Á bólakafi, aðeins veiðistöngin upp úr og sonurinn sofandi inni í hjólhýsi Stefán Árni Pálsson skrifar 15. nóvember 2021 10:30 Pétur Jóhann er með uppistandasýninguna Óhæfur í Tjarnarbíói. Pétur Jóhann Sigfússon fer yfir alla sína bresti í Tjarnarbíói í sýningu sinni, Óhæfur. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fór Pétur Jóhann um víðan völl og fór meðal annars yfir ferilinn og umfjöllunarefni sýningarinnar sem er í raun hann sjálfur. Í sýningunni kemur til að mynda fram hversu erfitt það er að búa með honum. „Aðal vakningin átti sér stað þegar ég fór að vera mikið einn með sjálfum mér árið 2018. Ég er búinn að vera með fasta vinnu frá því að ég fór út á vinnumarkaðinn. Svo breyttist það þarna og þá fer maður að vera rosalega mikið einn með sjálfum þér. Þá rennur ýmislegt upp fyrir þér því þú ert ekkert mikið að hitta fólk, ég er bara einn,“ segir Pétur og heldur áfram. „Stundum sest ég upp í bíl og veit ekki einu sinni hvert ég er að fara. Ég verð að passa mig hvað ég segi, passa mig hvað ég geri en ég er samt algjör vitleysingur gerandi eitthvað rugl eins og fram hefur komið og við ætlum ekki að fara í það.“ Pétur segir sögu frá því þegar þeir feðgarnir fóru saman í ferð með hjólhýsið í sumar. „Þá erum við í hópi fólks, Sigrún ekki með, og hann orðinn tíu ára. Á einhverjum tímapunkti sofnar hann og þá fer fullorðna fólkið svona aðeins að fá sér sem er ekkert leiðinlegt. Þarna er kominn aðeins safi í mig og þá kemur upp púki og ég næ að véla tvo einstaklinga með mér með veiðistöng út að á. Ég var búinn að tala við bóndann og spyrja hvort ég mætti veiða og hann sagði já, nei hann sagði í rauninni nei en sagði að ég mætti æfa veiðiköstin mín. Fyrir mér var það ákveðið já,“ segir Pétur og heldur áfram. „Þegar það var kominn safi í Sigfússon véla ég þessa tvo með mér, þeir eru ekkert að veiða en rottast þarna eitthvað með mér. Ég er ekkert í vöðlum eða neinu, bara í venjulegum jakka. Síðan er ég kominn með stöngina. Ég er búinn að kasta og mér finnst eins og það sé eitthvað verið að eiga við færið. Þá verð ég svo æstur að ég renn til og veit ekki fyrr en ég er allur dottinn ofan í ána á bólakaf og bara stöngin upp úr. Þetta er bara hylur og mér líður eins og ég sé þarna í tuttugu mínútur. Ég hugsa, þú ert ekki að fara deyja hérna Pétur Jóhann. Þarna er sonur minn einn sofandi inni í hjólhýsi, þetta er óábyrgt og ég er ekki stoltur af þessu en mér finnst gaman að bera þetta á borð fyrir fólk því mannlegu brestirnir eru miklu skemmtilegri,“ segir Pétur sem fer yfir álíka tilfelli í sýningunni. Ísland í dag Uppistand Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Sjá meira
Í sýningunni kemur til að mynda fram hversu erfitt það er að búa með honum. „Aðal vakningin átti sér stað þegar ég fór að vera mikið einn með sjálfum mér árið 2018. Ég er búinn að vera með fasta vinnu frá því að ég fór út á vinnumarkaðinn. Svo breyttist það þarna og þá fer maður að vera rosalega mikið einn með sjálfum þér. Þá rennur ýmislegt upp fyrir þér því þú ert ekkert mikið að hitta fólk, ég er bara einn,“ segir Pétur og heldur áfram. „Stundum sest ég upp í bíl og veit ekki einu sinni hvert ég er að fara. Ég verð að passa mig hvað ég segi, passa mig hvað ég geri en ég er samt algjör vitleysingur gerandi eitthvað rugl eins og fram hefur komið og við ætlum ekki að fara í það.“ Pétur segir sögu frá því þegar þeir feðgarnir fóru saman í ferð með hjólhýsið í sumar. „Þá erum við í hópi fólks, Sigrún ekki með, og hann orðinn tíu ára. Á einhverjum tímapunkti sofnar hann og þá fer fullorðna fólkið svona aðeins að fá sér sem er ekkert leiðinlegt. Þarna er kominn aðeins safi í mig og þá kemur upp púki og ég næ að véla tvo einstaklinga með mér með veiðistöng út að á. Ég var búinn að tala við bóndann og spyrja hvort ég mætti veiða og hann sagði já, nei hann sagði í rauninni nei en sagði að ég mætti æfa veiðiköstin mín. Fyrir mér var það ákveðið já,“ segir Pétur og heldur áfram. „Þegar það var kominn safi í Sigfússon véla ég þessa tvo með mér, þeir eru ekkert að veiða en rottast þarna eitthvað með mér. Ég er ekkert í vöðlum eða neinu, bara í venjulegum jakka. Síðan er ég kominn með stöngina. Ég er búinn að kasta og mér finnst eins og það sé eitthvað verið að eiga við færið. Þá verð ég svo æstur að ég renn til og veit ekki fyrr en ég er allur dottinn ofan í ána á bólakaf og bara stöngin upp úr. Þetta er bara hylur og mér líður eins og ég sé þarna í tuttugu mínútur. Ég hugsa, þú ert ekki að fara deyja hérna Pétur Jóhann. Þarna er sonur minn einn sofandi inni í hjólhýsi, þetta er óábyrgt og ég er ekki stoltur af þessu en mér finnst gaman að bera þetta á borð fyrir fólk því mannlegu brestirnir eru miklu skemmtilegri,“ segir Pétur sem fer yfir álíka tilfelli í sýningunni.
Ísland í dag Uppistand Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Sjá meira