróf á Suðurlandsbraut í dag. Vísir/Sigurjón Ríflega tvö þúsund manns hafa þegar mætt í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins það sem af er degi. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk velja að mæta þrátt fyrir að þurfa ekki að framvísa neikvæðum niðurstöðum á menningarviðburðum um helgina. Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt undanþágu frá reglum um framvísun neikvæðra hraðprófa á menningaviðburðum um helgina. Sú ákvörðun var tekin vegna þess að óttast var að hraðprófsstaðir myndu ekki anna eftirspurn um helgina og fólk kæmist því ekki á viðburði. Marta María segir heilsugæsluna hafa rýmkað tímabókunarkerfi sitt og lengt opnunartíma til klukkan 16 til þess að anna aukinni eftirspurn. Því ættu allir að komast að sem vilja. Hún segist ekki hafa tekið eftir því að færri komi nú eftir að undanþága var veitt. „Ég held að fólk vilji bara vera öruggt,“ segir Marta. Þá segir hún Heilsugæsluna mælast til þess að fólk mæti í hraðpróf þó svo að það sé ekki skylda. Margir greinist jákvæðir í hraðprófum Níu hafa greinst með kórónuveiruna í hraðprófum í dag. Í gær voru þeir 38, þar af voru 26 sem fóru í hraðpróf til þess að mega sækja menningarviðburði. Daginn þar áður voru jákvæðir 43, sem er metfjöldi greindra í hraðprófum. Marta María segir að langflestir sem greinast jákvæðir í hraðprófi geri það sömuleiðis í PCR-prófi. „Það má búast við að einhverjir örfáir af þeim sem greinasta núna jákvæðir hjá okkur, eru síðan neikvæðir í PCR-prófi. Það eru örfáir,“ segir hún þó. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Hraðpróf óþörf um helgina Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt undanþágu frá reglum um framvísun neikvæðra hraðprófa á menningaviðburðum um helgina þar sem ljóst er að hraðprófsstöðvar anna ekki eftirspurn og auknu álagi. 13. nóvember 2021 10:11 Aldrei fleiri greinst smitaðir í hraðprófum 43 greindust með kórónuveiruna í hraðprófum í gær, sem er metfjöldi. Um fjögur þúsund manns mættu í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag, sem er einnig metfjöldi. 12. nóvember 2021 22:21 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt undanþágu frá reglum um framvísun neikvæðra hraðprófa á menningaviðburðum um helgina. Sú ákvörðun var tekin vegna þess að óttast var að hraðprófsstaðir myndu ekki anna eftirspurn um helgina og fólk kæmist því ekki á viðburði. Marta María segir heilsugæsluna hafa rýmkað tímabókunarkerfi sitt og lengt opnunartíma til klukkan 16 til þess að anna aukinni eftirspurn. Því ættu allir að komast að sem vilja. Hún segist ekki hafa tekið eftir því að færri komi nú eftir að undanþága var veitt. „Ég held að fólk vilji bara vera öruggt,“ segir Marta. Þá segir hún Heilsugæsluna mælast til þess að fólk mæti í hraðpróf þó svo að það sé ekki skylda. Margir greinist jákvæðir í hraðprófum Níu hafa greinst með kórónuveiruna í hraðprófum í dag. Í gær voru þeir 38, þar af voru 26 sem fóru í hraðpróf til þess að mega sækja menningarviðburði. Daginn þar áður voru jákvæðir 43, sem er metfjöldi greindra í hraðprófum. Marta María segir að langflestir sem greinast jákvæðir í hraðprófi geri það sömuleiðis í PCR-prófi. „Það má búast við að einhverjir örfáir af þeim sem greinasta núna jákvæðir hjá okkur, eru síðan neikvæðir í PCR-prófi. Það eru örfáir,“ segir hún þó.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Hraðpróf óþörf um helgina Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt undanþágu frá reglum um framvísun neikvæðra hraðprófa á menningaviðburðum um helgina þar sem ljóst er að hraðprófsstöðvar anna ekki eftirspurn og auknu álagi. 13. nóvember 2021 10:11 Aldrei fleiri greinst smitaðir í hraðprófum 43 greindust með kórónuveiruna í hraðprófum í gær, sem er metfjöldi. Um fjögur þúsund manns mættu í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag, sem er einnig metfjöldi. 12. nóvember 2021 22:21 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hraðpróf óþörf um helgina Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt undanþágu frá reglum um framvísun neikvæðra hraðprófa á menningaviðburðum um helgina þar sem ljóst er að hraðprófsstöðvar anna ekki eftirspurn og auknu álagi. 13. nóvember 2021 10:11
Aldrei fleiri greinst smitaðir í hraðprófum 43 greindust með kórónuveiruna í hraðprófum í gær, sem er metfjöldi. Um fjögur þúsund manns mættu í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag, sem er einnig metfjöldi. 12. nóvember 2021 22:21