Fjölgar í foreldrahúsum Eiður Þór Árnason skrifar 18. nóvember 2021 09:58 Mikil hreyfing hefur verið á fasteignamarkaði undanfarið eina og hálfa árið. Vísir/Vilhelm Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á þróun leigumarkaðsins hér á landi og sést það vel í aldurshópnum 18 til 24 ára. Árið 2020 bjuggu 16% fleiri á því aldursbili í foreldrahúsum en árið 2019. Á sama tíma minnkar hlutfallið eða stendur í stað í öðrum aldurshópum. Sömuleiðis fækkar einstaklingum í yngsta aldurshópnum sem búa í eigin húsnæði milli ára á meðan hlutfallið í öðrum aldurshópum hækkar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýlegrar könnunar sem unnin var af Prósent fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Umsvif hafa aukist til muna á fasteignamarkaði undanfarið eitt og hálft ár og hlutfall fyrstu kaupenda aldrei verið hærra. Samhliða þessu fækkaði einstaklingum á leigumarkaði. HMS Frá því að mælingar HMS hófust árið 2017 og til ársins 2019 var hlutfall leigjenda í kringum 16% og náði toppi í um 18%. Við lok árs 2019 fór hlutfallið aftur á móti að lækka og hefur verið stöðugt í kringum 13% frá vorinu 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu HMS. Að sögn stofnunarinnar má skýringuna líklega rekja til þess að leigjendur fóru af leigumarkaði og annað hvort í eigið húsnæði eða foreldrahús. Vísbending um að framboð sé að minnka Hlutfall leigjenda sem telja sig verða áfram á leigumarkaði eftir tíu ár hækkar töluvert milli ára. Í fyrri könnun HMS töldu um 34% leigjenda öruggt eða líklegt að þeir verði enn í leiguhúsnæði eftir tíu ár en hlutfallið hefur nú hækkað upp í 38% og því líklegt að langtímaleigjendum komi til með að fjölga. Að sögn HMS má líklega rekja þetta til þess að fleiri kjósi að vera á leigumarkaði og að efnameiri leigjendur hafi farið í eigið húsnæði. Fram kemur í tilkynningu að hlutfall þeirra sem fannst erfitt að verða sér úti um núverandi húsnæði hækkar á milli ára eftir að hafa dregist saman í öllum fyrri könnunum HMS frá árinu 2015. Er þetta sögð vísbending um að framboð af leiguhúsnæði sé að minnka eftir að hafa aukist mjög eftir að faraldurinn skall á. „Það má leiða að því líkur að hluti af þeim leiguíbúðum sem losnaði um vegna samdráttar í Airbnb útleigu hafi farið í söluferli sökum ört hækkandi húsnæðisverðs. Jafnframt hefur verið mikill aðflutningur fólks til Íslands sem eykur spurn eftir húsnæði og að öllum líkindum sér í lagi leiguhúsnæði.“ Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Ný stjórn Samtaka leigjenda: Leigumarkaðurinn skuli þjóna leigjendum Staða leigjenda er of veik, réttindi þeirra lítil og húsnæðiskostnaður of hár. Breyta þarf leigumarkaðinum svo að hann þjóni leigjendum, en miðsnoti þá ekki. Þetta segir í tilkynningu frá stjórn Samtaka leigjenda sem skipuð var á aðalfundi í gær. 31. október 2021 16:24 Einn af hverjum tíu greiðir minnst 70 prósent tekna í leigu Þrettán prósent þeirra sem leigja íbúðahúsnæði af einstaklingum eða einkareknu leigufélagi greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Hlutfallið er hærra hjá einstaklingum sem búa á stúdentagörðum, eða 15 prósent. 15. október 2021 10:44 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Sömuleiðis fækkar einstaklingum í yngsta aldurshópnum sem búa í eigin húsnæði milli ára á meðan hlutfallið í öðrum aldurshópum hækkar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýlegrar könnunar sem unnin var af Prósent fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Umsvif hafa aukist til muna á fasteignamarkaði undanfarið eitt og hálft ár og hlutfall fyrstu kaupenda aldrei verið hærra. Samhliða þessu fækkaði einstaklingum á leigumarkaði. HMS Frá því að mælingar HMS hófust árið 2017 og til ársins 2019 var hlutfall leigjenda í kringum 16% og náði toppi í um 18%. Við lok árs 2019 fór hlutfallið aftur á móti að lækka og hefur verið stöðugt í kringum 13% frá vorinu 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu HMS. Að sögn stofnunarinnar má skýringuna líklega rekja til þess að leigjendur fóru af leigumarkaði og annað hvort í eigið húsnæði eða foreldrahús. Vísbending um að framboð sé að minnka Hlutfall leigjenda sem telja sig verða áfram á leigumarkaði eftir tíu ár hækkar töluvert milli ára. Í fyrri könnun HMS töldu um 34% leigjenda öruggt eða líklegt að þeir verði enn í leiguhúsnæði eftir tíu ár en hlutfallið hefur nú hækkað upp í 38% og því líklegt að langtímaleigjendum komi til með að fjölga. Að sögn HMS má líklega rekja þetta til þess að fleiri kjósi að vera á leigumarkaði og að efnameiri leigjendur hafi farið í eigið húsnæði. Fram kemur í tilkynningu að hlutfall þeirra sem fannst erfitt að verða sér úti um núverandi húsnæði hækkar á milli ára eftir að hafa dregist saman í öllum fyrri könnunum HMS frá árinu 2015. Er þetta sögð vísbending um að framboð af leiguhúsnæði sé að minnka eftir að hafa aukist mjög eftir að faraldurinn skall á. „Það má leiða að því líkur að hluti af þeim leiguíbúðum sem losnaði um vegna samdráttar í Airbnb útleigu hafi farið í söluferli sökum ört hækkandi húsnæðisverðs. Jafnframt hefur verið mikill aðflutningur fólks til Íslands sem eykur spurn eftir húsnæði og að öllum líkindum sér í lagi leiguhúsnæði.“
Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Ný stjórn Samtaka leigjenda: Leigumarkaðurinn skuli þjóna leigjendum Staða leigjenda er of veik, réttindi þeirra lítil og húsnæðiskostnaður of hár. Breyta þarf leigumarkaðinum svo að hann þjóni leigjendum, en miðsnoti þá ekki. Þetta segir í tilkynningu frá stjórn Samtaka leigjenda sem skipuð var á aðalfundi í gær. 31. október 2021 16:24 Einn af hverjum tíu greiðir minnst 70 prósent tekna í leigu Þrettán prósent þeirra sem leigja íbúðahúsnæði af einstaklingum eða einkareknu leigufélagi greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Hlutfallið er hærra hjá einstaklingum sem búa á stúdentagörðum, eða 15 prósent. 15. október 2021 10:44 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Ný stjórn Samtaka leigjenda: Leigumarkaðurinn skuli þjóna leigjendum Staða leigjenda er of veik, réttindi þeirra lítil og húsnæðiskostnaður of hár. Breyta þarf leigumarkaðinum svo að hann þjóni leigjendum, en miðsnoti þá ekki. Þetta segir í tilkynningu frá stjórn Samtaka leigjenda sem skipuð var á aðalfundi í gær. 31. október 2021 16:24
Einn af hverjum tíu greiðir minnst 70 prósent tekna í leigu Þrettán prósent þeirra sem leigja íbúðahúsnæði af einstaklingum eða einkareknu leigufélagi greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Hlutfallið er hærra hjá einstaklingum sem búa á stúdentagörðum, eða 15 prósent. 15. október 2021 10:44