Aron: Gríðarlegur karakter að ná sigri úr þessum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2021 21:00 Aron Kristjánsson var glaður eftir sigurinn á ÍBV. vísir/vilhelm Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður með að hans menn skyldu hafa náð í sigur gegn ÍBV þrátt fyrir mikið mótlæti. Haukar unnu leikinn, 36-35. „Það er gríðarlegur karakter að ná sigri úr þessum leik. Ég var óánægður með vörnina allan leikinn. Við vorum linir og alltaf eftir á, að bregðast við einhverju sem við vissum að væri að koma,“ sagði Aron við Vísi eftir leik. „Við skoruðum mikið af mörkum. Byrjunin á seinni hálfleik minnti á borðtennisleik, bæði lið misstu boltann og klikkuðu á dauðafærum. Við spiluðum okkur í mjög góð færi en klikkuðum á þeim. Við misstum þá fimm mörkum fram úr okkur en þetta var alltaf möguleiki. Við þurftum bara að fá nokkra bolta varða eða nokkrar góðar varnir. Og það gerðist undir lokin. Aron [Rafn Eðvarðsson] varði nokkra mjög góða bolta undir lokin og við settum Darra [Aronsson] fyrir framan í 5-1 vörninni. Það truflaði betur spilið milli skyttanna og við þvinguðum þá í nokkrar lélegar ákvarðanir og það var kannski lykilinn þegar uppi var staðið.“ Petar Jokanovic átti frábæra kafla í marki ÍBV og varði frá leikmönnum Hauka úr hverju dauðafærinu á fætur öðru undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess seinni. „Þetta voru þvílík dauðafæri sem við klikkuðum á á tímabili. Sóknarleikurinn var góður og hann var ekki vandamálið. Það var vörnin. Við vorum staðir og aumir.“ Þegar um tíu mínútur voru eftir breytti Aron um vörn, fór úr 6-0 vörn yfir í 5-1 vörn með Darra fyrir framan. Það virtist slá Eyjamenn út af laginu. „Við æfðum þetta aðeins í undirbúningnum. Við fórum stundum í 5-1 vörn í fyrra, aðeins öðruvísi afbrigði, spænskt sem við fórum í í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fórum við svo í annað afbrigði af 5-1 vörn með hávaxinn mann fyrir framan. Það gekk mjög vel og er klárlega eitthvað sem getur verið ágætis vopn,“ sagði Aron. Heimir Óli Heimisson var rekinn af velli eftir tuttugu mínútur fyrir að gefa Degi Arnarssyni olnbogaskot. „Í hálfleik sagði leikmaður við mig að hann hafi ekki gert neitt. Leikmaður ÍBV hafi klipið hann og kastað sér aftur. Ég þarf bara að skoða þetta á myndbandi,“ sagði Aron að endingu. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Haukar - ÍBV 36-35 | Adam hetja Hauka í miklum markaleik Adam Haukur Baumruk tryggði Haukum sigur á ÍBV, 36-35, í miklum markaleik í Olís-deild karla í kvöld. 15. nóvember 2021 20:36 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
„Það er gríðarlegur karakter að ná sigri úr þessum leik. Ég var óánægður með vörnina allan leikinn. Við vorum linir og alltaf eftir á, að bregðast við einhverju sem við vissum að væri að koma,“ sagði Aron við Vísi eftir leik. „Við skoruðum mikið af mörkum. Byrjunin á seinni hálfleik minnti á borðtennisleik, bæði lið misstu boltann og klikkuðu á dauðafærum. Við spiluðum okkur í mjög góð færi en klikkuðum á þeim. Við misstum þá fimm mörkum fram úr okkur en þetta var alltaf möguleiki. Við þurftum bara að fá nokkra bolta varða eða nokkrar góðar varnir. Og það gerðist undir lokin. Aron [Rafn Eðvarðsson] varði nokkra mjög góða bolta undir lokin og við settum Darra [Aronsson] fyrir framan í 5-1 vörninni. Það truflaði betur spilið milli skyttanna og við þvinguðum þá í nokkrar lélegar ákvarðanir og það var kannski lykilinn þegar uppi var staðið.“ Petar Jokanovic átti frábæra kafla í marki ÍBV og varði frá leikmönnum Hauka úr hverju dauðafærinu á fætur öðru undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess seinni. „Þetta voru þvílík dauðafæri sem við klikkuðum á á tímabili. Sóknarleikurinn var góður og hann var ekki vandamálið. Það var vörnin. Við vorum staðir og aumir.“ Þegar um tíu mínútur voru eftir breytti Aron um vörn, fór úr 6-0 vörn yfir í 5-1 vörn með Darra fyrir framan. Það virtist slá Eyjamenn út af laginu. „Við æfðum þetta aðeins í undirbúningnum. Við fórum stundum í 5-1 vörn í fyrra, aðeins öðruvísi afbrigði, spænskt sem við fórum í í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fórum við svo í annað afbrigði af 5-1 vörn með hávaxinn mann fyrir framan. Það gekk mjög vel og er klárlega eitthvað sem getur verið ágætis vopn,“ sagði Aron. Heimir Óli Heimisson var rekinn af velli eftir tuttugu mínútur fyrir að gefa Degi Arnarssyni olnbogaskot. „Í hálfleik sagði leikmaður við mig að hann hafi ekki gert neitt. Leikmaður ÍBV hafi klipið hann og kastað sér aftur. Ég þarf bara að skoða þetta á myndbandi,“ sagði Aron að endingu. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Haukar - ÍBV 36-35 | Adam hetja Hauka í miklum markaleik Adam Haukur Baumruk tryggði Haukum sigur á ÍBV, 36-35, í miklum markaleik í Olís-deild karla í kvöld. 15. nóvember 2021 20:36 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Haukar - ÍBV 36-35 | Adam hetja Hauka í miklum markaleik Adam Haukur Baumruk tryggði Haukum sigur á ÍBV, 36-35, í miklum markaleik í Olís-deild karla í kvöld. 15. nóvember 2021 20:36