Perónistar misstu þingmeirihluta í fyrsta skipti í áratugi Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2021 10:11 Kona greiðir atkvæði með aðstoð ungs barns í þingkosningum í Buenos Aires í gær. AP/Rodrigo Abd Stjórnarflokkur perónista í Argentínu missti meirihluta sinn á þingi í fyrsta skipti í tæp fjörutíu ár í þingkosningum sem fóru fram í gær. Vaxandi verðbólga og fátækt var flokki Albertos Fernandéz forseta dýrkeypt. Kosið var til helmings sæta í fulltrúadeild argentínska þingsins og þriðjungs sæta í öldungadeildinni. Perónistar voru fyrir kosningar með rúman meirihluta þingsæta í efri deildinni og stærsta þingflokkinn í þeirri neðri. Reuters-fréttastofan segir að þegar flest atkvæði hafa verið talin stefni í að íhaldsflokkar í stjórnarandstöðu sem hlutu slæma útreið í forsetakosningum fyrir tveimur árum hafi unnið mikilvæga sigra í helstu kjördæmum. Stjórnarflokkurinn tapaði meðal annars í höfuðborginni Buenos Aires, höfuðvígi sínu. Vinsældir Fernández forseta hafa dvínað verulega í kórónuveirufaraldrinum. Verðbólgudraugurinn er farinn á kreik og argentínski pesóinn hefur ekki staðið veikar gagnvart dollara þrátt fyrir stíf fjármagnhöft. Forsetinn hefur heitið því að leysa skuldavanda Argentínu í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og kveða niður verðbólguna. Liður í því er að senda langtímafjárhagsáætlun til þingsins á næstu vikum sem er talið ein forsenda nýs samnings við sjóðinn. Argentína hefur verið að miklu leyti upp á náð og miskunn alþjóðlegra stofnana komin frá algeru efnahagshruni í landinu árið 2001. Milljónir Argentínumanna lentu þá neðan fátæktarmarka og hafa þurft að reiða sig á opinberar bætur frá ríkisstjórn perónista. Argentína Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Kosið var til helmings sæta í fulltrúadeild argentínska þingsins og þriðjungs sæta í öldungadeildinni. Perónistar voru fyrir kosningar með rúman meirihluta þingsæta í efri deildinni og stærsta þingflokkinn í þeirri neðri. Reuters-fréttastofan segir að þegar flest atkvæði hafa verið talin stefni í að íhaldsflokkar í stjórnarandstöðu sem hlutu slæma útreið í forsetakosningum fyrir tveimur árum hafi unnið mikilvæga sigra í helstu kjördæmum. Stjórnarflokkurinn tapaði meðal annars í höfuðborginni Buenos Aires, höfuðvígi sínu. Vinsældir Fernández forseta hafa dvínað verulega í kórónuveirufaraldrinum. Verðbólgudraugurinn er farinn á kreik og argentínski pesóinn hefur ekki staðið veikar gagnvart dollara þrátt fyrir stíf fjármagnhöft. Forsetinn hefur heitið því að leysa skuldavanda Argentínu í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og kveða niður verðbólguna. Liður í því er að senda langtímafjárhagsáætlun til þingsins á næstu vikum sem er talið ein forsenda nýs samnings við sjóðinn. Argentína hefur verið að miklu leyti upp á náð og miskunn alþjóðlegra stofnana komin frá algeru efnahagshruni í landinu árið 2001. Milljónir Argentínumanna lentu þá neðan fátæktarmarka og hafa þurft að reiða sig á opinberar bætur frá ríkisstjórn perónista.
Argentína Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira