Snjallforrit virðist uppspretta símaats um stolið rafmagn Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2021 07:00 Skjáskot úr snjallforritinu sem virðist sérhannað fyrir símaat. Skjáskot Svo virðist sem að símhringingar þar sem fólk er sakað um að stela rafmagni frá nágrönnum megi rekja til snjallforrits sem býður notendum að kaupa upptökur af símaati. Orkuveita Reykjavíkur sá ástæðu til að senda frá sér tilkynningu vegna símtalanna í gær. Einhverjir hafa haft samband við Orkuveitu Reykjavíkur vegna símtala sem þeir hafa fengið þar sem þeir eru sakaðir um að stela rafmagni. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér kom fram að um at virðist vera að ræða þar sem fólk sé hvorki beðið um persónuupplýsingar, kortanúmer eða annað slíkt. Lýsingin á símtölunum virðist stemma við snjallforrit sem býður notendum upp á að kaupa upptökur sem síðan er hægt að senda á símanúmer. Móttakandinn fær þá símtal úr símanúmeri sem hann þekkir ekki og upptakan spilast. Á vefsíðu forritsins segir að notandinn fái síðan senda upptöku af viðbrögðum þess sem fær hana senda. Þegar hringt er í númerið sem birtist þeim sem lenda í símaatinu segir aðeins að símanúmerið hafi ekki verið rétt valið. Nokkrar upptökur á íslensku virðast vera í boði á íslensku, þar á meðal ein um „rafmagnsleysi“. „Við hringjum í vin þinn eða vinkonu frá rafmagnsveitunni og segjumst ætla að loka á rafmagnið af því að han sé búinn að tengja sig viinn á rafmagnið hjá nágrannanum. TIl að sleppa við þetta, verður vinur þinn eða vinkona að borga!“ segir í lýsingu á upptökunni sem er sögð fyrir alla aldurshópa. Aðrar upptökur virðast svæsnir. Þannig er ein ætluð fyrir karlkyns vini sendandans þar sem móttakandinn er krafinn svara á hvers vegna hann sé að hringja í kærustu þess sem hringir. „Við hringjum í vin þinn eða vinkonu og spyrjum af hverju það eru að berast svona hrikalega hávær kynlífshljóð frá íbúðinni þeirra. Það er eins og að Tarzan búi þarna!“ segir í lýsingu á upptökunni „Læti frá íbúðinni“. Skjáskot sem sýnir upptökur á íslensku í snjallforritinu.Skjáskot Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði við svikasímtölum þar sem logið er upp á fólk sökum um að það hafi lent í óhappi. Í færslu á Facebook-síðu embættisins kom fram að það hefði fengið tilkynningar um slík símtöl og að grunur leiki á að smáforrit sé notað í hrekk. Það virðist stemma við lýsingu á upptöku í snjallforritinu þar sem móttakandinn er krafinn um greiðslu fyrir að hafa ekið á bíl. Fréttin hefur verið uppfærð. Netglæpir Orkumál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Einhverjir hafa haft samband við Orkuveitu Reykjavíkur vegna símtala sem þeir hafa fengið þar sem þeir eru sakaðir um að stela rafmagni. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér kom fram að um at virðist vera að ræða þar sem fólk sé hvorki beðið um persónuupplýsingar, kortanúmer eða annað slíkt. Lýsingin á símtölunum virðist stemma við snjallforrit sem býður notendum upp á að kaupa upptökur sem síðan er hægt að senda á símanúmer. Móttakandinn fær þá símtal úr símanúmeri sem hann þekkir ekki og upptakan spilast. Á vefsíðu forritsins segir að notandinn fái síðan senda upptöku af viðbrögðum þess sem fær hana senda. Þegar hringt er í númerið sem birtist þeim sem lenda í símaatinu segir aðeins að símanúmerið hafi ekki verið rétt valið. Nokkrar upptökur á íslensku virðast vera í boði á íslensku, þar á meðal ein um „rafmagnsleysi“. „Við hringjum í vin þinn eða vinkonu frá rafmagnsveitunni og segjumst ætla að loka á rafmagnið af því að han sé búinn að tengja sig viinn á rafmagnið hjá nágrannanum. TIl að sleppa við þetta, verður vinur þinn eða vinkona að borga!“ segir í lýsingu á upptökunni sem er sögð fyrir alla aldurshópa. Aðrar upptökur virðast svæsnir. Þannig er ein ætluð fyrir karlkyns vini sendandans þar sem móttakandinn er krafinn svara á hvers vegna hann sé að hringja í kærustu þess sem hringir. „Við hringjum í vin þinn eða vinkonu og spyrjum af hverju það eru að berast svona hrikalega hávær kynlífshljóð frá íbúðinni þeirra. Það er eins og að Tarzan búi þarna!“ segir í lýsingu á upptökunni „Læti frá íbúðinni“. Skjáskot sem sýnir upptökur á íslensku í snjallforritinu.Skjáskot Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði við svikasímtölum þar sem logið er upp á fólk sökum um að það hafi lent í óhappi. Í færslu á Facebook-síðu embættisins kom fram að það hefði fengið tilkynningar um slík símtöl og að grunur leiki á að smáforrit sé notað í hrekk. Það virðist stemma við lýsingu á upptöku í snjallforritinu þar sem móttakandinn er krafinn um greiðslu fyrir að hafa ekið á bíl. Fréttin hefur verið uppfærð.
Netglæpir Orkumál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira