Teitur með sjö mörk í sjö skotum í seinni hálfleik í mikilvægum sigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2021 15:31 Teitur Örn Einarsson var í miklum ham í seinni hálfleiknum í leik Flensburg og Dinamo Búkarest í Meistaradeild Evrópu. getty/Axel Heimken Teitur Örn Einarsson átti frábæran leik þegar Flensburg vann góðan sigur á Dinamo Búkarest, 37-30, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær. Selfyssingurinn skoraði sjö mörk í leiknum og var markahæstur hjá Flensburg ásamt sænska hornamanninum Hampus Wanne. Öll mörk Teits komu í seinni hálfleik. Hann tók eitt skot í fyrri hálfleik sem geigaði. Í þeim seinni var svo bókstaflega allt inni hjá Teiti en öll sjö skotin hans enduðu í netinu. Teitur hefur leikið vel fyrir Flensburg síðan hann kom til liðsins frá Kristianstad í síðasta mánuði. Selfyssingurinn hefur fundið sig sérstaklega vel í Meistaradeildinni og var til að mynda valinn í lið 6. umferðar fyrir frammistöðu sína gegn Motor Zaporozhye. Teitur skoraði þá sjö mörk eins og í gær. Outstanding performances from those 7 players Which one impressed you the most = _______? #ehfcl #showtimeforchampions pic.twitter.com/D8xyZinOV6— EHF Champions League (@ehfcl) October 30, 2021 Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað þrjá leiki í Meistaradeildinni hefur Teitur skorað nítján mörk, sjö gegn Motor Zaporozhye og Dinamo Búkarest og fimm gegn Veszprém. Flensburg er í 6. sæti B-riðils Meistaradeildarinnar. „Ég er ánægður með vikuna þar sem við unnum þrjá leiki. Þetta var mjög erfitt í Búkarest og því var þeim mun mikilvægara að við kláruðum dæmið,“ sagði Teitur eftir leikinn í gær. Flensburg fékk Teit vegna mikilla meiðsla hægri skyttanna Magnus Rød og Franz Semper. Hann skrifaði undir samning við Flensburg til loka tímabilsins en miðað við frammistöðu hans undanfarnar vikur er ekki ólíklegt að hann fái áframhaldandi samning við félagið. Flensburg er ósigrað í síðustu sex leikjum sínum í öllum keppnum, unnið fimm leiki og gert eitt jafntefli. Næsti leikur liðsins er gegn Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Selfyssingurinn skoraði sjö mörk í leiknum og var markahæstur hjá Flensburg ásamt sænska hornamanninum Hampus Wanne. Öll mörk Teits komu í seinni hálfleik. Hann tók eitt skot í fyrri hálfleik sem geigaði. Í þeim seinni var svo bókstaflega allt inni hjá Teiti en öll sjö skotin hans enduðu í netinu. Teitur hefur leikið vel fyrir Flensburg síðan hann kom til liðsins frá Kristianstad í síðasta mánuði. Selfyssingurinn hefur fundið sig sérstaklega vel í Meistaradeildinni og var til að mynda valinn í lið 6. umferðar fyrir frammistöðu sína gegn Motor Zaporozhye. Teitur skoraði þá sjö mörk eins og í gær. Outstanding performances from those 7 players Which one impressed you the most = _______? #ehfcl #showtimeforchampions pic.twitter.com/D8xyZinOV6— EHF Champions League (@ehfcl) October 30, 2021 Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað þrjá leiki í Meistaradeildinni hefur Teitur skorað nítján mörk, sjö gegn Motor Zaporozhye og Dinamo Búkarest og fimm gegn Veszprém. Flensburg er í 6. sæti B-riðils Meistaradeildarinnar. „Ég er ánægður með vikuna þar sem við unnum þrjá leiki. Þetta var mjög erfitt í Búkarest og því var þeim mun mikilvægara að við kláruðum dæmið,“ sagði Teitur eftir leikinn í gær. Flensburg fékk Teit vegna mikilla meiðsla hægri skyttanna Magnus Rød og Franz Semper. Hann skrifaði undir samning við Flensburg til loka tímabilsins en miðað við frammistöðu hans undanfarnar vikur er ekki ólíklegt að hann fái áframhaldandi samning við félagið. Flensburg er ósigrað í síðustu sex leikjum sínum í öllum keppnum, unnið fimm leiki og gert eitt jafntefli. Næsti leikur liðsins er gegn Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni á laugardaginn.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni