Ósáttur við hvernig Vigdís persónugerði gagnrýnina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. nóvember 2021 10:09 Baldur Borgþórsson og Vigdís Hauksdóttir störfuðu saman í borgarstjórn. Vísir Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi, segir að fljótlega eftir að hann tók til starfa sem varaborgarfulltrúi Miðflokksins hafi farið að renna á hann tvær grímur varðandi samstarfið við Vigdísi Hauksdóttur, oddvita flokksins. Hann segir hana ekki hafa fylgt gildum framboðsins, meðal annars með því að persónugera gagnrýni. Baldur greindi frá því í gær að hann hefði sagt sig úr flokknum. Í færslu á Facebook sagðist hann ítrekað hafa orðið vitni að starfsháttum og framkomu undir merkjum Miðflokksins sem hann gæti með engu móti sætt mig við. Hinn fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn, og eini borgarfulltrúi flokksins, er Vigdís Hauksdóttir. Í bítinu á Bylgjunni í morgun var Baldur mættur og þar fór hann nánar út í ástæður þess að hann sagði sig úr flokknum. Ástæðan er Vigdís Hauksdóttir. Lýsti hann því hvernig eftir borgarstjórnarkosningarnar 2018 hafi hann og Vigdís skipt með sér verkum. Sagðist Baldur, verandi nýgræðingur í borgarstjórn á þessum tíma haft tvö leiðarvísa til að starfa eftir. Stefnuskrá flokksing og gildi framboðsins. „Í okkar tilfelli var gildið í anda Sigmundar Davíðs [Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins innsk. blaðamanns], að við myndum haga störfum okkar þannig og starfsháttum að við værum í hvívetna málefnaleg og myndum sýna góða framkomu og góðan þokka og vera okkur sjálfum og ekki síður framboðinu til sóma,“ sagði Baldur. Vigdís hefur látið til sín taka á kjörtímabilinu.Vísir/Vilhelm Fljótlega hafi Baldur hins vegar farið að fyllast efasemdum. „Það var sem var algjört „no-no“, það var að persónugera hlutina og vaða í persónur andstæðinga sem er algjör óþarfi,“ sagði Baldur. „Því miður fer það nú þannig að það fara að renna á mig tvær grímur mjög fljótlega. Mér finnst samstarfskona mín þarna inni, ekki fylgja þessum gildum.“ Raunar hafi honum farið að finnast staðan mjög óþægileg. „Þá er það bara þannig að þegar komið er að ákveðnum tímapunkti þar sem mér finnst þetta orðið mjög óþægilegt. Að þessi gildi séu virt að vettugi. Þá tek ég þá ákvörðun, það er strax 2018, að eina sem ég geti gert í stöðunni það er að ég geti farið eftir þessum gildum og stefnuskrá framboðsins í hvívetna og það hef ég gert,“ sagði Baldur. Ánægður með samstarfið við starfsmenn borgarinnar Það hefur gustað um Vigdísi á kjörtímabilinu og hún staðið í stappi við ýmsa embættismenn borgarinnar. Mikið hefur verið fjallað um deilur Vigdísar og Helgu Björg Ragnarsdóttur, sem starfaði sem skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra. Þá hefur Vigdís verið afar gagnrýninn á störf borgarstjóra og ljáði hún auglýsingu Bolla Kristinssonar meðal annars rödd sína þar sem framkvæmdir á Óðinstorgi voru gagnrýndar. Frá borgarstjórnarfundi.Vísir/Vilhelm Sagði Baldur hins vegar að samstarf hans og samskipti við embættismenn hafi verið með besta móti, hann teldi starfsfólkið gott og embættismennina góða. Vinnan sem varaborgafulltrúi væri skemmtileg. Hann væri hins vegar ósáttur við hvernig Vigdís hefði persónugert gagnrýni sína. „Já, ef þið hafið fylgst með fréttum síðastliðin þrjú ár þá fer það ekkert á milli mála að það er búið að vera allt of mikið um það,“ sagði Baldur. Sagðist hann hafa rætt málin við Vigdísi en ekki fengið góðar viðtökur. „Nei, það var ekki vel tekið þegar ég var að benda á þessa hluti.“ Síðasta spurningin í þættinum var hvort að hann hafi hætt í Miðflokknum vegna Vigdísar. „Já, það liggur nokkuð í augum uppi.“ Baldur hyggst klára kjörtímabilið sem varaborgarfulltrúi en miðað við viðtalið í Bítinu hyggst hann ekki stofna nýjan flokk eða ganga til liðs við annað framboð í borgarstjórnarkosningunum næsta vor. Miðflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Bítið Tengdar fréttir Baldur fengið nóg af Vigdísi og segir sig úr flokknum Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins á kjörtímabilinu sem lýkur í maí, hefur sagt sig úr flokknum. Baldur greinir frá þessu í færslu á Facebook. 17. nóvember 2021 16:01 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Baldur greindi frá því í gær að hann hefði sagt sig úr flokknum. Í færslu á Facebook sagðist hann ítrekað hafa orðið vitni að starfsháttum og framkomu undir merkjum Miðflokksins sem hann gæti með engu móti sætt mig við. Hinn fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn, og eini borgarfulltrúi flokksins, er Vigdís Hauksdóttir. Í bítinu á Bylgjunni í morgun var Baldur mættur og þar fór hann nánar út í ástæður þess að hann sagði sig úr flokknum. Ástæðan er Vigdís Hauksdóttir. Lýsti hann því hvernig eftir borgarstjórnarkosningarnar 2018 hafi hann og Vigdís skipt með sér verkum. Sagðist Baldur, verandi nýgræðingur í borgarstjórn á þessum tíma haft tvö leiðarvísa til að starfa eftir. Stefnuskrá flokksing og gildi framboðsins. „Í okkar tilfelli var gildið í anda Sigmundar Davíðs [Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins innsk. blaðamanns], að við myndum haga störfum okkar þannig og starfsháttum að við værum í hvívetna málefnaleg og myndum sýna góða framkomu og góðan þokka og vera okkur sjálfum og ekki síður framboðinu til sóma,“ sagði Baldur. Vigdís hefur látið til sín taka á kjörtímabilinu.Vísir/Vilhelm Fljótlega hafi Baldur hins vegar farið að fyllast efasemdum. „Það var sem var algjört „no-no“, það var að persónugera hlutina og vaða í persónur andstæðinga sem er algjör óþarfi,“ sagði Baldur. „Því miður fer það nú þannig að það fara að renna á mig tvær grímur mjög fljótlega. Mér finnst samstarfskona mín þarna inni, ekki fylgja þessum gildum.“ Raunar hafi honum farið að finnast staðan mjög óþægileg. „Þá er það bara þannig að þegar komið er að ákveðnum tímapunkti þar sem mér finnst þetta orðið mjög óþægilegt. Að þessi gildi séu virt að vettugi. Þá tek ég þá ákvörðun, það er strax 2018, að eina sem ég geti gert í stöðunni það er að ég geti farið eftir þessum gildum og stefnuskrá framboðsins í hvívetna og það hef ég gert,“ sagði Baldur. Ánægður með samstarfið við starfsmenn borgarinnar Það hefur gustað um Vigdísi á kjörtímabilinu og hún staðið í stappi við ýmsa embættismenn borgarinnar. Mikið hefur verið fjallað um deilur Vigdísar og Helgu Björg Ragnarsdóttur, sem starfaði sem skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra. Þá hefur Vigdís verið afar gagnrýninn á störf borgarstjóra og ljáði hún auglýsingu Bolla Kristinssonar meðal annars rödd sína þar sem framkvæmdir á Óðinstorgi voru gagnrýndar. Frá borgarstjórnarfundi.Vísir/Vilhelm Sagði Baldur hins vegar að samstarf hans og samskipti við embættismenn hafi verið með besta móti, hann teldi starfsfólkið gott og embættismennina góða. Vinnan sem varaborgafulltrúi væri skemmtileg. Hann væri hins vegar ósáttur við hvernig Vigdís hefði persónugert gagnrýni sína. „Já, ef þið hafið fylgst með fréttum síðastliðin þrjú ár þá fer það ekkert á milli mála að það er búið að vera allt of mikið um það,“ sagði Baldur. Sagðist hann hafa rætt málin við Vigdísi en ekki fengið góðar viðtökur. „Nei, það var ekki vel tekið þegar ég var að benda á þessa hluti.“ Síðasta spurningin í þættinum var hvort að hann hafi hætt í Miðflokknum vegna Vigdísar. „Já, það liggur nokkuð í augum uppi.“ Baldur hyggst klára kjörtímabilið sem varaborgarfulltrúi en miðað við viðtalið í Bítinu hyggst hann ekki stofna nýjan flokk eða ganga til liðs við annað framboð í borgarstjórnarkosningunum næsta vor.
Miðflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Bítið Tengdar fréttir Baldur fengið nóg af Vigdísi og segir sig úr flokknum Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins á kjörtímabilinu sem lýkur í maí, hefur sagt sig úr flokknum. Baldur greinir frá þessu í færslu á Facebook. 17. nóvember 2021 16:01 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Baldur fengið nóg af Vigdísi og segir sig úr flokknum Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins á kjörtímabilinu sem lýkur í maí, hefur sagt sig úr flokknum. Baldur greinir frá þessu í færslu á Facebook. 17. nóvember 2021 16:01