Fjörutíu prósent karla segjast yfirleitt sýna áhuga í gegnum skjáinn Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 22. nóvember 2021 15:25 Samkvæmt könnun Makamála segjast 35% kvenna og 40% karla yfirleitt sýna ókunnugri manneskju áhuga í gegnum samfélagsmiðla eða stefnumótaforrið. Getty „Hæ, hvað segirðu? Ég sá þig á tónleikunum í gær og ákvað reyna að finna þig hér á Facebook!“ Með tilkomu samfélagsmiðla og stefnumótaappa hefur umhverfi tilhugalífsins svo sannarlega breyst. Óhjákvæmilega. Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis á hvaða vettvangi þeir sýna ókunnugri manneskju áhuga og var könnunin kynjaskipt. Velt var upp hugleiðingum um það hvort að fólk væri smátt og smátt að missa hæfnina í því að kynnast augliti til auglitis og notast frekar við tæknina þegar kemur að því að stíga í vænginn við einhvern, byrja samtalið. Samkvæmt niðurstöðunum segist rúmlega þriðjungur kvenna, eða 35%, að það sýni áhuga oftast í gegnum samfélagsmiðla eða stefnumótaöpp, á móti 40% karla. Smæð samfélags okkar hér á þessari litlu eyju gerir það að verkum að það þarf yfirleitt ekki mikla rannsóknarvinnu til þess að finna út hver manneskja er sem þú hittir á förnum vegi. Ekki mátti sjá mikinn mun á svörum kynjanna en ef eitthvað er hægt að marka niðurstöðurnar eru fleiri konur en karlar sem segjast yfirleitt ekki eiga frumkvæðið að fyrstu samskiptunum. Niðurstöður* Konur: Oftast í gegnum samfélagsmiðla eða stefnumótaforrit - 35% Oftast í eigin persónu - 30% Á yfirleitt ekki frumkvæðið að fyrstu samskiptum - 35% Karlar: Oftast í gegnum samfélagsmiðla eða stefnumótaforrit - 40% Oftast í eigin persónu - 32% Á yfirleitt ekki frumkvæðið að fyrstu samskiptum - 28% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Spurning vikunnar Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gréta Karen leitar að íbúð og kærasta „Ég er aðallega að leita eftir svona Ryan Gosling í Notebook ást, ef það er ekki þannig þá má bara gleyma því,“ segir tónlistarkonan Gréta Karen Grétarsdóttir í viðtali við Makamál. 22. nóvember 2021 11:55 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál „Mér leið eins og ég gæti sigrað heiminn“ Makamál Matarást: Hvað eldar Eva Laufey fyrir ástina? Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Komu snilldarlega „út úr skápnum“ með hjálp TikTok Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Með tilkomu samfélagsmiðla og stefnumótaappa hefur umhverfi tilhugalífsins svo sannarlega breyst. Óhjákvæmilega. Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis á hvaða vettvangi þeir sýna ókunnugri manneskju áhuga og var könnunin kynjaskipt. Velt var upp hugleiðingum um það hvort að fólk væri smátt og smátt að missa hæfnina í því að kynnast augliti til auglitis og notast frekar við tæknina þegar kemur að því að stíga í vænginn við einhvern, byrja samtalið. Samkvæmt niðurstöðunum segist rúmlega þriðjungur kvenna, eða 35%, að það sýni áhuga oftast í gegnum samfélagsmiðla eða stefnumótaöpp, á móti 40% karla. Smæð samfélags okkar hér á þessari litlu eyju gerir það að verkum að það þarf yfirleitt ekki mikla rannsóknarvinnu til þess að finna út hver manneskja er sem þú hittir á förnum vegi. Ekki mátti sjá mikinn mun á svörum kynjanna en ef eitthvað er hægt að marka niðurstöðurnar eru fleiri konur en karlar sem segjast yfirleitt ekki eiga frumkvæðið að fyrstu samskiptunum. Niðurstöður* Konur: Oftast í gegnum samfélagsmiðla eða stefnumótaforrit - 35% Oftast í eigin persónu - 30% Á yfirleitt ekki frumkvæðið að fyrstu samskiptum - 35% Karlar: Oftast í gegnum samfélagsmiðla eða stefnumótaforrit - 40% Oftast í eigin persónu - 32% Á yfirleitt ekki frumkvæðið að fyrstu samskiptum - 28% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gréta Karen leitar að íbúð og kærasta „Ég er aðallega að leita eftir svona Ryan Gosling í Notebook ást, ef það er ekki þannig þá má bara gleyma því,“ segir tónlistarkonan Gréta Karen Grétarsdóttir í viðtali við Makamál. 22. nóvember 2021 11:55 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál „Mér leið eins og ég gæti sigrað heiminn“ Makamál Matarást: Hvað eldar Eva Laufey fyrir ástina? Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Komu snilldarlega „út úr skápnum“ með hjálp TikTok Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Gréta Karen leitar að íbúð og kærasta „Ég er aðallega að leita eftir svona Ryan Gosling í Notebook ást, ef það er ekki þannig þá má bara gleyma því,“ segir tónlistarkonan Gréta Karen Grétarsdóttir í viðtali við Makamál. 22. nóvember 2021 11:55