Neyslurými í Reykjavík – mikilvæg skaðaminnkandi þjónusta! Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 19. nóvember 2021 13:30 Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík. Mörgum þótti hugmyndin fjarstæðukennd og ekki hægt að segja að það hafi verið víðtæk sátt um hana, hvorki innan stjórnmálanna né meðal fagfólks í félags- og heilbrigiðmálum á þeim tíma. En umræðan fór af stað og árið 2016 skilaði hópur sem sem hafði það hlutverk að skila tillögum um skaðaminnkandi nálgun í þjónustu og lagalegu umhverfi vímuefnaneytenda, og skipaður var af þáverandi heilbrigðisráðherra, skýrslu þar sem m.a var lagt til að sett yrði á fót neyslurými. Lítið gerðist síðan í málinu þangað til Svandís Svavarsdóttir tók við Heilbrigðisráðuneytinu, en þá fór vinna í gang við löggjöf um málið sem samþykkt var á Alþingi í maí 2020. Í Reykjavík var lítil framþróun í málaflokki heimilislausra allt fram til ársins 2014. Borgin rak gistiskýli fyrir heimilislausa í gamla farsóttarhúsinu á Þingholtsstræti auk þess sem kaffistofa Samhjálpar var opin yfir daginn. Hafði þetta fyrirkomulag verið nánast óbreytt um áratuga skeið. Fyrsta heildstæða stefnan í málefnum heimilislausra leit síðan dagsins ljós í febrúar 2014 og gilti sú stefna til ársins 2018. Ný stefna var svo samþykkt í borgarstjórn í júní 2019, en byggir hún í grunninn á skaðaminnkandi nálgun og hugmyndafræði um húsnæðið fyrst. Í henni er einnig ávörpuð sérstök staða kvenna í hópi heimilislausra, en rannsóknir sýna að vandi þeirra er oft meira falinn úti í samfélaginu og því þörf á sérstökum úrræðum fyrir konur. Reykjavík hefur verið leiðandi hér á landi í þjónustu við heimilislaust fólk og fram til þessa tekið að sér langstærstan hluta í þjónustu við þennan jaðarsettasta hóp samfélagsins. Skaðaminnkandi nálgun í þjónustu byggir á nálgun mannúðar og skynsemi og því að viðurkenna fólk sem notar vímuefni og veita þeim aðstoð til að draga úr þeim skaða sem af neyslunni hlýst. Ekki er gerð krafa um að hætta neyslu til að eiga rétt á aðstoð og stuðningi. Neyslurými eru lagalega samþykkt svæði fyrir einstaklinga til að neyta ólöglegra vímuefna með sem öruggustum hætti. Starfsemi neyslurýma byggir á þeirri sýn að ef einstaklingar sem nota vímuefni um æð fá öruggan stað til að neyta efnanna, má draga úr ýmsum skaðlegum hliðarverkunum því tengdu. Neyslurými hafa verið starfandi frá því á áttunda áratugnum og var fyrsta neyslurýmið opnað árið 1986 í Berne í Sviss. Frá þeim tíma hafa mörg önnur lönd fylgt í kjölfarið, s.s Holland, Þýskaland, Noregur og Danmörk. Ég hef sjálf kynnt mér starfssemi neyslurýma og skoðaði m.a. slíkt í Amsterdam árið 2013 og sannfærðist í þeirri ferð að hér væri um gríðarlega mikilvæga þjónustu að ræða fyrir einn jaðarsettasta hóp samfélagsins. Ég fagna framkomnum samningi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur neyslurýmis í Reykjavík. Sú mannúð sem felst í skaðaminnkandi nálgun getur skilið milli lífs og dauða fyrir þá sem þurfa svo nauðsynlega á þjónustunni að halda. Mikilvægt er að veita heilbrigðisþjónustu í slíku rými og því mikilvægt að samningurinn taki tillit til þess. Við skulum öll hafa kjark og þor til að standa með þeim sem þurfa öruggan stað til að neyta vímuefna, með mannúð og fordómaleysi að leiðarljósi. Ég fagna því að loksins verði öruggt neyslurými að veruleika í Reykjavík, það getur sannarlega skilið milli lífs og dauða. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri græn Fíkn Borgarstjórn Reykjavík Félagsmál Mest lesið Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Sjá meira
Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík. Mörgum þótti hugmyndin fjarstæðukennd og ekki hægt að segja að það hafi verið víðtæk sátt um hana, hvorki innan stjórnmálanna né meðal fagfólks í félags- og heilbrigiðmálum á þeim tíma. En umræðan fór af stað og árið 2016 skilaði hópur sem sem hafði það hlutverk að skila tillögum um skaðaminnkandi nálgun í þjónustu og lagalegu umhverfi vímuefnaneytenda, og skipaður var af þáverandi heilbrigðisráðherra, skýrslu þar sem m.a var lagt til að sett yrði á fót neyslurými. Lítið gerðist síðan í málinu þangað til Svandís Svavarsdóttir tók við Heilbrigðisráðuneytinu, en þá fór vinna í gang við löggjöf um málið sem samþykkt var á Alþingi í maí 2020. Í Reykjavík var lítil framþróun í málaflokki heimilislausra allt fram til ársins 2014. Borgin rak gistiskýli fyrir heimilislausa í gamla farsóttarhúsinu á Þingholtsstræti auk þess sem kaffistofa Samhjálpar var opin yfir daginn. Hafði þetta fyrirkomulag verið nánast óbreytt um áratuga skeið. Fyrsta heildstæða stefnan í málefnum heimilislausra leit síðan dagsins ljós í febrúar 2014 og gilti sú stefna til ársins 2018. Ný stefna var svo samþykkt í borgarstjórn í júní 2019, en byggir hún í grunninn á skaðaminnkandi nálgun og hugmyndafræði um húsnæðið fyrst. Í henni er einnig ávörpuð sérstök staða kvenna í hópi heimilislausra, en rannsóknir sýna að vandi þeirra er oft meira falinn úti í samfélaginu og því þörf á sérstökum úrræðum fyrir konur. Reykjavík hefur verið leiðandi hér á landi í þjónustu við heimilislaust fólk og fram til þessa tekið að sér langstærstan hluta í þjónustu við þennan jaðarsettasta hóp samfélagsins. Skaðaminnkandi nálgun í þjónustu byggir á nálgun mannúðar og skynsemi og því að viðurkenna fólk sem notar vímuefni og veita þeim aðstoð til að draga úr þeim skaða sem af neyslunni hlýst. Ekki er gerð krafa um að hætta neyslu til að eiga rétt á aðstoð og stuðningi. Neyslurými eru lagalega samþykkt svæði fyrir einstaklinga til að neyta ólöglegra vímuefna með sem öruggustum hætti. Starfsemi neyslurýma byggir á þeirri sýn að ef einstaklingar sem nota vímuefni um æð fá öruggan stað til að neyta efnanna, má draga úr ýmsum skaðlegum hliðarverkunum því tengdu. Neyslurými hafa verið starfandi frá því á áttunda áratugnum og var fyrsta neyslurýmið opnað árið 1986 í Berne í Sviss. Frá þeim tíma hafa mörg önnur lönd fylgt í kjölfarið, s.s Holland, Þýskaland, Noregur og Danmörk. Ég hef sjálf kynnt mér starfssemi neyslurýma og skoðaði m.a. slíkt í Amsterdam árið 2013 og sannfærðist í þeirri ferð að hér væri um gríðarlega mikilvæga þjónustu að ræða fyrir einn jaðarsettasta hóp samfélagsins. Ég fagna framkomnum samningi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur neyslurýmis í Reykjavík. Sú mannúð sem felst í skaðaminnkandi nálgun getur skilið milli lífs og dauða fyrir þá sem þurfa svo nauðsynlega á þjónustunni að halda. Mikilvægt er að veita heilbrigðisþjónustu í slíku rými og því mikilvægt að samningurinn taki tillit til þess. Við skulum öll hafa kjark og þor til að standa með þeim sem þurfa öruggan stað til að neyta vímuefna, með mannúð og fordómaleysi að leiðarljósi. Ég fagna því að loksins verði öruggt neyslurými að veruleika í Reykjavík, það getur sannarlega skilið milli lífs og dauða. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun