Hélt að Gaupi væri handrukkari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2021 10:31 Guðjón Guðmundsson fyrir utan Mýrina þar sem hann ræddi við barnabörn stofnanda Stjörnunnar. Skjámynd/S2 Sport Stjarnan hefur verið lengi í hópi bestu handboltafélaga landsins og Gaupi hitti bræðurna tvo sem spila í liðinu en eru líka barnabörn stofnanda félagsins. „Valur er ekki eina liðið í Olís deild karla sem er á guðs vegum. Já eins og Haukar reyndar líka. Stjarnan, vitið þið, er líka á guðs vegum,“ sagði Guðjón Guðmundsson í upphafi nýjasta Eina innslagsins hans í Seinni bylgjunni í gær. Patrekur Jóhannesson er þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Elín Björg „Það var séra Bragi Friðriksson, sóknarprestur í Garðabæ, sem stofnaði Stjörnuna árið 1960. Hrannar Bragi Eyjólfsson og Sverrir Eyjólfsson, leikmenn Stjörnunnar í Ólís-deildinni, ásamt bróður sínum Aðalsteini, sem er þjálfari Kadetten Schaffhausen í Sviss, fengu Stjörnuna beint í æð frá afa sínum, séra Braga. Hrannar er að skrifa söguna,“ sagði Guðjón. „Eins og þú orðaðir þetta einhvern tímann. Við fengum Stjörnuhjartað með kvöldbæninni. Það var einhvern veginn: Faðir vor og Stjarnan sem er á himnum. Þannig var bænin sem við vorum með. Við erum algjörlega fæddir inn í þetta félag,“ sagði Hrannar Bragi Eyjólfsson. „Öll fjölskyldan er búin að vera innmúruð í þetta félag einhvern veginn. Pabbi, bróðir minn og systir mín. Ekki gleyma mömmu því hún er líka búin að vera þarna,“ sagði Hrannar Bragi. Klippa: Seinni bylgjan: Stjörnubræður hittu Gaupa í nýjasta þætti Eina Þurftu að spila fyrstu heimaleikina á Selfossi Stjarnan vann sér sæti í deild þeirra bestu árið 1981 og hefur verið þar síðan. Þá léku þeir heimaleiki sína á Selfossi þar sem fjögur hundruð manns fylgdu liðinu á leiki. „Það voru rútur sem fóru hérna úr Garðabæ frá Ásgarði og yfir á Selfoss. Það var merkileg saga sem er sögð í bókinni frá því þegar afi er að karpa við yfirvöld um að reyna að byggja íþróttahús hérna. Það fékkst ekki styrkur frá ríkinu nema að þetta væri í ákveðnu formi. Höllin var byggð í 18 x 38 þannig að það vantaði smá upp á að þetta væri handboltavöllur,“ sagði Hrannar Bragi. „Það er fyrsta íþróttahúsið sem er byggt hérna fyrir handbolta og Stjarnan, sem var þá handboltafélag, mátti ekki spila heimaleikina sína hérna heima. Þá var reynt að fara til Kópavogs og síðan til Hafnarfjarðar. Það voru síðan Selfyssingar sem veittu okkur skjól,“ sagði Hrannar. Bjarni Ben sagði sögu af pabba hans Hrannar Bragi EyjólfssonSkjámynd/S2 Sport „Ég var á herrakvöldi Stjörnunnar um daginn. Þá fór ég með pabba mínum Eyjólfi Bragasyni. Ég bjóst við algjörum hetjusögum um hvað hann skoraði mikið og annað. Eina sagan sem ég fékk að heyra var frá Bjarna Benediktssyni sem sagði að sterkasta minningin hans var þegar linsurnar duttu úr augunum á karlinum. Það þurfti stöðva leikinn í hálftíma til að leita að linsunum á gólfinu,“ sagði Hrannar. Gaupi spurði hvort að það sér hægt að segja að Stjarnan sé á guðs vegum. „Hún er stofnuð á kristilegum grundvelli og þetta var fyrst æskulýðsfélag. Þetta var í raun og veru allsherjarfélag í hreppnum, Garðahreppi eins og það hét þá. Þetta var stofnað sem æskulýðsfélagið Stjarnan sem átti að sinna öllum þörfum æskunnar. Þetta var ekki bara íþróttafélag heldur líka tómstundarfélag, skátafélag og útivistarfélag,“ sagði Hrannar. Stjörnumenn áttu að vera drengir góðir Tandri Már Konráðsson í leik með Stjörnunni.Vísir/Elín Björg „Ef maður les það sem hann er að segja í upphafi hann afi minn, séra Bragi, þá leggur hann rosalega mikið upp úr þessu kristilega. Stjörnumenn áttu að vera drengir góðir og vinn ætíð í þágu þess sem er fagurt, göfugt og gott,“ sagði Hrannar. Guðjón ræddi líka við Sævar um uppbyggingu Stjörnuliðsins í dag en liðið hefur safnað liði og eru með lið sem getur keppt um alla titla í boði. „Við höfum verið að byggja þetta upp hægt og rólega og höfum farið niður og upp. Góðir hlutir taka tíma. Við erum að reyna að vera með samkeppnishæft lið og það hafa margir verið að berjast í þessu á bak við tjöldin á meðan við höfum farið niður og aftur upp. Núna erum við komnir aftur upp og við toppinn þar sem við viljum vera,“ sagði Sverrir Eyjólfsson. Hafa sett saman rosalega flott lið Sverrir EyjólfssonSkjámynd/S2 Sport Stjarnan hefur náð sér í marga leikmenn síðustu misseri. „Við erum með flotta stráka að norðan og flotta stráka sem hafa komið en við erum með mikið af heimamönnum líka sem fylla upp í gruninn að þessu. Þeir hafa sett saman rosalega flott lið sem við erum mjög ánægðir með. Góða blöndu af eldri og yngri strákum,“ sagði Sverrir en fara aðkomumennirnir með bænirnar sínar spurði Gaupi. „Ég ætla að vona það en það er alla vega eitt af því sem við leggjum mikið upp með í klefanum að gera þetta eins og menn og bróðir minn sér um það. Les yfir mönnum,“ sagði Sverrir. Misskilningur þegar Gaupi hringdi Þegar Guðjón Guðmundsson hafði fyrst samband við Hrannar um viðtal þá kom upp smá misskilningur. „Hrannar Bragi hafði varan á sér þegar við báðum hann um viðtal,“ sagði Guðjón. „Þú spurðir hvort ég væri lögfræðingur og ég játti því. Þá spurðir þú hvort ég væri að rukka mikið og þú varst svo ágengur að ég hélt að það væri vara einhver að handrukka mig. Hvort þú værir handrukkari. Handrukkarinn Gaupi,“ sagði Hrannar brosandi. Það má sjá allt innslagið hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
„Valur er ekki eina liðið í Olís deild karla sem er á guðs vegum. Já eins og Haukar reyndar líka. Stjarnan, vitið þið, er líka á guðs vegum,“ sagði Guðjón Guðmundsson í upphafi nýjasta Eina innslagsins hans í Seinni bylgjunni í gær. Patrekur Jóhannesson er þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Elín Björg „Það var séra Bragi Friðriksson, sóknarprestur í Garðabæ, sem stofnaði Stjörnuna árið 1960. Hrannar Bragi Eyjólfsson og Sverrir Eyjólfsson, leikmenn Stjörnunnar í Ólís-deildinni, ásamt bróður sínum Aðalsteini, sem er þjálfari Kadetten Schaffhausen í Sviss, fengu Stjörnuna beint í æð frá afa sínum, séra Braga. Hrannar er að skrifa söguna,“ sagði Guðjón. „Eins og þú orðaðir þetta einhvern tímann. Við fengum Stjörnuhjartað með kvöldbæninni. Það var einhvern veginn: Faðir vor og Stjarnan sem er á himnum. Þannig var bænin sem við vorum með. Við erum algjörlega fæddir inn í þetta félag,“ sagði Hrannar Bragi Eyjólfsson. „Öll fjölskyldan er búin að vera innmúruð í þetta félag einhvern veginn. Pabbi, bróðir minn og systir mín. Ekki gleyma mömmu því hún er líka búin að vera þarna,“ sagði Hrannar Bragi. Klippa: Seinni bylgjan: Stjörnubræður hittu Gaupa í nýjasta þætti Eina Þurftu að spila fyrstu heimaleikina á Selfossi Stjarnan vann sér sæti í deild þeirra bestu árið 1981 og hefur verið þar síðan. Þá léku þeir heimaleiki sína á Selfossi þar sem fjögur hundruð manns fylgdu liðinu á leiki. „Það voru rútur sem fóru hérna úr Garðabæ frá Ásgarði og yfir á Selfoss. Það var merkileg saga sem er sögð í bókinni frá því þegar afi er að karpa við yfirvöld um að reyna að byggja íþróttahús hérna. Það fékkst ekki styrkur frá ríkinu nema að þetta væri í ákveðnu formi. Höllin var byggð í 18 x 38 þannig að það vantaði smá upp á að þetta væri handboltavöllur,“ sagði Hrannar Bragi. „Það er fyrsta íþróttahúsið sem er byggt hérna fyrir handbolta og Stjarnan, sem var þá handboltafélag, mátti ekki spila heimaleikina sína hérna heima. Þá var reynt að fara til Kópavogs og síðan til Hafnarfjarðar. Það voru síðan Selfyssingar sem veittu okkur skjól,“ sagði Hrannar. Bjarni Ben sagði sögu af pabba hans Hrannar Bragi EyjólfssonSkjámynd/S2 Sport „Ég var á herrakvöldi Stjörnunnar um daginn. Þá fór ég með pabba mínum Eyjólfi Bragasyni. Ég bjóst við algjörum hetjusögum um hvað hann skoraði mikið og annað. Eina sagan sem ég fékk að heyra var frá Bjarna Benediktssyni sem sagði að sterkasta minningin hans var þegar linsurnar duttu úr augunum á karlinum. Það þurfti stöðva leikinn í hálftíma til að leita að linsunum á gólfinu,“ sagði Hrannar. Gaupi spurði hvort að það sér hægt að segja að Stjarnan sé á guðs vegum. „Hún er stofnuð á kristilegum grundvelli og þetta var fyrst æskulýðsfélag. Þetta var í raun og veru allsherjarfélag í hreppnum, Garðahreppi eins og það hét þá. Þetta var stofnað sem æskulýðsfélagið Stjarnan sem átti að sinna öllum þörfum æskunnar. Þetta var ekki bara íþróttafélag heldur líka tómstundarfélag, skátafélag og útivistarfélag,“ sagði Hrannar. Stjörnumenn áttu að vera drengir góðir Tandri Már Konráðsson í leik með Stjörnunni.Vísir/Elín Björg „Ef maður les það sem hann er að segja í upphafi hann afi minn, séra Bragi, þá leggur hann rosalega mikið upp úr þessu kristilega. Stjörnumenn áttu að vera drengir góðir og vinn ætíð í þágu þess sem er fagurt, göfugt og gott,“ sagði Hrannar. Guðjón ræddi líka við Sævar um uppbyggingu Stjörnuliðsins í dag en liðið hefur safnað liði og eru með lið sem getur keppt um alla titla í boði. „Við höfum verið að byggja þetta upp hægt og rólega og höfum farið niður og upp. Góðir hlutir taka tíma. Við erum að reyna að vera með samkeppnishæft lið og það hafa margir verið að berjast í þessu á bak við tjöldin á meðan við höfum farið niður og aftur upp. Núna erum við komnir aftur upp og við toppinn þar sem við viljum vera,“ sagði Sverrir Eyjólfsson. Hafa sett saman rosalega flott lið Sverrir EyjólfssonSkjámynd/S2 Sport Stjarnan hefur náð sér í marga leikmenn síðustu misseri. „Við erum með flotta stráka að norðan og flotta stráka sem hafa komið en við erum með mikið af heimamönnum líka sem fylla upp í gruninn að þessu. Þeir hafa sett saman rosalega flott lið sem við erum mjög ánægðir með. Góða blöndu af eldri og yngri strákum,“ sagði Sverrir en fara aðkomumennirnir með bænirnar sínar spurði Gaupi. „Ég ætla að vona það en það er alla vega eitt af því sem við leggjum mikið upp með í klefanum að gera þetta eins og menn og bróðir minn sér um það. Les yfir mönnum,“ sagði Sverrir. Misskilningur þegar Gaupi hringdi Þegar Guðjón Guðmundsson hafði fyrst samband við Hrannar um viðtal þá kom upp smá misskilningur. „Hrannar Bragi hafði varan á sér þegar við báðum hann um viðtal,“ sagði Guðjón. „Þú spurðir hvort ég væri lögfræðingur og ég játti því. Þá spurðir þú hvort ég væri að rukka mikið og þú varst svo ágengur að ég hélt að það væri vara einhver að handrukka mig. Hvort þú værir handrukkari. Handrukkarinn Gaupi,“ sagði Hrannar brosandi. Það má sjá allt innslagið hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira