ÍR kærir og þjálfarinn lýsir dómurunum sem „landsbyggðarmönnum“ Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2021 13:31 Kristinn Björgúlfsson er þjálfari ÍR sem er í baráttu um að komast aftur upp í Olís-deild karla. vísir/Elín Björg ÍR-ingar töpuðu með eins marks mun gegn Herði frá Ísafirði í toppslag Grill 66-deildarinnar á laugardaginn. Þeir telja Harðarmenn hafa haft rangt við varðandi leikskýrslu og hafa kært framkvæmd leiksins til dómstóls HSÍ. „Í kjölfar leiksins hefur handknattleiksdeild ÍR ákveðið að kæra framkvæmd leiksins, vegna rangrar skýrslugerðar fyrir leik,“ segir í yfirlýsingu frá ÍR. „Lög handknattleikssambandsins eru skýr og telur ÍR það mikilvægt að fá botn í málið, til að tryggja að framkvæmd og umgjörð sé ávallt í lagi. Undirrituð leikskýrsla sem skilað hafði verið á ritaraborð má ekki breyta, né villa viljandi fyrir. Með þessum hætti geta félög villt fyrir andstæðingum sínum og blekkt þá með röngum upplýsingum,“ segir þar einnig. ÍR-ingar vilja ekki tjá sig frekar um málið. Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar, segir í svari við fyrirspurn Vísis að Harðarmenn hafi fyrst heyrt af málinu í fjölmiðlum og ekki fengið neinar frekari upplýsingar um efni kærunnar frá HSÍ. Ragnar segir að að mati Harðarmanna hafi verið rétt staðið að öllu varðandi framkvæmd leiksins og skýrslan legið fyrir áður en leikurinn hófst, í samræmi við reglur HSÍ. „Dómgæslan er sú lélegasta sem ég hef fengið“ Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, var vægast sagt óánægður með dómgæsluna í leiknum þegar handbolti.is ræddi við hann eftir leikinn í Austurbergi, sem lauk með 37-36 sigri Harðar. „Við töpuðum leiknum á eigin klúðri en dómgæslan er sú lélegasta sem ég hef fengið sem þjálfari meistaraflokksliðs ÍR karla og var hún oft léleg í fyrra. Hún var óboðleg og enn og aftur á það sér stað þótt eftirlitsmaður sé á leik. Til hvers eru eftirlitsmenn ef ekki á að fylgja reglunum?“ spurði Kristinn. Hann var afar ósáttur við fjölda brottrekstra í fyrri hálfleik: „Það virkaði á mig eins og dómararnir væru landsbyggðarmenn,“ sagði Kristinn við handbolti.is. Fordæma ummæli þjálfara ÍR „Okkur finnst það miður að þjálfari ÍR sé að ásaka bæði okkur, sem og starfsmenn leiksins, um að vera ekki heiðarlegir og hafa svindlað á skýrslunni,“ sagði Ragnar Heiðar, framkvæmdastjóri Harðar. „Einnig viljum við fordæma ummæli þjálfara ÍR sem kallar ágæta dómarana leiksins landsbyggðarmenn og ýjar að því að þeir hafi eitthvað óhreint í pokahorninu, einungis þar sem þeir koma utan að landi, rétt eins og Hörður. Eins og það geri menn eitthvað verri að vera utan að landi. Hörður hefur gert mistök við skýrslugerð og tapaði þeim leik gegn Vængjum Júpíters eftir að Vængir kærðu þrátt fyrir 10 marka tap. Haukar-U gerðu mistök við skýrslu í fyrra í leik gegn Herði sem Hörður tapaði. Hörður kærði ekki þá og HSÍ gerði ekkert enda vill félagið [Hörður] vinna leiki inni á vellinum en ekki á tæknilegum útfærslum. Hvort að það eigi að færa ÍR þessi stig vitum við ekki, þar sem við fáum ekkert í hendurnar frá HSÍ. Hlutirnir skila sér stundum seint og illa til okkar… landsbyggðarmannanna,“ sagði Ragnar. Hörður er eftir sigurinn með tíu stig, fullt hús stiga, eftir fimm umferðir en ÍR er í 2. sæti með átta stig. Uppfært kl. 15.04: Kristinn hefur sent frá sér yfirlýsingu á Twitter þar sem hann biðst innilegrar afsökunar á ummælum sínum um dómarana: Eftir leik @IR_Handbolti Harðar um helgina þar sem við töpuðum var ég vel heitur og sagði orð um dómarana sem hvorki voru mér né handboltanum til sóma. Ég biðst innilegrar afsökunnar á ummælum mínum @HSI_Iceland @handboltiis @handboltinn @VisirSport— Kiddi Björgúlfss (@KiddiBje) November 15, 2021 Handbolti ÍR Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Sjá meira
„Í kjölfar leiksins hefur handknattleiksdeild ÍR ákveðið að kæra framkvæmd leiksins, vegna rangrar skýrslugerðar fyrir leik,“ segir í yfirlýsingu frá ÍR. „Lög handknattleikssambandsins eru skýr og telur ÍR það mikilvægt að fá botn í málið, til að tryggja að framkvæmd og umgjörð sé ávallt í lagi. Undirrituð leikskýrsla sem skilað hafði verið á ritaraborð má ekki breyta, né villa viljandi fyrir. Með þessum hætti geta félög villt fyrir andstæðingum sínum og blekkt þá með röngum upplýsingum,“ segir þar einnig. ÍR-ingar vilja ekki tjá sig frekar um málið. Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar, segir í svari við fyrirspurn Vísis að Harðarmenn hafi fyrst heyrt af málinu í fjölmiðlum og ekki fengið neinar frekari upplýsingar um efni kærunnar frá HSÍ. Ragnar segir að að mati Harðarmanna hafi verið rétt staðið að öllu varðandi framkvæmd leiksins og skýrslan legið fyrir áður en leikurinn hófst, í samræmi við reglur HSÍ. „Dómgæslan er sú lélegasta sem ég hef fengið“ Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, var vægast sagt óánægður með dómgæsluna í leiknum þegar handbolti.is ræddi við hann eftir leikinn í Austurbergi, sem lauk með 37-36 sigri Harðar. „Við töpuðum leiknum á eigin klúðri en dómgæslan er sú lélegasta sem ég hef fengið sem þjálfari meistaraflokksliðs ÍR karla og var hún oft léleg í fyrra. Hún var óboðleg og enn og aftur á það sér stað þótt eftirlitsmaður sé á leik. Til hvers eru eftirlitsmenn ef ekki á að fylgja reglunum?“ spurði Kristinn. Hann var afar ósáttur við fjölda brottrekstra í fyrri hálfleik: „Það virkaði á mig eins og dómararnir væru landsbyggðarmenn,“ sagði Kristinn við handbolti.is. Fordæma ummæli þjálfara ÍR „Okkur finnst það miður að þjálfari ÍR sé að ásaka bæði okkur, sem og starfsmenn leiksins, um að vera ekki heiðarlegir og hafa svindlað á skýrslunni,“ sagði Ragnar Heiðar, framkvæmdastjóri Harðar. „Einnig viljum við fordæma ummæli þjálfara ÍR sem kallar ágæta dómarana leiksins landsbyggðarmenn og ýjar að því að þeir hafi eitthvað óhreint í pokahorninu, einungis þar sem þeir koma utan að landi, rétt eins og Hörður. Eins og það geri menn eitthvað verri að vera utan að landi. Hörður hefur gert mistök við skýrslugerð og tapaði þeim leik gegn Vængjum Júpíters eftir að Vængir kærðu þrátt fyrir 10 marka tap. Haukar-U gerðu mistök við skýrslu í fyrra í leik gegn Herði sem Hörður tapaði. Hörður kærði ekki þá og HSÍ gerði ekkert enda vill félagið [Hörður] vinna leiki inni á vellinum en ekki á tæknilegum útfærslum. Hvort að það eigi að færa ÍR þessi stig vitum við ekki, þar sem við fáum ekkert í hendurnar frá HSÍ. Hlutirnir skila sér stundum seint og illa til okkar… landsbyggðarmannanna,“ sagði Ragnar. Hörður er eftir sigurinn með tíu stig, fullt hús stiga, eftir fimm umferðir en ÍR er í 2. sæti með átta stig. Uppfært kl. 15.04: Kristinn hefur sent frá sér yfirlýsingu á Twitter þar sem hann biðst innilegrar afsökunar á ummælum sínum um dómarana: Eftir leik @IR_Handbolti Harðar um helgina þar sem við töpuðum var ég vel heitur og sagði orð um dómarana sem hvorki voru mér né handboltanum til sóma. Ég biðst innilegrar afsökunnar á ummælum mínum @HSI_Iceland @handboltiis @handboltinn @VisirSport— Kiddi Björgúlfss (@KiddiBje) November 15, 2021
Handbolti ÍR Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Sjá meira