Rússar staðfesta að þeir hafi skotið gamlan gervihnött Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2021 13:16 Geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni þurftu að leita vars í tveimur geimferjum sem liggja að henni í gærkvöldi þegar ljóst var að gervihnetti hefði verið splundrað á braut um jörðu. Myndin er af Dragon-geimferju SpaceX fyrir utan geimstöðina í apríl. AP/NASA Varnarmálaráðuneyti Rússlands staðfesti í dag að það hefði skotið á gamlan gervihnött í vopnatilraun. Það hafnar því að geimruslið sem myndaðist hafi teflt lífi geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni eða öðru gervihnöttum í hættu. Talið er að í það minnsta 1.500 brot hafi orðið til þess gervitungli var splundrað á lágri braut um jörðu í gær. Brotin eru á um það bil 28.000 kílómetra hraða á klukkustund og minnsta arða gæti valdið verulegu tjóni á hverju því sem á vegi hennar yrði. Bandarískir embættismenn fullyrtu í gær að Rússar hefðu verið að verki og sökuðu þá um glæfralega og óábyrga eldflaugarárás. Brotin muni skapa hættu í fleiri ár. Bill Nelson, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, segir að geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni séu nú í fjórfalt meiri hættu vegna geimrusls en áður. Geimförum um borð í geimstöðinni var skipað að leita skjóls í tveimur geimferjum sem liggja að henni þegar ljóst var hvað hefði gerst seint í gærkvöldi. Fjórir Bandaríkjamenn, einn Þjóðverji og tveir Rússar þurftu að sitja í geimferjunum í tvær klukkustundir. Þegar þeim var hleypt aftur inn í stöðina var þeim ráðalagt að loka og opna hlera á milli hluta geimstöðvarinnar í hverri sportbraut um jörðu þegar hún fór nærri geimruslinu, á um eins og hálfs tíma fresti. Saka Bandaríkjastjórn um hræsni Rússneska varnarmálaráðuneytið staðfesti nú í dag að það hefði skotið niður gervitunglið Tselina-D sem hefur verið á braut um jörðu frá árinu 1982 og var ekki lengur í notkun. Fullyrti það aftur á móti að Bandaríkjastjórn væri fullkunnugt um að brak gervitunglsins ógnaði hvorki geimstöðvum, geimferjum eða öðrum athöfnum í geimnum. Rússnesk stjórnvöld reyna yfirleitt að bæta böl með því að benda á annað verra þegar vestræn ríki gagnrýna þau. Engin undantekning var að þessu sinni þegar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði það „hræsni“ af Bandaríkjastjórn að saka Rússa um að spilla friði í geimnum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði sagt í yfirlýsingu að Rússar hefðu ógnað friðsamlegri geimkönnun og athöfnum annarra ríkja með glæfralegri hegðun sinni. Það gerðu þeir þrátt fyrir að segja að nafninu til mótfallnir vopnavæðingu geimsins. Bresk stjórnvöld og Atlantshafsbandalagið (NATO) hafa tekið undir ásakanir Bandaríkjastjórnar um að vopnabrölt Rússa hafi verið hættulegt öðrum geimförum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði að vopnatilraunin hefði einnig ógnað geimstöð Kínverja og að hún sýndi að Rússar þrói nú ný vopn. Rússar segja að þeir hafi neyðst til þess að bæta varnir sínar vegna vopnatilraun Bandaríkjanna og stofnun sérstakrar geimdeildar Bandaríkjahers í fyrra, að því er segir í frétt Reuters. Þeir hafi um árabil lagt til að vopnavæðing í geimnum verði bönnuð en að Bandaríkjastjórn og bandalagsríki hennar hafi komið í veg fyrir það á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin og Kína hafa áður skotið gervitungl en þau voru á lægri braut um jörðu en það rússneska og því líklegri til að brenna fyrr upp í lofthjúpi jarðar. NASA lét færa braut geimstöðvarinnar í síðustu viku vegna hættu sem var talin stafa af braki eftir slík tilraun Kínverja árið 2007. Geimurinn Rússland Bandaríkin Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1. júní 2021 22:53 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Talið er að í það minnsta 1.500 brot hafi orðið til þess gervitungli var splundrað á lágri braut um jörðu í gær. Brotin eru á um það bil 28.000 kílómetra hraða á klukkustund og minnsta arða gæti valdið verulegu tjóni á hverju því sem á vegi hennar yrði. Bandarískir embættismenn fullyrtu í gær að Rússar hefðu verið að verki og sökuðu þá um glæfralega og óábyrga eldflaugarárás. Brotin muni skapa hættu í fleiri ár. Bill Nelson, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, segir að geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni séu nú í fjórfalt meiri hættu vegna geimrusls en áður. Geimförum um borð í geimstöðinni var skipað að leita skjóls í tveimur geimferjum sem liggja að henni þegar ljóst var hvað hefði gerst seint í gærkvöldi. Fjórir Bandaríkjamenn, einn Þjóðverji og tveir Rússar þurftu að sitja í geimferjunum í tvær klukkustundir. Þegar þeim var hleypt aftur inn í stöðina var þeim ráðalagt að loka og opna hlera á milli hluta geimstöðvarinnar í hverri sportbraut um jörðu þegar hún fór nærri geimruslinu, á um eins og hálfs tíma fresti. Saka Bandaríkjastjórn um hræsni Rússneska varnarmálaráðuneytið staðfesti nú í dag að það hefði skotið niður gervitunglið Tselina-D sem hefur verið á braut um jörðu frá árinu 1982 og var ekki lengur í notkun. Fullyrti það aftur á móti að Bandaríkjastjórn væri fullkunnugt um að brak gervitunglsins ógnaði hvorki geimstöðvum, geimferjum eða öðrum athöfnum í geimnum. Rússnesk stjórnvöld reyna yfirleitt að bæta böl með því að benda á annað verra þegar vestræn ríki gagnrýna þau. Engin undantekning var að þessu sinni þegar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði það „hræsni“ af Bandaríkjastjórn að saka Rússa um að spilla friði í geimnum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði sagt í yfirlýsingu að Rússar hefðu ógnað friðsamlegri geimkönnun og athöfnum annarra ríkja með glæfralegri hegðun sinni. Það gerðu þeir þrátt fyrir að segja að nafninu til mótfallnir vopnavæðingu geimsins. Bresk stjórnvöld og Atlantshafsbandalagið (NATO) hafa tekið undir ásakanir Bandaríkjastjórnar um að vopnabrölt Rússa hafi verið hættulegt öðrum geimförum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði að vopnatilraunin hefði einnig ógnað geimstöð Kínverja og að hún sýndi að Rússar þrói nú ný vopn. Rússar segja að þeir hafi neyðst til þess að bæta varnir sínar vegna vopnatilraun Bandaríkjanna og stofnun sérstakrar geimdeildar Bandaríkjahers í fyrra, að því er segir í frétt Reuters. Þeir hafi um árabil lagt til að vopnavæðing í geimnum verði bönnuð en að Bandaríkjastjórn og bandalagsríki hennar hafi komið í veg fyrir það á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin og Kína hafa áður skotið gervitungl en þau voru á lægri braut um jörðu en það rússneska og því líklegri til að brenna fyrr upp í lofthjúpi jarðar. NASA lét færa braut geimstöðvarinnar í síðustu viku vegna hættu sem var talin stafa af braki eftir slík tilraun Kínverja árið 2007.
Geimurinn Rússland Bandaríkin Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1. júní 2021 22:53 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1. júní 2021 22:53
Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47