Stefnir sjónvarpsstöð sem bendlaði hann við mannránið Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2021 12:32 Lýst var eftir Cleo Smith en hún fannst heil á húfi átján dögum eftir að hún hvarf úr tjaldi fjölskyldu sinnar á tjaldsvæði í október. Vísir/EPA Ástralskur karlmaður hefur stefnt einni stærstu sjónvarpsfréttastöð landsins eftir að hún sagði hann ranglega vera manninn sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku sem hvarf úr tjaldi foreldra sinna í síðasta mánuði en fannst síðar heil á húfi. Terrence Kelly, karlmaður á fertugsaldri, var handtekinn vegna ránsins á Cleo Smith en stúlkan fannst innilæst á heimili hans í bænum Carnarvon í Vestur-Ástralíu 3. nóvember. Hennar hafði þá verið saknað í átján daga. Rétt eftir að maðurinn var handtekinn birti sjónvarpsstöðin Seven mynd af öðrum manni, Terrence Flowers, og sagði hann ranglega þann sem lögregla hefði tekið fastan. Bæði Kelly og Flowers eru ástralskir frumbyggjar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú hefur Flowers stefnt sjónvarpsstöðinni og sakar hana um ærumeiðingar með því að bendla hann við mannránið. Stöðin tók fjórar myndir af Facebook-síðu Flowers þar sem hann notar Kelly, upphaflegt ættarnafn móður sinnar, án leyfis hans. Myndirnar birti stöðin svo ítrekað í útsendingu með borða sem á stóð: „Á mynd: maðurinn sem er sakaður um að ræna Cleo Smith“. Það var í fyrsta skipti sem fjölmiðlar birtu mynd af þeim sem átti að vera grunaður í málinu sem vakti gríðarlega athygli í Ástralíu og víða um heim. Forsvarsmenn Seven báðu Flowers afsökunar og leiðréttu mistökin á vefsíðu sinni og í útsendingum daginn eftir. Lögmaður Flowers segir að stöðin hafi valdið honum og fjölskyldu hans verulegum þjáningum. Hann hafi meðal annars endað á sjúkrahúsi með alvarlegt kvíðakast. Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Kanna hvort mannræninginn hafi verið einn að verki Ástralska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður á fertugsaldri hafi verið einn að verki þegar hann rændi fjögurra ára gamalli stúlku úr tjaldi foreldra hanna í Vestur-Ástralíu í síðasta mánuði. Stúlkan fannst heil á húfi eftir hátt í þriggja vikna umfangsmikla leit. 9. nóvember 2021 08:38 Ræningi fjögurra ára stúlku færður í hámarksöryggisfangelsi Karlmaður sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku, úr tjaldi foreldra hennar fyrir tæpum þremur vikum var færður í hámarksöryggisfangelsi í Perth í Ástralíu í dag. Hann hefur reynt að valda sér skaða í fangelsi. 5. nóvember 2021 11:02 Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. 2. nóvember 2021 22:03 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Terrence Kelly, karlmaður á fertugsaldri, var handtekinn vegna ránsins á Cleo Smith en stúlkan fannst innilæst á heimili hans í bænum Carnarvon í Vestur-Ástralíu 3. nóvember. Hennar hafði þá verið saknað í átján daga. Rétt eftir að maðurinn var handtekinn birti sjónvarpsstöðin Seven mynd af öðrum manni, Terrence Flowers, og sagði hann ranglega þann sem lögregla hefði tekið fastan. Bæði Kelly og Flowers eru ástralskir frumbyggjar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú hefur Flowers stefnt sjónvarpsstöðinni og sakar hana um ærumeiðingar með því að bendla hann við mannránið. Stöðin tók fjórar myndir af Facebook-síðu Flowers þar sem hann notar Kelly, upphaflegt ættarnafn móður sinnar, án leyfis hans. Myndirnar birti stöðin svo ítrekað í útsendingu með borða sem á stóð: „Á mynd: maðurinn sem er sakaður um að ræna Cleo Smith“. Það var í fyrsta skipti sem fjölmiðlar birtu mynd af þeim sem átti að vera grunaður í málinu sem vakti gríðarlega athygli í Ástralíu og víða um heim. Forsvarsmenn Seven báðu Flowers afsökunar og leiðréttu mistökin á vefsíðu sinni og í útsendingum daginn eftir. Lögmaður Flowers segir að stöðin hafi valdið honum og fjölskyldu hans verulegum þjáningum. Hann hafi meðal annars endað á sjúkrahúsi með alvarlegt kvíðakast.
Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Kanna hvort mannræninginn hafi verið einn að verki Ástralska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður á fertugsaldri hafi verið einn að verki þegar hann rændi fjögurra ára gamalli stúlku úr tjaldi foreldra hanna í Vestur-Ástralíu í síðasta mánuði. Stúlkan fannst heil á húfi eftir hátt í þriggja vikna umfangsmikla leit. 9. nóvember 2021 08:38 Ræningi fjögurra ára stúlku færður í hámarksöryggisfangelsi Karlmaður sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku, úr tjaldi foreldra hennar fyrir tæpum þremur vikum var færður í hámarksöryggisfangelsi í Perth í Ástralíu í dag. Hann hefur reynt að valda sér skaða í fangelsi. 5. nóvember 2021 11:02 Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. 2. nóvember 2021 22:03 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Kanna hvort mannræninginn hafi verið einn að verki Ástralska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður á fertugsaldri hafi verið einn að verki þegar hann rændi fjögurra ára gamalli stúlku úr tjaldi foreldra hanna í Vestur-Ástralíu í síðasta mánuði. Stúlkan fannst heil á húfi eftir hátt í þriggja vikna umfangsmikla leit. 9. nóvember 2021 08:38
Ræningi fjögurra ára stúlku færður í hámarksöryggisfangelsi Karlmaður sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku, úr tjaldi foreldra hennar fyrir tæpum þremur vikum var færður í hámarksöryggisfangelsi í Perth í Ástralíu í dag. Hann hefur reynt að valda sér skaða í fangelsi. 5. nóvember 2021 11:02
Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. 2. nóvember 2021 22:03