Helgi segist iðrast og biðst afsökunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2021 22:23 Helgi Jóhannesson. Vísir/Vilhelm Lögfræðingurinn Helgi Jóhannesson segir að sér sé ljóst að framkoma hans, orðfæri og hegðun hafi sært, móðgað og látið samferðafólki hans líða illa í návist hans. Hann biðst afsökunar á hegðun sinni og segist reiðubúinn til þess að hitta hvern þann sem hann hafi misgert við, til þess að ræða málin og ítreka afsökunarbeiðni augliti til auglitis. Helgi samdi óvænt um starfslok sín sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar í október. Síðar var greint frá því að hann hafi látið af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í hennar garð og óumbeðna snertingu. Þá greindi Stundin einnig frá því að annað mál tengt Helga væri til skoðunar hjá Ferðafélagi Íslands. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld var einnig rætt við konu sem sagði sögu látinnar vinkonu sinnar varðandi kynferðislega áreitni af hálfu lögmanns um aldamótin. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Helgi maðurinn sem umræddar ásakanir beinast. Fréttastofa reyndi að ná tali af Helga í dag vegna málsins, án árangurs. Hann skrifaði hins vegar færslu á Facebook í kvöld þar sem hann tjáði sig um fréttir síðustu vikna. „Á liðnum dögum hefur verið hávær umræða í fjölmiðlum um óásættanlega framkomu mína, gagnvart konum, í gegnum tíðina,“ skrifar Helgi. „Mér er ljóst að framkoma mín, orðfæri og hegðun hefur sært, móðgað og látið samferðarfólki líða illa í nájvist minni á því biðst ég fyrirgefningar.“ Sé það ljóst nú að hann hafi oft og tíðum farið óvarlega í samskiptum Segir hann að ásetningur hans hafi aldrei verið til að meiða eða særa, en honum sé það nú ljóst að hann hafi oft og tíðum farið óvarlega í samskiptum. Hann hafi hins vegar ekki hugsað út í það þegar þessi atvik hafi átt sér stað. „Fyrir það iðrast ég innilega.“ Hann segist ekki hafa treyst sér til þess að tjá sig opinberlega fyrr en nú en hann vilji ekki fara efnislega í þær ásakanir sem á hann hafi verið bornar. Það hjálpi engum að deila um atvikalýsingar. Segist hafa leitað sér aðstoðar Segist hann einnig vita að afsökunarbeiðni og iðrun virðist vera léttvæg undankomuleið úr þeim sárindum sem hann hafi valdið. „Ég hef þó ekki annað fram að færa og bið þess innilega að fyrirgefningarbeiðni mín verði tekin til greina. Ég er hvenær sem tilbúinn til að hitta hvern þann sem ég hef misgert við með hegðun minni og ræða máloð og ítreka afsökunarbeiðni augliti til auglitis.“ Þá segist Helgi hafa leitað sér aðstoð fagaðila undanfarna mánuði til að vinna í sjálfum sér. „Það er ævilangt verkefni að verða að betri manni og ég er að taka það verkefni alvarlega.“ Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir „Þetta er mál sem hefur hvílt þungt á mér í tuttugu ár“ Kona sem sagði sögu látinnar vinkonu sinnar varðandi kynferðislega áreitni af hálfu lögmanns um aldamótin krefst réttlætis. Málið hafi hvílt þungt á henni í tuttugu ár. Fyrrverandi vinnuveitandi lögmannsins segir óvíst hvort rétt hafi verið brugðist við málinu á sínum tíma og ætlar að skoða hvort fleiri sambærileg mál hafi komið upp. 16. nóvember 2021 19:00 Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34 Helgi sagður hafa kallað konu „lesbíulega“ og snert hana án samþykkis Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, lét af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í sinn garð og óumbeðna snertingu. 11. nóvember 2021 09:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Helgi samdi óvænt um starfslok sín sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar í október. Síðar var greint frá því að hann hafi látið af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í hennar garð og óumbeðna snertingu. Þá greindi Stundin einnig frá því að annað mál tengt Helga væri til skoðunar hjá Ferðafélagi Íslands. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld var einnig rætt við konu sem sagði sögu látinnar vinkonu sinnar varðandi kynferðislega áreitni af hálfu lögmanns um aldamótin. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Helgi maðurinn sem umræddar ásakanir beinast. Fréttastofa reyndi að ná tali af Helga í dag vegna málsins, án árangurs. Hann skrifaði hins vegar færslu á Facebook í kvöld þar sem hann tjáði sig um fréttir síðustu vikna. „Á liðnum dögum hefur verið hávær umræða í fjölmiðlum um óásættanlega framkomu mína, gagnvart konum, í gegnum tíðina,“ skrifar Helgi. „Mér er ljóst að framkoma mín, orðfæri og hegðun hefur sært, móðgað og látið samferðarfólki líða illa í nájvist minni á því biðst ég fyrirgefningar.“ Sé það ljóst nú að hann hafi oft og tíðum farið óvarlega í samskiptum Segir hann að ásetningur hans hafi aldrei verið til að meiða eða særa, en honum sé það nú ljóst að hann hafi oft og tíðum farið óvarlega í samskiptum. Hann hafi hins vegar ekki hugsað út í það þegar þessi atvik hafi átt sér stað. „Fyrir það iðrast ég innilega.“ Hann segist ekki hafa treyst sér til þess að tjá sig opinberlega fyrr en nú en hann vilji ekki fara efnislega í þær ásakanir sem á hann hafi verið bornar. Það hjálpi engum að deila um atvikalýsingar. Segist hafa leitað sér aðstoðar Segist hann einnig vita að afsökunarbeiðni og iðrun virðist vera léttvæg undankomuleið úr þeim sárindum sem hann hafi valdið. „Ég hef þó ekki annað fram að færa og bið þess innilega að fyrirgefningarbeiðni mín verði tekin til greina. Ég er hvenær sem tilbúinn til að hitta hvern þann sem ég hef misgert við með hegðun minni og ræða máloð og ítreka afsökunarbeiðni augliti til auglitis.“ Þá segist Helgi hafa leitað sér aðstoð fagaðila undanfarna mánuði til að vinna í sjálfum sér. „Það er ævilangt verkefni að verða að betri manni og ég er að taka það verkefni alvarlega.“
Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir „Þetta er mál sem hefur hvílt þungt á mér í tuttugu ár“ Kona sem sagði sögu látinnar vinkonu sinnar varðandi kynferðislega áreitni af hálfu lögmanns um aldamótin krefst réttlætis. Málið hafi hvílt þungt á henni í tuttugu ár. Fyrrverandi vinnuveitandi lögmannsins segir óvíst hvort rétt hafi verið brugðist við málinu á sínum tíma og ætlar að skoða hvort fleiri sambærileg mál hafi komið upp. 16. nóvember 2021 19:00 Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34 Helgi sagður hafa kallað konu „lesbíulega“ og snert hana án samþykkis Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, lét af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í sinn garð og óumbeðna snertingu. 11. nóvember 2021 09:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Þetta er mál sem hefur hvílt þungt á mér í tuttugu ár“ Kona sem sagði sögu látinnar vinkonu sinnar varðandi kynferðislega áreitni af hálfu lögmanns um aldamótin krefst réttlætis. Málið hafi hvílt þungt á henni í tuttugu ár. Fyrrverandi vinnuveitandi lögmannsins segir óvíst hvort rétt hafi verið brugðist við málinu á sínum tíma og ætlar að skoða hvort fleiri sambærileg mál hafi komið upp. 16. nóvember 2021 19:00
Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34
Helgi sagður hafa kallað konu „lesbíulega“ og snert hana án samþykkis Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, lét af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í sinn garð og óumbeðna snertingu. 11. nóvember 2021 09:30