Natasha Anasi: Mér líður eins og ég sé heima hér á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2021 11:01 Natasha Anasi fagnar hér óvæntum sigri Keflavíkurliðsins á Breiðabliki á Kópavogsvellinum í sumar. Nú hefur Natasha skipt yfir í Breiðablik. Vísir/Hulda Margrét Síðasta vika var mjög viðburðarík fyrir Natöshu Anasi. Hún skipti yfir í Breiðablik og var valin í íslenska landsliðið fyrir leiki seinna í þessum mánuði. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Natöshu Anasi og ræddi við hana. Viðtalið fór að sjálfsögðu fram á íslensku. Anasi er fædd í Texas en hefur verið á Íslandi síðan að hún kom í ÍBV á 2014 tímabilinu. Hún hefur verið íslenskur ríkisborgari frá árinu 2019. Svava Kristín spurði fyrst út í íslenska landsliðið. Var aðeins að bíða eftir svona tækifæri „Ég bjóst ekki við því að vera valin í landsliðið en það var rosalega spennandi að vera valin. Ég var aðeins að bíða eftir svona tækifæri. Það var geggjað að vera valin og ég er spennt að sýna hvað ég get,“ sagði Natasha Anasi. Natasha Moraa Anasi.Skjámynd/S2 Sport Hún hefur spilað tvo landsleiki fyrir Íslands en það voru vináttuleikir. Nú gæti hún spilað fyrsta keppnisleikinn. „Það er algjör heiður fyrir mig að spila fyrir Ísland. Ég var búin að dreyma um að spila með landsliði síðan ég var lítil stelpa. Það er geggjað að það var fyrir Ísland. Ég er búin að vera hér svo lengi og mér líður eins og ég sé heima hér á Íslandi. Ég er mjög spennt að fara í landsliðsbúninginn og kannski fæ ég tækifæri að spila,“ sagði Natasha sem er að klára sitt áttunda ár hér á landi. Klippa: Viðtal við Natöshu Anasi Var valin í bandarísku deildina „Ég kom til Íslands í júlí 2014 og var þá í ÍBV. Ég var að klára skólann minn úti og var að pæla að spila bara í Bandaríkjunum. Ég fór í nýliðavalið og var valin af Boston Breakers en var ekki alveg tilbúin að fara þangað. Ég vildi frekar klára námið mitt í maí og svo kom tækifærið að fara í ÍBV,“ sagði Natasha. „Ég skellti mér á það. Ég sá nokkrar myndir og það var svo rosalega fallegt. Hásteinsvöllurinn er bara geggjaður. Ég bjóst samt ekki við því að ég yrði hér ennþá árið 2021 en hér er ég,“ sagði Natasha hlæjandi. Hún breytir nú til eftir að hafa hjálpað ungu Keflavíkurliði að fóta sig í Pepsi Max deildinni undanfarin ár. Natasha var fyrirliði Keflavíkurliðsins og gat spilað margar stöður á vellinum. Rosalega kósí að vera í Keflavík „Ég var í fimm geggjuð ár í Keflavík og elska bæði umhverfið og fólkið þar. Það er rosalega kósí að vera í Keflavík. Það var erfið ákvörðun að fara í Breiðablik en mín tilfinning var að það væri tími fyrir mig til að breyta til. Mér fannst tími fyrir nýja áskorun og að breyta til. Þarna fæ ég að spila fyrir eitt af bestu liðunum á Íslandi og ég verð því að æfa með bestu stelpunum á Íslandi á hverjum degi. Það er gaman og eins og ég sagði, ný áskorun,“ sagði Natasha. Natasha skrifaði nýverið undir samninginn og má því ekki spila með Breiðabliksliðinu í Meistaradeildinni. „Mig langar rosalega mikið að spila með en ég geri það bara á næsta ári með þeim. Þær gera þetta af mikilli fagmennsku og stelpurnar eru standa sig rosalega vel. Þær eru að spila vel og æfa vel. Það er gaman að fá vera með á æfingunum og þar sé ég hvernig þær undirbúa sig fyrir svona verkefni,“ sagði Natasha. Vön að keyra langt á milli enda frá Texas Maðurinn hennar er Rúnar Ingi Erlingsson sem er þjálfari Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta. Njarðvíkurkonur eru nýliðar en samt á toppnum í deildinni eins og staðan er núna. Natasha kvartar ekki yfir því að keyra Reykjanesbrautina á hverjum degi. „Við búum í Keflavík en Rúnar segir samt að við búum í Reykjanesbæ. Ég keyri bara á milli sem er bara fínt. Ég er frá Texas og er vön því þaðan að keyra alltaf langt á milli,“ sagði Natasha. Það má sjá allt spjallið hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Natöshu Anasi og ræddi við hana. Viðtalið fór að sjálfsögðu fram á íslensku. Anasi er fædd í Texas en hefur verið á Íslandi síðan að hún kom í ÍBV á 2014 tímabilinu. Hún hefur verið íslenskur ríkisborgari frá árinu 2019. Svava Kristín spurði fyrst út í íslenska landsliðið. Var aðeins að bíða eftir svona tækifæri „Ég bjóst ekki við því að vera valin í landsliðið en það var rosalega spennandi að vera valin. Ég var aðeins að bíða eftir svona tækifæri. Það var geggjað að vera valin og ég er spennt að sýna hvað ég get,“ sagði Natasha Anasi. Natasha Moraa Anasi.Skjámynd/S2 Sport Hún hefur spilað tvo landsleiki fyrir Íslands en það voru vináttuleikir. Nú gæti hún spilað fyrsta keppnisleikinn. „Það er algjör heiður fyrir mig að spila fyrir Ísland. Ég var búin að dreyma um að spila með landsliði síðan ég var lítil stelpa. Það er geggjað að það var fyrir Ísland. Ég er búin að vera hér svo lengi og mér líður eins og ég sé heima hér á Íslandi. Ég er mjög spennt að fara í landsliðsbúninginn og kannski fæ ég tækifæri að spila,“ sagði Natasha sem er að klára sitt áttunda ár hér á landi. Klippa: Viðtal við Natöshu Anasi Var valin í bandarísku deildina „Ég kom til Íslands í júlí 2014 og var þá í ÍBV. Ég var að klára skólann minn úti og var að pæla að spila bara í Bandaríkjunum. Ég fór í nýliðavalið og var valin af Boston Breakers en var ekki alveg tilbúin að fara þangað. Ég vildi frekar klára námið mitt í maí og svo kom tækifærið að fara í ÍBV,“ sagði Natasha. „Ég skellti mér á það. Ég sá nokkrar myndir og það var svo rosalega fallegt. Hásteinsvöllurinn er bara geggjaður. Ég bjóst samt ekki við því að ég yrði hér ennþá árið 2021 en hér er ég,“ sagði Natasha hlæjandi. Hún breytir nú til eftir að hafa hjálpað ungu Keflavíkurliði að fóta sig í Pepsi Max deildinni undanfarin ár. Natasha var fyrirliði Keflavíkurliðsins og gat spilað margar stöður á vellinum. Rosalega kósí að vera í Keflavík „Ég var í fimm geggjuð ár í Keflavík og elska bæði umhverfið og fólkið þar. Það er rosalega kósí að vera í Keflavík. Það var erfið ákvörðun að fara í Breiðablik en mín tilfinning var að það væri tími fyrir mig til að breyta til. Mér fannst tími fyrir nýja áskorun og að breyta til. Þarna fæ ég að spila fyrir eitt af bestu liðunum á Íslandi og ég verð því að æfa með bestu stelpunum á Íslandi á hverjum degi. Það er gaman og eins og ég sagði, ný áskorun,“ sagði Natasha. Natasha skrifaði nýverið undir samninginn og má því ekki spila með Breiðabliksliðinu í Meistaradeildinni. „Mig langar rosalega mikið að spila með en ég geri það bara á næsta ári með þeim. Þær gera þetta af mikilli fagmennsku og stelpurnar eru standa sig rosalega vel. Þær eru að spila vel og æfa vel. Það er gaman að fá vera með á æfingunum og þar sé ég hvernig þær undirbúa sig fyrir svona verkefni,“ sagði Natasha. Vön að keyra langt á milli enda frá Texas Maðurinn hennar er Rúnar Ingi Erlingsson sem er þjálfari Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta. Njarðvíkurkonur eru nýliðar en samt á toppnum í deildinni eins og staðan er núna. Natasha kvartar ekki yfir því að keyra Reykjanesbrautina á hverjum degi. „Við búum í Keflavík en Rúnar segir samt að við búum í Reykjanesbæ. Ég keyri bara á milli sem er bara fínt. Ég er frá Texas og er vön því þaðan að keyra alltaf langt á milli,“ sagði Natasha. Það má sjá allt spjallið hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira