Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 18:31 Vísir Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Síðustu ár hafa einu sinni eða oftar í hverjum mánuði birst fréttir of miklum þunga á bráðamóttöku Landspítalans Fyrirsagnirnar vísa iðulega til þungrar stöðu eða of mikils álags. Í gær birtist ákall frá spítalanum þar sem vakin var enn á ný athygli á miklu álagi á bráðamóttökunni. Þá ræddi fréttastofa við hjúkrunarfræðing þar sem hafði nýlokið við að segja upp stöðu sinni á vegna ástandsins. Fleiri hafa sagt upp vegna þess en síðustu tvo sólarhringa hafa fjórir aðrir hjúkrunarfræðingar sagt upp á deildinni. Helga Rósa Másdóttir deildarstjóri er farin að efast um að deildin eigi sér framtíð. „Það er ekki hægt að sjá hvernig þetta eigi að ganga svona áfram og miðað við þær uppsagnir sem ég er að fá núna og heyri að séu í bígerð. Ég er ekkert viss um að við getum rekið hér bráðamóttöku 1. mars þegar uppsagnarfrestur þessara aðila er liðinn,“ segir Helga Rósa. Marta Jóns Hjördísardóttir formaður fagráðs spítalans segir að þetta ástand sé komið til löngu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. „Auðvitað eru að koma inn uppsagnir af því við getum þetta ekki lengur. Fólk getur ekki unnið við svona þungar aðstæður í svona langan tíma. Hjúkrunarfræðingar eru með þannig menntun að þeir geta víða gengi í önnur störf,“ segir Marta. Um 180 manns leita á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á degi hverjum að meðaltali. Þær Helga Rósa og Marta segja að yfirleitt sé deildin full af sjúklingum fyrir og því afar erfitt að koma fólki fyrir, hvað þá að sinna því svo vel sé. „Það segir sig sjálft að ef þú ert með of marga bolta á lofti þá ertu líklegri til að missa af einhverjum bolta. Við erum stöðugt að benda á þetta og það er þess vegna sem að fólk treystir sér ekki lengur til að vinna við þessar aðstæður. Hjúkrunarfræðingar geta ekki lengur mætt á vaktir í þessu álagi og ástandi sem deildin er í,“ segir Helga Rósa. Marta segir um að ræða víðtækan vanda. „Vandamálið á bráðamóttökunni endurspeglar vandann annars staðar. Fólk er lengi þar því það kemst ekki á aðrar deildir. Á deildunum er nefnilega fólk fyrir sem kemst heldur ekki áfram í önnur úrræði, hvort sem það er heim eða á aðrar stofnanir. Það er því ekki hægt að leysa þetta með einhverju einföldu úrræði eða með því að ráða fleira fólk. Það þurfa margir að leggjast á eitt til að leysa úr þessu máli,“ segir Marta. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækna-Tómas kallar eftir neyðarstjórn yfir Landspítalanum Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans, kallar eftir því að neyðarstjórn verði skipuð yfir Landspítalann. Hann segir stöðuna grafalvarlega á spítalanum. 18. nóvember 2021 20:05 Er ekki lengur þörf fyrir bráðamóttöku? Árlega stendur Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala fyrir Viku bráðahjúkrunar í þeim tilgangi að kynna sérgreinina bráðahjúkrun, hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku, sérhæfð verkefni þeirra, nýjustu þekkingu og verkferla auk þess að efla starfsandann meðal samstarfsfólks. 18. nóvember 2021 09:31 Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Sjá meira
Síðustu ár hafa einu sinni eða oftar í hverjum mánuði birst fréttir of miklum þunga á bráðamóttöku Landspítalans Fyrirsagnirnar vísa iðulega til þungrar stöðu eða of mikils álags. Í gær birtist ákall frá spítalanum þar sem vakin var enn á ný athygli á miklu álagi á bráðamóttökunni. Þá ræddi fréttastofa við hjúkrunarfræðing þar sem hafði nýlokið við að segja upp stöðu sinni á vegna ástandsins. Fleiri hafa sagt upp vegna þess en síðustu tvo sólarhringa hafa fjórir aðrir hjúkrunarfræðingar sagt upp á deildinni. Helga Rósa Másdóttir deildarstjóri er farin að efast um að deildin eigi sér framtíð. „Það er ekki hægt að sjá hvernig þetta eigi að ganga svona áfram og miðað við þær uppsagnir sem ég er að fá núna og heyri að séu í bígerð. Ég er ekkert viss um að við getum rekið hér bráðamóttöku 1. mars þegar uppsagnarfrestur þessara aðila er liðinn,“ segir Helga Rósa. Marta Jóns Hjördísardóttir formaður fagráðs spítalans segir að þetta ástand sé komið til löngu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. „Auðvitað eru að koma inn uppsagnir af því við getum þetta ekki lengur. Fólk getur ekki unnið við svona þungar aðstæður í svona langan tíma. Hjúkrunarfræðingar eru með þannig menntun að þeir geta víða gengi í önnur störf,“ segir Marta. Um 180 manns leita á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á degi hverjum að meðaltali. Þær Helga Rósa og Marta segja að yfirleitt sé deildin full af sjúklingum fyrir og því afar erfitt að koma fólki fyrir, hvað þá að sinna því svo vel sé. „Það segir sig sjálft að ef þú ert með of marga bolta á lofti þá ertu líklegri til að missa af einhverjum bolta. Við erum stöðugt að benda á þetta og það er þess vegna sem að fólk treystir sér ekki lengur til að vinna við þessar aðstæður. Hjúkrunarfræðingar geta ekki lengur mætt á vaktir í þessu álagi og ástandi sem deildin er í,“ segir Helga Rósa. Marta segir um að ræða víðtækan vanda. „Vandamálið á bráðamóttökunni endurspeglar vandann annars staðar. Fólk er lengi þar því það kemst ekki á aðrar deildir. Á deildunum er nefnilega fólk fyrir sem kemst heldur ekki áfram í önnur úrræði, hvort sem það er heim eða á aðrar stofnanir. Það er því ekki hægt að leysa þetta með einhverju einföldu úrræði eða með því að ráða fleira fólk. Það þurfa margir að leggjast á eitt til að leysa úr þessu máli,“ segir Marta.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækna-Tómas kallar eftir neyðarstjórn yfir Landspítalanum Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans, kallar eftir því að neyðarstjórn verði skipuð yfir Landspítalann. Hann segir stöðuna grafalvarlega á spítalanum. 18. nóvember 2021 20:05 Er ekki lengur þörf fyrir bráðamóttöku? Árlega stendur Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala fyrir Viku bráðahjúkrunar í þeim tilgangi að kynna sérgreinina bráðahjúkrun, hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku, sérhæfð verkefni þeirra, nýjustu þekkingu og verkferla auk þess að efla starfsandann meðal samstarfsfólks. 18. nóvember 2021 09:31 Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Sjá meira
Lækna-Tómas kallar eftir neyðarstjórn yfir Landspítalanum Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans, kallar eftir því að neyðarstjórn verði skipuð yfir Landspítalann. Hann segir stöðuna grafalvarlega á spítalanum. 18. nóvember 2021 20:05
Er ekki lengur þörf fyrir bráðamóttöku? Árlega stendur Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala fyrir Viku bráðahjúkrunar í þeim tilgangi að kynna sérgreinina bráðahjúkrun, hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku, sérhæfð verkefni þeirra, nýjustu þekkingu og verkferla auk þess að efla starfsandann meðal samstarfsfólks. 18. nóvember 2021 09:31
Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58