Stöð 2 Sport
Klukkan 18.05 er leikur Njarðvíkur og nýliða Breiðabliks í Subway-deild karla á dagskrá. Njarðvík hefur fatast flugið eftir góða byrjun og Blikar eru enn í leit að réttu blöndunni.
Klukkan 20.05 er komið að leik Stjörnunnar og Tindastóls í sömu deild. Sannkallaður stórleikur hér á ferð. Að þeim leik loknum, klukkan 22.00, eru Tilþrifin svo á dagskrá.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 16.30 er CME Group Tour-meistaramótið á dagskrá en það er hluti af LPGA-mótaröðinni.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 19.15 er stórleikur deildarmeistara Hauka og Íslandsmeistara Vals á dagskrá í Olís-deild karla í handbolta.
Stöð 2 Golf
Klukkan 07.00 hefst DP World Tour-meistaramótið en það er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 17.00 er komið að RSM Classic-mótinu en það er hluti af PGA-mótaröðinni.
Stöð 2 E-Sport
Klukkan 19.00 er komið að Turf-deildinni þar sem keppt er í Rocket League tölvuleiknum. Rauðvín og klakar er svo á dagskrá klukkan 21.00.