Seinni bylgjan: Þarf Stjarnan að reka Rakel Dögg til að breyta hlutunum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2021 12:30 Rakel Dögg Bragadóttir er eina konan sem þjálfar í Olís deild kvenna í handbolta í ár. Vísir/Vilhelm Kvennalið Stjörnunnar og framtíð þjálfara liðsins var til umræðu í Seinni bylgjunni eftir enn eitt tap Stjörnukvenna í Olís deild kvenna um helgina. Stjörnuliðið steinlá þá með níu mörkum á móti Haukum en Garðabæjarliðið hefur aðeins unnið tvo af sjö leikjum sínum og er í sjötta sæti deildarinnar. Stjörnusigrarnir tveir voru naumir sigrar á liðunum fyrir neðan liðið í töflunni, ÍBV og Aftureldingu. Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar, fékk sérfræðinga sína í þættinum, þær Solveigu Láru Kjærnested og Sigurlaugu Rúnarsdóttur, til að ræða stöðu Stjörnuliðsins og þá einkum stöðu þjálfarans Rakelar Daggar Bragadóttur. Ekki bara Helena Helena Rut Örvarsdóttir var gagnrýnd fyrir frammistöðu sína í vetur en þær voru líka sammála um að þetta sé ekki bara einn leikmaður. Helena Rut Örvarsdóttir.Vísir/Hulda Margrét „Ég held að við getum tekið Evu Björk (Davíðsdóttur) út sem er búin að spila á pari og stundum yfir. Aðrir, heilt yfir, eru langt undir pari og það er ekki bara Helena. Það voru miklar væntingar til Lenu Margrétar (Valdimarsdóttur) og mér finnst hún ekki alveg hafa staðið undir því. Hún hefur ekki verið eins agressíf og maður hefði viljað sjá hana,“ sagði Solveig Lára Kjærnested. Solveig Lára lék í Stjörnunni til og með síðasta tímabili og í stöðu Lenu Margrétar Valdimarsdóttur sem fékk það veigamikla hlutverk að fylla í skarð Solveigar Láru. „Svo erum þetta fleiri leikmenn. Ég hefði viljað séð Kötlu (Maríu Magnúsdóttur) koma sterkari inn og hornamennirnir þeirra geta gert mun betur. Markvarslan hefur verið allt í lagi,“ sagði Solveig Lára. Stelpurnar vöktu líka athygli á því að Stjarnan var ekki einu sinni með fulla skýrslu í leiknum á móti Haukum. Klippa: Seinni bylgjan: Vandræði Stjörnuliðsins í vetur „Solla, hvað er í gangi hjá þínum konum,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir. „Ég veit ekki af hverju þær eru allt í einu ekki með nóg af leikmönnum. Eru ekki yngri leikmenn í félaginu,“ spurði Solveig Lára. Það er allt sem er ekki í lagi „Það er allt sem er ekki í lagi. Þú getur bara orðað það þannig,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Allir þættir sem þú horfir í. Það er bara ekkert sem þú getur sagt: Þetta er að minnsta kosti flott,“ sagði Solveig Lára. „Allir sem hafa spilað handbolta hafa lent í svona krísu. Við höfum öll lent í svona holu. Í leiknum er verið að skipta um taktík, skipta um leikmenn og það er verið að prófa hluti en það bara gengur ekkert upp. Allir sem hafa spilað lengur en í nokkur tímabil hafa lent í þessu,“ sagði Sigurlaug. Mælir með einhverju hópefli „Þetta snýst endilega ekki um handbolta. Ég myndi mæla með því að þær færu í eitthvert hópefli í dag, hafa ógeðslega gaman, hlæja og gleyma því að þær séu að spila handbolta. Reyna að finna ánægjuna að spila handbolta. Þetta eru allt leikmenn sem kunna handbolta, þjálfarateymið kann þetta upp á tíu og það er verið að reyna að gera eitthvað en það bara gengur ekkert upp hjá þeim,“ sagði Sigurlaug. Það hefur lítið gengið upp hjá Stjörnunni.Vísir/Hulda Margrét Svava Kristín tók boltann á lofti og vildi tala um þjálfarateymi Stjörnunnar þau Rakel Dögg Bragadóttur og Sigurjón Friðbjörn Björnsson. „Við vitum alveg að þau kunna handbolta. Er ekki komin smá spurning um það hvort að þau séu rétta þjálfararteymið fyrir þennan vel mannaða hóp,“ spurði Svava. „Þessi hugsun hlýtur að hafa komið upp í kollinn á einhverjum í Garðabænum. Það er kannski ekki hægt að skella þessu á þau að það séu þau sem séu vandamálið. Það er samt eitthvað sem er ekki að spila saman og eitthvað sem er ekki að klikka,“ sagði Solveig Lára. „Þau bera samt ábyrgð á þessu. Eðlilega, ef að það verði ekki einhverja breytingar þá hljóta menn að fara að hugsa meira og meira um þetta,“ sagði Sigurlaug. Stjörnuliðið þarf að finna taktinn og gleðina á ný.Vísir/Hulda Margrét „Í öllum íþróttum sjáum við það gerast ef ekkert gengur hjá liðinu og það er búið að reyna taktík breytingar og hitt og þetta. Þá sjáum við þjálfarann fara og það sé hrist upp í því með að fá nýjan þjálfara,“ sagði Svava Kristín. „Ég get ekki séð annað, nema að formaðurinn sé maðurinn hennar, hvernig við ættum að sjá eitthvað annað gerast þarna en að fá nýjan þjálfara inn í þetta,“ sagði Svava. Þær tóku þó síðan fram að formaður handknattleiksdeildar er ekki maðurinn hennar Rakelar. Hún er með þetta á bakinu allan sólarhringinn „Auðvitað tekur hún ábyrgð sjálf og ég veit alveg að hún er með þetta á bakinu allan sólarhringinn. Ég get lofað ykkur því að þetta leggst alveg á hana. Þessi hugsun er örugglega búin að skjótast upp í kollinn á henni líka hvort hún sé manneskjan til að rétta þetta af. Það verður forvitinlegt að sjá hvort eitthvað verði gert,“ sagði Solveig Lára. „Við viljum samt alls ekki missa hana, eini kvenkyns þjálfarinn í deildinni,“ sagði Sigurlaug en það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Stjörnuliðið steinlá þá með níu mörkum á móti Haukum en Garðabæjarliðið hefur aðeins unnið tvo af sjö leikjum sínum og er í sjötta sæti deildarinnar. Stjörnusigrarnir tveir voru naumir sigrar á liðunum fyrir neðan liðið í töflunni, ÍBV og Aftureldingu. Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar, fékk sérfræðinga sína í þættinum, þær Solveigu Láru Kjærnested og Sigurlaugu Rúnarsdóttur, til að ræða stöðu Stjörnuliðsins og þá einkum stöðu þjálfarans Rakelar Daggar Bragadóttur. Ekki bara Helena Helena Rut Örvarsdóttir var gagnrýnd fyrir frammistöðu sína í vetur en þær voru líka sammála um að þetta sé ekki bara einn leikmaður. Helena Rut Örvarsdóttir.Vísir/Hulda Margrét „Ég held að við getum tekið Evu Björk (Davíðsdóttur) út sem er búin að spila á pari og stundum yfir. Aðrir, heilt yfir, eru langt undir pari og það er ekki bara Helena. Það voru miklar væntingar til Lenu Margrétar (Valdimarsdóttur) og mér finnst hún ekki alveg hafa staðið undir því. Hún hefur ekki verið eins agressíf og maður hefði viljað sjá hana,“ sagði Solveig Lára Kjærnested. Solveig Lára lék í Stjörnunni til og með síðasta tímabili og í stöðu Lenu Margrétar Valdimarsdóttur sem fékk það veigamikla hlutverk að fylla í skarð Solveigar Láru. „Svo erum þetta fleiri leikmenn. Ég hefði viljað séð Kötlu (Maríu Magnúsdóttur) koma sterkari inn og hornamennirnir þeirra geta gert mun betur. Markvarslan hefur verið allt í lagi,“ sagði Solveig Lára. Stelpurnar vöktu líka athygli á því að Stjarnan var ekki einu sinni með fulla skýrslu í leiknum á móti Haukum. Klippa: Seinni bylgjan: Vandræði Stjörnuliðsins í vetur „Solla, hvað er í gangi hjá þínum konum,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir. „Ég veit ekki af hverju þær eru allt í einu ekki með nóg af leikmönnum. Eru ekki yngri leikmenn í félaginu,“ spurði Solveig Lára. Það er allt sem er ekki í lagi „Það er allt sem er ekki í lagi. Þú getur bara orðað það þannig,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Allir þættir sem þú horfir í. Það er bara ekkert sem þú getur sagt: Þetta er að minnsta kosti flott,“ sagði Solveig Lára. „Allir sem hafa spilað handbolta hafa lent í svona krísu. Við höfum öll lent í svona holu. Í leiknum er verið að skipta um taktík, skipta um leikmenn og það er verið að prófa hluti en það bara gengur ekkert upp. Allir sem hafa spilað lengur en í nokkur tímabil hafa lent í þessu,“ sagði Sigurlaug. Mælir með einhverju hópefli „Þetta snýst endilega ekki um handbolta. Ég myndi mæla með því að þær færu í eitthvert hópefli í dag, hafa ógeðslega gaman, hlæja og gleyma því að þær séu að spila handbolta. Reyna að finna ánægjuna að spila handbolta. Þetta eru allt leikmenn sem kunna handbolta, þjálfarateymið kann þetta upp á tíu og það er verið að reyna að gera eitthvað en það bara gengur ekkert upp hjá þeim,“ sagði Sigurlaug. Það hefur lítið gengið upp hjá Stjörnunni.Vísir/Hulda Margrét Svava Kristín tók boltann á lofti og vildi tala um þjálfarateymi Stjörnunnar þau Rakel Dögg Bragadóttur og Sigurjón Friðbjörn Björnsson. „Við vitum alveg að þau kunna handbolta. Er ekki komin smá spurning um það hvort að þau séu rétta þjálfararteymið fyrir þennan vel mannaða hóp,“ spurði Svava. „Þessi hugsun hlýtur að hafa komið upp í kollinn á einhverjum í Garðabænum. Það er kannski ekki hægt að skella þessu á þau að það séu þau sem séu vandamálið. Það er samt eitthvað sem er ekki að spila saman og eitthvað sem er ekki að klikka,“ sagði Solveig Lára. „Þau bera samt ábyrgð á þessu. Eðlilega, ef að það verði ekki einhverja breytingar þá hljóta menn að fara að hugsa meira og meira um þetta,“ sagði Sigurlaug. Stjörnuliðið þarf að finna taktinn og gleðina á ný.Vísir/Hulda Margrét „Í öllum íþróttum sjáum við það gerast ef ekkert gengur hjá liðinu og það er búið að reyna taktík breytingar og hitt og þetta. Þá sjáum við þjálfarann fara og það sé hrist upp í því með að fá nýjan þjálfara,“ sagði Svava Kristín. „Ég get ekki séð annað, nema að formaðurinn sé maðurinn hennar, hvernig við ættum að sjá eitthvað annað gerast þarna en að fá nýjan þjálfara inn í þetta,“ sagði Svava. Þær tóku þó síðan fram að formaður handknattleiksdeildar er ekki maðurinn hennar Rakelar. Hún er með þetta á bakinu allan sólarhringinn „Auðvitað tekur hún ábyrgð sjálf og ég veit alveg að hún er með þetta á bakinu allan sólarhringinn. Ég get lofað ykkur því að þetta leggst alveg á hana. Þessi hugsun er örugglega búin að skjótast upp í kollinn á henni líka hvort hún sé manneskjan til að rétta þetta af. Það verður forvitinlegt að sjá hvort eitthvað verði gert,“ sagði Solveig Lára. „Við viljum samt alls ekki missa hana, eini kvenkyns þjálfarinn í deildinni,“ sagði Sigurlaug en það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða