Örugg í vinnunni – örugg heim Drífa Snædal skrifar 19. nóvember 2021 14:30 Í dag heldur Vinnueftirlitið upp á 40 ára afmæli sitt og óska ég starfsfólki stofnunarinnar og öllu vinnandi fólki til hamingju með daginn. Vinnueftirlitið var stofnað af mikilli framsýni og í kjölfar kjarasamninga sem lögðu áherslu á öryggi vinnunnar í bland við aukinn kaupmátt. Örfáum árum áður hafði verið sett reglugerð um húsnæði vinnustaða þar sem í fyrsta sinn var fjallað með skipulögðum hætti um hvernig vinnurýmum ætti að vera háttað, þar á meðal um kaffi- og matstofur. Það var nefnilega hvorki sjálfsagt að fólk gæti tekið hvíldarhlé í mannsæmandi umhverfi né að það nyti eðlilegs öryggis við vinnu sína. Á upphafsárum Vinnueftirlitsins voru mikil átök um starfssvið þess. Hvaða verkefni það ætti að fást við og hvenær það væri að seilast inn á verksvið annarra stofnana og félagasamtaka. Síðan hefur eftirlitið fest sig í sessi og fengið sífellt viðameiri hlutverk, eftir því sem þekking á vinnuaðstæðum eykst, vinnumarkaðurinn verður fjölbreyttari og auknar kröfur eru gerðar til öryggis og vellíðunar. Öryggi í dag felst ekki bara í fallvörnum og stálskóm, þótt slík öryggisatriði megi aldrei vanmeta heldur ekki síður í sálfélagslegu öryggi. Að þér líði vel í vinnunni og verðir ekki fyrir áreitni, einelti eða ofbeldi. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á þetta og auðvitað á hún að ganga undan með góðu fordæmi á sínum eigin vinnustöðum, innan stéttarfélaga og heildarsamtaka. Það er mitt mat að verkefni vinnueftirlitsins þurfa að njóta aukins stuðnings pólitískt og í gegnum fjárveitingar. Öryggi í heimi vinnunnar er stórpólitískt lýðheilsumál enda verjum við flest miklum hluta ævinnar við vinnu. Og það er kynjamál líka. Ekki bara af því að konur eru síður öruggar fyrir áreitni á vinnustöðum heldur er vinnumarkaðurinn afar kynjaður og örorkutölur sýna að stórar starfsstéttir kvenna eru þess eðlis að þær endast ekki heila starfsævi vegna álags. Umönnun og líkamleg og andleg þjónusta er þar helsti áhrifavaldurinn. Við höfum náð að saxa á áður hræðilegar tölur um slys og dauðsföll við vinnu, sem ekki síst voru á sjó og í byggingariðnaði. Á meðan við stöndum vörð um þann árangur og gerum enn betur, þá er löngu tímabært að takast líka á við sálfélagslegu þættina og andlega álagið. Góða helgi,Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnuslys Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag heldur Vinnueftirlitið upp á 40 ára afmæli sitt og óska ég starfsfólki stofnunarinnar og öllu vinnandi fólki til hamingju með daginn. Vinnueftirlitið var stofnað af mikilli framsýni og í kjölfar kjarasamninga sem lögðu áherslu á öryggi vinnunnar í bland við aukinn kaupmátt. Örfáum árum áður hafði verið sett reglugerð um húsnæði vinnustaða þar sem í fyrsta sinn var fjallað með skipulögðum hætti um hvernig vinnurýmum ætti að vera háttað, þar á meðal um kaffi- og matstofur. Það var nefnilega hvorki sjálfsagt að fólk gæti tekið hvíldarhlé í mannsæmandi umhverfi né að það nyti eðlilegs öryggis við vinnu sína. Á upphafsárum Vinnueftirlitsins voru mikil átök um starfssvið þess. Hvaða verkefni það ætti að fást við og hvenær það væri að seilast inn á verksvið annarra stofnana og félagasamtaka. Síðan hefur eftirlitið fest sig í sessi og fengið sífellt viðameiri hlutverk, eftir því sem þekking á vinnuaðstæðum eykst, vinnumarkaðurinn verður fjölbreyttari og auknar kröfur eru gerðar til öryggis og vellíðunar. Öryggi í dag felst ekki bara í fallvörnum og stálskóm, þótt slík öryggisatriði megi aldrei vanmeta heldur ekki síður í sálfélagslegu öryggi. Að þér líði vel í vinnunni og verðir ekki fyrir áreitni, einelti eða ofbeldi. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á þetta og auðvitað á hún að ganga undan með góðu fordæmi á sínum eigin vinnustöðum, innan stéttarfélaga og heildarsamtaka. Það er mitt mat að verkefni vinnueftirlitsins þurfa að njóta aukins stuðnings pólitískt og í gegnum fjárveitingar. Öryggi í heimi vinnunnar er stórpólitískt lýðheilsumál enda verjum við flest miklum hluta ævinnar við vinnu. Og það er kynjamál líka. Ekki bara af því að konur eru síður öruggar fyrir áreitni á vinnustöðum heldur er vinnumarkaðurinn afar kynjaður og örorkutölur sýna að stórar starfsstéttir kvenna eru þess eðlis að þær endast ekki heila starfsævi vegna álags. Umönnun og líkamleg og andleg þjónusta er þar helsti áhrifavaldurinn. Við höfum náð að saxa á áður hræðilegar tölur um slys og dauðsföll við vinnu, sem ekki síst voru á sjó og í byggingariðnaði. Á meðan við stöndum vörð um þann árangur og gerum enn betur, þá er löngu tímabært að takast líka á við sálfélagslegu þættina og andlega álagið. Góða helgi,Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun