Lífið - eins og það átti að vera Arna Pálsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 09:00 Þegar ég var 20 ára þá vissi ég allt um lífið. Í alvöru, ég er ekkert að grínast. Það var til einföld formúla sem myndi leiða mig að góðu lífi. Formúlan var einhvern veginn svona: KK + KVK * <3 = barn (+/-) * $ = gott líf. Eða svona nokkurn veginn allavega. Hófst þá ferðalagið. Lífið, eins og það átti að vera. Þegar ég skildi fyrir rúmum tveimur árum (í annað sinn!) var ljóst að stærðfræðikunnátta mín var jafn takmörkuð þegar það kom að formúlu lífsins eins og öðrum formúlum sem ég hafði reynt við í stærðfræði 101 í menntaskóla á sínum tíma. Ég var fallin. Ekki nóg með það að vera fallin þá virtust allir aðrir vera með doktorsgráðu í formúlugreiningu í kringum mig. Þvílíkur bömmer. Þegar maður er í sorg þá þyrmir stundum yfir mann pervertísk löngun til að líða ógeðslega illa. Ég veit, þetta hljómar fáránlega, en ég er ekkert ein um þetta. Maður hlustar á lög sem fóðra vanlíðanina og á dramaskalanum 1-10 ertu Adele. Þarna um haustið 2019 voru ungir menn að stíga fram í stjórnuljósið á Íslandi. Í sínum fyrsta smelli syngja þeir um lífið sem þeim langar í. Það lag varð mitt fóður. Lagið, sem er alveg ótrúlega gott, leiðir okkur í gegnum staðalímynd íslensks fjölskyldulífs. Ekki bara þræða hljómsveitarmeðlimir sig í gegnum börnin og sumarbúðir, rækjusamlokuna og útilegulífið, heldur gera þeir það með öllu áreynslulaust. Ég gat hlustað á lagið aftur og aftur og velt mér upp úr því hvað mér hafði mistekist hraparlega. En hvernig gátu svona ungir menn, sem ekki svo löngu áður kynntust í unglingavinnunni, hrist svona upp í tilfinningalífi (næstum) miðaldra konu? Hægt og rólega fór Adele að renna af mér og ég fór að pæla aðeins betur í þessu. Afhverju kallaði þetta lag fram þennan mikla bömmer. Nú borða ég t.d. ekki rækjusamlokur. Mig langar ekkert í hestakerru og bara okkur á milli þá hef ég aldrei komið í Atlavík. En lagið sat hins vegar í mér því það nær utan um svo margt annað. Lagið er draumkennd sýn um áreynslulaust formúlukennt líf. Þegar við stígum inn í fullorðinsárin þá erum við gjarnan með fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvernig lífið eigi að vera. Við setjum tvo punkta á blað og á milli þeirra drögum við þráðbeina línu. Punktarnir eru upphaf og endir, beina línan er ferðalagið. Svo bara gerist lífið og í ljós kemur að það er allt annað en bein lína. Línan beygist í allar áttir og minnir einna helst á krass á köflum. Við fáum allskonar verkefni sem passa ekkert inn í formúluna. Þessi verkefni kalla á áreynslu sem er svo lífsnauðsynleg og forsenda vaxtar og seiglu. Tíminn reynist manni oftast vel og hefur oft verið minn besti vinur. Hann hefur kennt mér að það er ekki hægt að falla í lífinu ef maður bara heldur áfram með ferðalagið. Hugarfar er lykillinn að því hvernig okkur tekst að tækla verkefnin. Allir fá erfiða kafla en þeir ganga yfir. Berum okkar ferðalög ekki saman við ferðalög annarra, það eru ekki allir á sömu vegferð. Samgleðjumst öðrum í stað þess að bera okkur saman við aðra. Líf mitt í dag er ekki eins og ég hélt að það myndi vera þegar ég var 20 ára. Það er ekki einu sinni eins og ég hélt að það myndi vera fyrir fimm árum. En þetta er lífið sem mig langar í – og formúlublaðið er farið í ruslið. Við erum öll að standa okkur vel og ef staðan virðist slæm þá ertu bara í beyju. Betri tíð er handan við hornið. Verum góð hvort við annað og njótum ferðalagsins. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var 20 ára þá vissi ég allt um lífið. Í alvöru, ég er ekkert að grínast. Það var til einföld formúla sem myndi leiða mig að góðu lífi. Formúlan var einhvern veginn svona: KK + KVK * <3 = barn (+/-) * $ = gott líf. Eða svona nokkurn veginn allavega. Hófst þá ferðalagið. Lífið, eins og það átti að vera. Þegar ég skildi fyrir rúmum tveimur árum (í annað sinn!) var ljóst að stærðfræðikunnátta mín var jafn takmörkuð þegar það kom að formúlu lífsins eins og öðrum formúlum sem ég hafði reynt við í stærðfræði 101 í menntaskóla á sínum tíma. Ég var fallin. Ekki nóg með það að vera fallin þá virtust allir aðrir vera með doktorsgráðu í formúlugreiningu í kringum mig. Þvílíkur bömmer. Þegar maður er í sorg þá þyrmir stundum yfir mann pervertísk löngun til að líða ógeðslega illa. Ég veit, þetta hljómar fáránlega, en ég er ekkert ein um þetta. Maður hlustar á lög sem fóðra vanlíðanina og á dramaskalanum 1-10 ertu Adele. Þarna um haustið 2019 voru ungir menn að stíga fram í stjórnuljósið á Íslandi. Í sínum fyrsta smelli syngja þeir um lífið sem þeim langar í. Það lag varð mitt fóður. Lagið, sem er alveg ótrúlega gott, leiðir okkur í gegnum staðalímynd íslensks fjölskyldulífs. Ekki bara þræða hljómsveitarmeðlimir sig í gegnum börnin og sumarbúðir, rækjusamlokuna og útilegulífið, heldur gera þeir það með öllu áreynslulaust. Ég gat hlustað á lagið aftur og aftur og velt mér upp úr því hvað mér hafði mistekist hraparlega. En hvernig gátu svona ungir menn, sem ekki svo löngu áður kynntust í unglingavinnunni, hrist svona upp í tilfinningalífi (næstum) miðaldra konu? Hægt og rólega fór Adele að renna af mér og ég fór að pæla aðeins betur í þessu. Afhverju kallaði þetta lag fram þennan mikla bömmer. Nú borða ég t.d. ekki rækjusamlokur. Mig langar ekkert í hestakerru og bara okkur á milli þá hef ég aldrei komið í Atlavík. En lagið sat hins vegar í mér því það nær utan um svo margt annað. Lagið er draumkennd sýn um áreynslulaust formúlukennt líf. Þegar við stígum inn í fullorðinsárin þá erum við gjarnan með fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvernig lífið eigi að vera. Við setjum tvo punkta á blað og á milli þeirra drögum við þráðbeina línu. Punktarnir eru upphaf og endir, beina línan er ferðalagið. Svo bara gerist lífið og í ljós kemur að það er allt annað en bein lína. Línan beygist í allar áttir og minnir einna helst á krass á köflum. Við fáum allskonar verkefni sem passa ekkert inn í formúluna. Þessi verkefni kalla á áreynslu sem er svo lífsnauðsynleg og forsenda vaxtar og seiglu. Tíminn reynist manni oftast vel og hefur oft verið minn besti vinur. Hann hefur kennt mér að það er ekki hægt að falla í lífinu ef maður bara heldur áfram með ferðalagið. Hugarfar er lykillinn að því hvernig okkur tekst að tækla verkefnin. Allir fá erfiða kafla en þeir ganga yfir. Berum okkar ferðalög ekki saman við ferðalög annarra, það eru ekki allir á sömu vegferð. Samgleðjumst öðrum í stað þess að bera okkur saman við aðra. Líf mitt í dag er ekki eins og ég hélt að það myndi vera þegar ég var 20 ára. Það er ekki einu sinni eins og ég hélt að það myndi vera fyrir fimm árum. En þetta er lífið sem mig langar í – og formúlublaðið er farið í ruslið. Við erum öll að standa okkur vel og ef staðan virðist slæm þá ertu bara í beyju. Betri tíð er handan við hornið. Verum góð hvort við annað og njótum ferðalagsins. Höfundur er lögfræðingur.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun