Arnar Guðjónsson: Það sem þurfti í Garðabæinn var sigur og hann kom Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. nóvember 2021 22:46 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, fylgdist með sigri sinna manna úr stúkunni í kvöld. Vísir/Bára Stjörnumenn unnu góðan 87-73 sigur á Tindastól í síðasta leiknum fyrir landsleikjafrí í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur en að lokum voru það heimamenn úr Garðabænum sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var í banni í kvöld en fylgdist auðvitað með leiknum úr stúkunni. Honum var mjög létt eftir sigurinn í kvöld. „Gríðarlega sáttur, okkur veitti ekki af sigrinum. Búnar að vera þungar síðustu tvær vikur og því var þetta bara mjög kærkomið. Mér fannst við á köflum spila mjög vel, mér fannst hluti af fyrri hálfleik gríðarlega góður og svo bara sigldum við þessu heim hérna í þriðja leikhluta,“ sagði Arnar og var eins og þungu fargi hafi verið af honum létt en fyrir leikinn hafði Stjarnan tapað niður forystu gegn Val og KR. Stjarnan lenti undir í upphafi en eftir um fimm mínútna leik tóku þeir yfir leikinn í um tíu mínútur. Tindastóll klóraði í bakkann og tókst að jafna í upphafi síðari hálfleiks en svo var aftur komið að Stjörnunni. „Upphafið á seinni hálfleik var dapurt, bara vondur körfubolti. Mér fannst við svona komast fyrr upp úr þessari holu sem bæði lið voru að djöflast í. Það kannski gerði gæfumuninn,“ sagði Arnar. Liðið spilaði góða vörn í leiknum í dag og tók meðal annars 15 fleiri fráköst en lið Tindastóls. Arnar segir að vörnin í bland við framlag nokkurra leikmanna, meðal annars frá Ragnari Nathanaelssyni, hafi skilað sigrinum í dag. „Margir sem komu með eitthvað að borðinu. Raggi Nat var ‚outstanding‘ í dag og bara besti maður vallarins. Hann virkar í sumum aðstæðum og hann mætti í kvöld. Þetta er ekkert grín að vera þolinmóður og það koma leikir þar sem hann virkar ekki og þá þarf hann bara að sitja og klappa. Hann var tilbúinn þegar tækifærið kom og stóð sig virkilega vel í dag,“ sagði Arnar. Ragnar spilaði ekki eina sekúndu í síðasta leik en fékk tækifærið í dag. Arnar endurtók það að Ragnar virki ekki alltaf. „KR-ingar eru með lið sem hentar honum mjög illa. Hann er með kosti sem aðrir hafa ekki og þar af leiðandi veikleika sem aðrir hafa ekki. Hann var klár í kvöld, þetta er lið sem hentar honum og hann var ‚outstanding‘,“ sagði Arnar. Framundan er líkt og fyrr segir landsleikjafrí. Arnar segir liðið þurfa að bæta sig heilt yfir, en fyrst og fremst hafi liðið þurft þennan sigur í kvöld. „Við ætlum bara að reyna að vera betri, þetta var ekkert framúrskarandi leikur. Það sem þurfti í Garðabæinn var sigur og hann kom. Það var í raun og veru, bara með fullri virðingu, okkur var drullu sama hvernig hann kæmi en hann þurfti að koma og hann kom. Þetta hjálpar mikið inn í fríið,“ sagði Arnar að lokum. Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 87-73 | Öruggur sigur Stjörnumanna Stjarnan vann í kvöld nokkuð öruggan 14 stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 87-73. 18. nóvember 2021 22:04 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
„Gríðarlega sáttur, okkur veitti ekki af sigrinum. Búnar að vera þungar síðustu tvær vikur og því var þetta bara mjög kærkomið. Mér fannst við á köflum spila mjög vel, mér fannst hluti af fyrri hálfleik gríðarlega góður og svo bara sigldum við þessu heim hérna í þriðja leikhluta,“ sagði Arnar og var eins og þungu fargi hafi verið af honum létt en fyrir leikinn hafði Stjarnan tapað niður forystu gegn Val og KR. Stjarnan lenti undir í upphafi en eftir um fimm mínútna leik tóku þeir yfir leikinn í um tíu mínútur. Tindastóll klóraði í bakkann og tókst að jafna í upphafi síðari hálfleiks en svo var aftur komið að Stjörnunni. „Upphafið á seinni hálfleik var dapurt, bara vondur körfubolti. Mér fannst við svona komast fyrr upp úr þessari holu sem bæði lið voru að djöflast í. Það kannski gerði gæfumuninn,“ sagði Arnar. Liðið spilaði góða vörn í leiknum í dag og tók meðal annars 15 fleiri fráköst en lið Tindastóls. Arnar segir að vörnin í bland við framlag nokkurra leikmanna, meðal annars frá Ragnari Nathanaelssyni, hafi skilað sigrinum í dag. „Margir sem komu með eitthvað að borðinu. Raggi Nat var ‚outstanding‘ í dag og bara besti maður vallarins. Hann virkar í sumum aðstæðum og hann mætti í kvöld. Þetta er ekkert grín að vera þolinmóður og það koma leikir þar sem hann virkar ekki og þá þarf hann bara að sitja og klappa. Hann var tilbúinn þegar tækifærið kom og stóð sig virkilega vel í dag,“ sagði Arnar. Ragnar spilaði ekki eina sekúndu í síðasta leik en fékk tækifærið í dag. Arnar endurtók það að Ragnar virki ekki alltaf. „KR-ingar eru með lið sem hentar honum mjög illa. Hann er með kosti sem aðrir hafa ekki og þar af leiðandi veikleika sem aðrir hafa ekki. Hann var klár í kvöld, þetta er lið sem hentar honum og hann var ‚outstanding‘,“ sagði Arnar. Framundan er líkt og fyrr segir landsleikjafrí. Arnar segir liðið þurfa að bæta sig heilt yfir, en fyrst og fremst hafi liðið þurft þennan sigur í kvöld. „Við ætlum bara að reyna að vera betri, þetta var ekkert framúrskarandi leikur. Það sem þurfti í Garðabæinn var sigur og hann kom. Það var í raun og veru, bara með fullri virðingu, okkur var drullu sama hvernig hann kæmi en hann þurfti að koma og hann kom. Þetta hjálpar mikið inn í fríið,“ sagði Arnar að lokum.
Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 87-73 | Öruggur sigur Stjörnumanna Stjarnan vann í kvöld nokkuð öruggan 14 stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 87-73. 18. nóvember 2021 22:04 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 87-73 | Öruggur sigur Stjörnumanna Stjarnan vann í kvöld nokkuð öruggan 14 stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 87-73. 18. nóvember 2021 22:04